Lesbók Morgunblaðsins - 07.02.2009, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 07.02.2009, Blaðsíða 9
Eftir Arnar Eggert Thoroddsen arnart@mbl.is Þ eir Pétur og Stefán sitja þétt saman í anddyri galtóms Borgarleikhúss. Klukkan er rétt skriðin yfir níu og auk þeirra er aðeins húsvörðurinn í byggingunni. Myndatöku sem myndskeiðstöku er lokið og loks er hægt að byrja á gamaldags textaviðtali fyrir hið háa Morgunblað. Þeir félagar hafa aldrei unnið saman áður og þrátt fyrir að koma úr ólíkum áttum, þannig séð, klikkar greinilega eitthvað á milli þeirra, maður finnur það á afslöppuðu spjallinu og augngotum þeirra á milli. Pétur sóttist enda eftir kröftum Stefáns sem stökk glaður á verk- efnið en um er að ræða fyrstu „einkasýningu“ Péturs Jóhanns, eitthvað sem hefur staðið til síðan að hann steig fyrst á svið sem uppistand- ari fyrir tíu árum. Tenging þeirra á milli var þá þegar til staðar, í formi handritshöfundarins, Sigurjóns Kjartanssonar. „Mig langaði til að fá leikstjóra sem væri ekki með þennan grínbakgrunn,“ upplýsir Pét- ur Jóhann. „En ef þú ætlar að spyrja mig af hverju verður hins vegar erfiðara um svör. Ég veit ekki …“ Stefán klippir inn í alvarlegur: „Þig langaði til að taka þetta í 45 gráður.“ Þessi tor- kennilega setning byggist á einhverju djúp- fræðilegum einkahúmor þeirra á milli og tönnlast þeir á þessu í viðtalinu lon og don. „Nákvæmlega,“ svarar Pétur að bragði. „Mig langaði til að taka þetta í 45 gráður.“ Kúl og töff Pétur segist trúa því að það sé kannski ekkert sniðugt að grínisti leikstýri grínista. „Mig langaði til að brjóta upp þetta hefð- bundna uppistand og búa til eitthvað meira úr þessu. Gera þetta kúl og töff. Ég sjálfur er ekki kúl og töff en ég fer kannski langt á því að hafa kúl og töff umgjörð. Ég gæti jafnvel kom- ist fram fyrir röðina á Boston núna. Alltént var ég orðinn leiður á hefðbundnu árshátíða- og þorrablótsflippi og langaði til að færa þetta upp um svosem eitt stig.“ Stefán brosir og segir að þess vegna hafi hann leitað til sín, húmorslauss, dramatísks leikstjóra. „Mér fannst þetta mjög fyndið tilboð og gat ekki annað en stokkið á það,“ rifjar hann upp. „Ég var lengi búinn að dást að þessum dreng úr fjarlægð en svo komu hann og Sigurjón og kíktu á Leg sem ég var að leikstýra og sáu eitt- hvað í því sem þeim líkaði. Við Sigurjón höfum þekkst síðan á pönkárunum og erum húmors- lega samstilltir.“ Stefán segir að þeir hafi svo farið í að sulla saman einhverju úr kunnáttubrunnum hvor annars. „Pétur Jóhann kemur með sinn „Pétur Jó- hann“ sjarma að borðinu og ég myndast svo við að búa þessu leikræna umgjörð. Hefðbundið uppistand á það til að fara fram í hrörlegu um- hverfi; er einfalt og jafnvel sjoppulegt og við er- um að fara á svig við það. Gera þetta veglegra.“ Glundroði grínistans En hvaða grín er þetta? Er þetta gróteskt? Fáránlegt? „Ekki gróteskt nei,“ segir Pétur. „Fárán- legt, jú. Þetta er fyrst og fremst ég að velta fyrir mér lífinu og tilverunni.“ Stefán segir að þeir kalli þetta standandi gleðileik sín á milli. „Handritið sem Pétur og Sigurjón unnu að setur þetta strax í leikhúslegra samhengi en hefðbundið uppistand. En vissulega gerum við ráð fyrir spuna inn á milli, það verður að vera. En það er rauður þráður í gegn sem er sjálf sköpunin, hvorki meira né minna. Sannleik- urinn, tilgangur og tilgangsleysi, allt kemur þetta við sögu. Spuni grínistans er áskorun fyrir mig , ég er vissulega vanur að vinna með spuna en leikarar eru allajafna agaðri og tæknilegri í nálgun sinni. Uppistandarinn er meira ólíkindatól þannig að við höfum þurft að mætast á miðri leið í þessu. Ég reyni að halda honum eins og ég get frá því að fara of langt út í móa með efnið, ramma þetta inn eins vel og hægt er. Ég passa að Pétur missi ekki þráðinn og eigi erfitt með að finna veginn …“ „Sannleikann,“ skýtur Pétur inn í með hárnákvæmri, kómískri tímasetningu. „Ég þarf að læra af Pétri um leið,“ heldur Stefán áfram. „Það er hluti af þessari aðferð okkar, hann verður að hafa frelsið. Þarna mætast leikhúsaginn og glundroði grínistans. Galdurinn er að finna réttu hlutföllin.“ Bæði kaldrifjaður og hnakkafóðraður Pétur Jóhann kom fyrst fyrir sjónir landans eftir að hann vann uppistandskeppnina Fyndnasti maður Íslands árið 1999. Hann starfaði síðan við útvarp en vakti fyrst ræki- lega athygli er hann hóf að sprella með þeim Audda og Sveppa í þættinum 70 mínútum. Sig- urjóni kynntist hann fyrst á Radio, útvarps- stöð sem gríneyki hans og Jóns Gnarrs, Tví- höfði setti á laggirnar og stjórnaði Pétur þættinum Ding Dong ásamt Dodda litla. Síðar færði hann sig yfir á FM 957. Þá má ekki gleyma kvikmyndaleik og stjörnuleik hans í Nætur- og Dagvaktinni. Pétur Jóhann hefur því snert á ýmsum grín- öngum; verið í því heilalausu, kaldrifjuðu, grátbroslegu og hnakkafóðruðu. En hvar stendur hann, að eigin viti? „Þegar stórt er spurt …,“ segir hann lágum rómi og stillir af gleraugun. „Ég veit það ekki … ég virðist geta sett mig inn í þær aðstæður sem eru fyrir hendi hverju sinni. Ég byrjaði undir verndarvæng Tvíhöfða, á Radio, og á mikið undir honum. Sigurjón og Jón voru miklir lærifeður. Svo fer ég yfir á FM 957 sem er allt, allt önnur Ella. Önnur íþrótt. Þar lifði ég þó af í tvö og hálft ár. Svo fer ég í það að bera á mér rassinn með strákunum … það voru ruglárin (hlær).“ Fyndnin gerir yður frjálsa En er Sannleikurinn ein allsherjar ádeila? Er verið að stinga á einhverjum kýlum? „Ég myndi segja alls ekki,“ segir Stefán snöggt. „Þetta er bara gleði. Þetta er samt alls engin della. Sýningin er ætluð sem kjarngott veganesti fyrir mædda þjóð. Það er verið að sýna Rústað hérna í sama húsi og þessi sýning vegur því ágætlega upp á móti þungavigtinni þar.“ Helduru að þú sért eitthvað fyndinn? Grínistinn góðkunni Pétur Jóhann Sigfússon frumsýndi einleikinn Sannleikann í Borgar- leikhúsinu í gær. Leik- stjóri er Stefán Jónsson og óhætt að tala um óvænta bólfélaga í þess- um efnum. Eða hvað? Mig langaði til að brjóta upp þetta hefðbundna uppistand og búa til eitt- hvað meira úr þessu. Gera þetta kúl og töff. Ég sjálf- ur er ekki kúl og töff en ég fer kannski langt á því að hafa kúl og töff um- gjörð. Ég gæti jafnvel komist fram fyrir röðina á Boston núna. Hmmmm.... Leikhúsagi og grín- glundroði mætast í Sannleikanum. Morgunblaðið/Heiddi Sannleikur Péturs Jóhanns VEFVARP mbl.is þegar hann var sýndur árið 1993. Viss kynslóðaskipti höfðu orðið í íslenskri gríniðkun; kaldhæðna kynslóðin, stundum kennd við Sykurmolana steig fram með hvasst og súrrealískt grín sem vílaði ekki fyrir sér að ganga fram af almannasmekk – og stinga um leið á nokkrum samfélagskýlum. Eldra fólk og aðrir vammlausir borgarar hlustuðu í forundran en yngri kynslóðin og kaffisúpandi pæl- arar veltust um af hlátri. Grín þetta óx og dafnaði neðan moldu fyrst um sinn en fljótlega tók Tví- höfði öll völd og gleypti í sig meg- instrauminn með húð og hári. Íslensk fyndni í áranna rás Þ að eitthvað bogið við það að gera tilraun til að fara í dulitla djúpsjávarköfun hvað gamanmál varðar en auðvitað er glens ekkert grín. Oftlega fylgir því haglega samsettur samfélagsspegill sem eirir engu. Þegar upp er staðið er spé oft haldbesta vopnið í hvers kyns rýni og hamflettingum á mann- anna meinum og gáskafullt sprell á það til að vera útpælt og þaulhugsað. En er eitthvað eitt sem einkennir íslenska fyndni fremur en annað? Og hvernig hafa þessi mál þróast? Höfum við gengið grínveginn til góðs? Lengi vel réð dagfarsprútt og hnyttið bændagrín ríkjum, kersknislegt alþýðuspaug þó að sennilega hafi verið dýpra á því utan opinbers vettvangs. Tveir með öllu og Spaugstofan voru sem einráð í fjölmiðlagríni og skopið allt í settlegra lagi svo ekki sé nú meira sagt. Útvarpsþættir eins og Radíus, Górilla, Heimsendir og Tvíhöfði áttu síðan eftir að marka mikil skil en þeir fóru í loftið þegar stutt var liðið á tíunda áratuginn. Sjónvarpsþátturinn Limbó, sem Óskar Jónasson leikstýrði, setti líka allt á annan endann Um og eftir aldamót fór uppistand að amerískum hætti að verða vinsælt; keppnin Fyndnasti maður Íslands laut slíkum lög- málum og heimsóknir frægra uppistandara erlendis frá voru þó- nokkrar. Þá tók 70 mínútna gengið nokkurt mið af bandarísku Jackass-þáttunum og uppskáru mikla vegferð og vinsældir fyrir. Kaldhæðna kynslóðin er nú búin að koma sér vel fyr- ir í grínsloti íslensks samtíma og spurning hvort önnur hallarbylting sé í aðsigi? En er þá eitthvað sem einkennir kímni- gáfu Íslendinga? Þeir útlendingar sem slegnir hafa verið út af laginu eftir gam- anmál Frónverja segja það stingandi og óbilgjarnt en stundum sé það hreinlega absúrd. Menn hafa þá oft viljað slengja okkur í flokk með skugghygðum Skotum og jafnvel Bretum á meðan við eigum litla samleið með ferkantaðri lífssýn – og gríni – Þjóðverja og Svía t.a.m. Glens er ekkert grín Hvasst Tvíhöfði breytti landslagi íslenskrar fyndni til frambúðar. MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. FEBRÚAR 2009 Lesbók 9LEIKLIST

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.