Morgunblaðið - 04.01.2009, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 04.01.2009, Blaðsíða 23
Tíska 23 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4. JANÚAR 2009 Nánari upplýsingar og aðstoð í síma 411 1111 www.reykjavik.is • skoðað álagningarseðil fasteignagjalda fyrir árið 2009 (eftir 26. jan. nk.) og alla breytingaseðla þar á eftir • afpantað álagningarseðla og breytingaseðla í pósti • skráð sig í boðgreiðslu fasteignagjalda • valið einn eða níu gjalddaga fasteignagjalda (sjálfvirk breyting um áramót: sex gjalddagar breytast í níu gjalddaga) • gefið upp reikningsnúmer ef til endurgreiðslu kemur www.reykjavik.is Á vef Reykjavíkurborgar geta fasteignaeigendur: Rafræn Reykjavík fyrir þig Eftir Valgerði Þ. Jónsdóttur vjon@mbl.is K arl keisari eða djásnið í krúnu Chanel eins og Karl Lagerfeld er jöfn- um höndum kallaður, varð sjötugur á liðnu ári, þegar hálf öld var liðin frá því hann haslaði sér völl svo heitið gæti í hátískuborginni París. Þessi roskni herramaður, sem ennþá leggur tískulínur hins vestræna heims er svolítið eins og holdgerv- ingur þeirrar ímyndar, sem marg- ir hafa um heimsfræga tísku- kónga; fremur lágvaxinn, þvengmjór, vel klæddur en spjátr- ungslega og eilítið tilgerðarlegur í fasi. Og svo er hann hommi. Hvað Karl Lagerfeld varðar er ekkert hæft í því að lítið mark sé tekið á gamla fólkinu. Hann fer eigin leiðir og þótt margir koll- egar hans hafi haft laus og þægi- leg föt í öndvegi fyrir sumarið 2009 var annað uppi á teningnum hjá honum, a.m.k. í flíkunum, sem hann kynnti undir eigin merki, Karl Lagerfeld, síðastliðið haust. Tískuskríbent bresku útgáfu tíma- ritsins Marie Claire sagði að kon- ur mættu ekkert gefa eftir í lík- amsræktinni til þess að geta klæðst þeim með sóma. Breið belti og svart/hvít litapalletta eins og einkenna sumartísku Lagerfelds sagði hún beinlínis hannaða með það fyrir augum að vekja ómælda athygli á jafnt klæðunum sem kon- unni – og vaxtarlagi hennar þá sérstaklega. Vildi vera öðruvísi Ferill Lagerfelds í tískubransanum hófst þegar hann, 22ja ára, vann sam- keppni um hönnun kápu, sem al- þjóðlegt ullarfyr- irtæki efndi til, en hann hafði þá stundað nám í París um nokk- urra ára skeið. Verðlaunin voru lærlingsstaða hjá Pierre Balmain í París. Eftir þrjú ár flutti hann sig um set til Jean Patou þar sem hann hannaði tvær hátískulínur á ári í fimm ár undir nafninu Roland Karl. Fyrsta árið fékk hann slaka dóma, en var lofaður í hástert fyrir vorlínuna 1959, m.a. voru flík- urnar sagðar vera lát- lausar en samt óvenju- lega glæsilegar. Vorið 1960 voru pils hans svo stutt að annað eins hafði ekki sést í Parísartískunni og krítíkerar töluðu með vanþóknun um sölulegan hversdagsfatnað, sem lítt ætti skylt við hátísku. Um haustið sama ár hann- aði hann litla satínhatta, sem voru eins og pönnu- kökur í laginu og slúttu niður á kinn og kallaði þá „löðrunga“. Ekki þótti mikið til þeirra koma. Lagerfeld tók að leiðast og gerði ekkert næstu tvö árin annað en flatmaga á baðströndum og stúd- era mannlífið, eins og hann orðaði það. Leiðin lá upp á við upp úr 1962 þegar hann hannaði föt í lausa- mennsku fyrir merki á borð við Valentino, Krizia, Ballantyne, Fendi og Chloé og og setti upp litla verslun í París með stuðningi fjölskyldu sinnar. Lagerfeld hafði alist upp við allsnægtir í foreldra- húsum í Hamborg áður en hann freistaði gæfunnar í París. Faðir hans auðgaðist á að setja þurr- mjólk á markaðinn í Þýskalandi og móðir hans var annáluð smekk- kona, sem veitti honum strangt og á stundum harðneskjulegt uppeldi. Þau mæðginin deildu tísku- áhuganum, en sem barn dundaði hann sér við að klippa tískumynd- ir út úr tímaritum hennar. Móður hans þótti samkynhneigð hans ekkert tiltökumál frekar en að hann lét hár sitt vaxa og klæddist austurrískum búningum af því að enginn í Norður-Þýskalandi gerði það. „Ég var öðruvísi en aðrir og vildi vera öðruvísi,“ sagði hann ný- lega í viðtali í The Sunday Times og kvaðst hafa hatað skólann og ekkert þótt gaman að leika sér við önnur börn. „Ég vildi bara lesa, teikna, skrifa og læra tungumál,“ bætti hann við. Endurreisti Chanel Á sjöunda og áttunda ára- tugnum kom Lagerfeld til góða að vera ungur og vel með á nót- unum um þá hug- arfarsbreytingu sem orðið hafði hjá ungu fólki í Evr- ópu jafnt sem vestanhafs á sjö- unda og áttunda áratugnum. Ýms- um borgaralegum gildum var varp- að fyrir róða og hátískan varð í huga margra tákn broddborg- ara. Götutískan varð allsráðandi en Lagerfeldt tókst að snúa á þessi nýju gildi með því að innleiða hana í hátískuna. „Tískan speglar tíðarandann. Mér finnst gaman að horfa á heiminn og fylgjast með því sem er að gerast,“ sagði Lag- erfeld í fyrrgreindu viðtali. Eflaust hefur mesta áskor- un Lagerfelds á löngum ferli verið 1983 þegar hann varð listrænn stjórnandi Chanel, en merkið hafði verið í dauða- teygjunum frá því stofnand- inn, Coco Chanel, lést 1971. Hinar settlegu og frúarlegu Chanel-dragtir voru víð- frægar, en vandamálið var að konur vildu ekki endilega vera settlegar og frúarlegar á þessum tíma. Lagerfeld tók djarfmannlega til hendinni, léði drögtunum unggæðislegt yf- irbragð með því að stytta pilsin og jakkana sömuleiðis, þannig að þeir beruðu mittið, og gerði auk þess mikið úr Chanel-lógóinu, t.d. í stórum hálsfestum. Mörgum þótti breytingarnar groddalegar, nánast helgispjöll, en gagnrýnin var létt- væg fundin því Chanel-búðirnar lifnuðu við og peningarnir streymdu í kassann. Árið 1984 kom Karl Lagerfeld fram með tískulínu undir eigin nafni og hefur æ síðan kynnt tvær línur á ári auk þess að hanna ógrynnin öll; fatnað og annað, fyr- ir ýmis fyrirtæki, t.d. þýska postu- línsfyrirtækið Hutchenrehter. Einnig hefur hann hannað bún- inga fyrir kvikmyndir og leikhús í áranna rás og markaðssett ilm- vötn, slæður, gleraugu og fylgi- hluti í sínu nafni. Yfirborðslegasti maður heims? Engan bilbug er á honum að finna, enda maðurinn einarður mjög eins og kom í ljós 2001 þeg- ar hann fór í megrun og léttist um 42 kíló á rúmlega ári. Hann vildi nefnilega geta klæðst fötum hönn- uðum af Hedi Slimane, og þau eru, að hans sögn, aðeins fyrir þvengmjóa drengi. Tiltækið gat af sér bókina The Karl Lagerfeld Diet. Nema hvað! Síðustu árin hefur Lagerfeld helgað ljósmyndun æ meira af tíma sínum. Hann hefur haldið nokkrar ljósmyndasýningar og yf- irleitt fengið góða dóma. Lungann úr árinu býr hann í glæsiíbúð sinni á Signubökkum þar sem hann dregur upp tískulínur á morgnana við tónlist í einum þeirra hundraða iPod-tækja sem hann er sagður eiga í íbúðum og húsum sínu úti um allan heim. Þar er hann líka umlukin bókum enda segist hann vera „vitlaus í bæk- ur“, því hann vilji læra og vita um allt. „Ég er samt enginn gáfumað- ur og vil ekki vera í félagsskap slíkra. Ég er yfirborðslegasti mað- ur á jörðinni,“ sagði Karl Lag- erfeld, sem Time Magazine út- nefndi sem einn af eitt hundrað áhrifamestu mönnum heims á síð- asta ári. Reuters Skapar peninga Karl Lagerfeld með 5 evru mynt sem hann hannaði til að minnast 125 ára fæðingarafmælis Gabrielle „Coco“ Chanel. Enginn bilbugur á Karli keisara
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.