Morgunblaðið - 04.01.2009, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 04.01.2009, Blaðsíða 46
46 Dagbók MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4. JANÚAR 2009 Sudoku Frumstig 4 5 8 2 9 7 4 5 6 3 7 1 4 9 7 5 3 4 7 2 6 8 5 3 4 6 7 5 4 7 8 3 1 8 2 5 7 6 5 8 1 3 6 2 9 3 8 5 1 6 5 1 3 7 2 1 4 5 8 9 3 6 6 9 1 4 2 7 6 2 8 9 3 5 8 6 1 7 1 6 5 2 5 9 8 2 4 1 8 6 7 1 5 7 3 5 6 4 2 5 4 7 1 7 3 6 9 8 5 2 4 2 4 5 7 3 1 6 9 8 6 9 8 2 4 5 3 7 1 7 8 4 5 2 3 1 6 9 3 1 6 9 8 7 4 5 2 9 5 2 1 6 4 8 3 7 8 2 9 4 5 6 7 1 3 4 6 1 3 7 2 9 8 5 5 3 7 8 1 9 2 4 6 8 3 9 5 2 6 7 4 1 1 6 7 8 9 4 5 3 2 4 2 5 7 1 3 6 9 8 6 5 1 2 8 9 4 7 3 2 9 3 1 4 7 8 5 6 7 8 4 3 6 5 1 2 9 9 4 8 6 5 2 3 1 7 3 1 2 4 7 8 9 6 5 5 7 6 9 3 1 2 8 4 4 6 7 5 8 1 9 3 2 8 1 5 9 2 3 7 6 4 2 9 3 4 7 6 5 1 8 6 5 9 3 4 2 1 8 7 3 8 1 7 9 5 2 4 6 7 4 2 1 6 8 3 5 9 9 3 6 8 5 7 4 2 1 5 7 8 2 1 4 6 9 3 1 2 4 6 3 9 8 7 5 Efsta stigMiðstig Lausn síðustu sudoku Þrautin felst í því að fylla út í reitina þannig að í hverjum 3x3-reit birtist tölurnar 1-9. Það verður að gerast þannig að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt birti einnig tölurnar 1-9 og aldrei má tvítaka neina tölu í röðinni. Lausn síðustu Sudoki. Í dag er sunnudagur 4. janúar, 4. dagur ársins 2009 Orð dagsins: Biðjið og yður mun gef- ast, leitið og þér munuð finna, knýið á, og fyrir yður mun upplokið verða. (Matt. 7, 7.) Víkverji er ekki mikill sjónvarps-aðdáandi og hefur í mörg ár ekki verið með sjónvarp. En nú er Víkverji fluttur á nýjan stað og þá var tekin ákvörðun um að hafa sjónvarp til taks og rúlla því fram í stofu þegar mikið liggur við. Og mikið lá við á gaml- ársdag því að þá var ekki aðeins Ára- mótaskaupið á dagskrá heldur líka fréttaannálarnir og áramótaávarpið, að ógleymdri Kryddsíldinni, sem var að vísu í styttra lagi! x x x Að þessu sinni horfði Víkverji áskaupið í góðum og jákvæðum félagsskap. Hann veit sem er að fé- lagsskapurinn er mikilvægastur, enda horfði Víkverji einu sinni á skaupið með neikvæðum en annars ágætum vinum sínum. Þá var hneykslast á öllum atriðum og sjald- an brosað, hvað þá hlegið. Víkverji hitti síðan vinkonu sína og meðan hann sjálfur fussaði og sveiaði, dásamaði vinkonan skaupið og hló sig máttlausa yfir að Davíð Oddsson skyldi hafa leikið sjálfan sig, en það atriði vakti mesta hneykslan í ára- mótaveislu Víkverja. Víkverji heldur þó að það sé ekki aðeins félagsskapnum að þakka hversu ánægður hann var með skaup- ið að þessu sinni. Af nógu var að taka til að gera grín að og Víkverji var einkar ánægður með einfalda um- gjörð og hárbeitta ádeilu. Sér- staklega hafði Víkverji gaman af bullfréttunum sem létu álíka und- arlega í eyrum og viðskiptafréttir hafa alltaf gert. Leit konunnar í stór- markaðnum að þvottaefni var líka hlægileg og Víkverja þótti sem þar væri þjáningarsystir hans á ferð. Vík- verji er nefnilega blaðamaður og hef- ur síðustu mánuði þurft að sætta sig við miklu færri svör en spurningar. x x x Víkverji var líka glaður að sjá nýjaleikara spreyta sig á gömlum pólitíkusum. Reyndar segir það mest um íslenskt þjóðfélag að þegar Vík- verji er orðinn þreyttur á að horfa á sömu karlana leika sömu karlana sé eina tilbreytingin sú að skipt er um leikarana. Gömlu pólitíkusarnir eru enn á sjónarsviðinu. víkverji@mbl.is Víkverjiskrifar Krossgáta Lárétt | 1 tág, 8 sælu, 9 tómið, 10 elska, 11 hljóð- færið, 13 peningar, 15 endurtekningar, 18 kjáni, 21 ótta, 22 ákveð- in, 23 guð, 24 dæma- laust. Lóðrétt | 2 óviljandi, 3 sleifin, 4 áma, 5 grefur, 6 þvættingur, 7 kvenfugl, 12 þræta, 14 reyfi, 15 skert, 16 örlög, 17 fugls, 18 hagnað, 19 nið- urbældur hlátur, 20 vit- laus. Lausn síðustu krossgátu Lárétt: 1 firra, 4 gafls, 7 óvild, 8 raupa, 9 agn, 11 skil, 13 hiti, 14 ógæfa, 15 húnn, 17 farg, 20 þak, 22 ansar, 23 runni, 24 afræð, 25 koðna. Lóðrétt: 1 flóns, 2 reipi, 3 alda, 4 görn, 5 fauti, 6 Skaði, 10 græða, 12 lón, 13 haf, 15 hvata, 16 nusar, 18 annað, 19 geipa, 20 þráð, 21 krók. 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16 SKÁK Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is 1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. Rf3 b6 4. g3 Ba6 5. b3 Bb4+ 6. Bd2 Be7 7. Rc3 0-0 8. Hc1 d5 9. cxd5 exd5 10. Bg2 Bb7 11. 0-0 Rbd7 12. Dc2 He8 13. Hfd1 c6 14. Re1 Rf8 15. Bg5 Re6 16. Bxf6 Bxf6 17. e3 a5 18. Rd3 Be7 19. Hb1 Ba3 20. b4 axb4 21. Rxb4 De7 22. Db3 Ha7 23. Rc2 b5 Staðan kom upp á heimsbikarmóti FIDE sem lauk fyrir skömmu í Elista í Rússlandi. Rússneski stórmeistarinn Alexander Grischuk (2.719) hafði hvítt gegn Peter Leko (2.747) frá Ungverja- landi. 24. Bxd5! cxd5 25. Rxb5 hvítur vinnur nú óhjákvæmilega manninn til baka og verður þá tveim peðum yfir. Svartur afréð í framhaldinu að fórna hrók til að fá mótspil á kóngsvæng en það dugði skammt: 25. …Ha6 26. Rbxa3 Bc8 27. Rb4 Rg5 28. Rxa6 De4 29. Db5 Hf8 30. Rc5 Df3 31. Kf1 Rh3 32. Hd2 Dh1+ 33. Ke2 Dxh2 34. Kd3 Rxf2+ 35. Kc3 Dxg3 36. De2 Rg4 37. Hf1 Dc7 38. Kb2 Da5 39. Rb3 og svartur gafst upp. Hvítur á leik. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is Ófullkomnar reglur. Norður ♠D62 ♥KG10872 ♦10 ♣D109 Vestur Austur ♠1098 ♠ÁKG43 ♥6 ♥2 ♦ÁG976 ♦543 ♣K852 ♣7643 Suður ♠75 ♥ÁD954 ♦KD82 ♣ÁG Suður spilar 4♥. Það er erfitt að búa til fullkomnar reglur. Flestir eru sammála um ágæti þess að spila út háu frá tvíspili og ofan af röðum. En einstaka sinnum getur vafist fyrir makker að sjá muninn. Í spilinu að ofan kemur vestur út með ♠10 og fær að eiga slaginn. Hann spil- ar níunni næst og austur lendir inni. Austur hefur engin tök á því að sjá hvort makker hafi byrjað með tvílit eða þrílit og hlýtur því að spila spaða í þriðja sinn. Sem reynist afdrifaríkt. Sagnhafi trompar, tekur hjarta einu sinni, spilar ♦10 úr borði og lætur hana rúlla! Vestur á slaginn á gosann og er illa endaspilaður. Hann prófar lítinn tígul, en suður fær á áttuna og tromp- svínar síðan fyrir ásinn. Tvö lauf blinds fara þannig niður í tígul. Lauf í þriðja slag hefði auðvitað bjargað vörninni. (21. mars - 19. apríl)  Hrútur Þú átt svo auðvelt með að hrífa fólk með þér. Allt á sér sinn stað og sína stund. Taktu þér samt tíma til þess að íhuga stöðu þína í tilverunni. (20. apríl - 20. maí)  Naut Auðvitað er enginn vandi að missa móðinn, en það er samt alger óþarfi. Farðu varlega hvort sem þú ert á gangi eða í umferðinni. (21. maí - 20. júní)  Tvíburar Það er einhver sem er að þrýsta á þig og vill fá þig til að gera hlut sem þér er þvert um geð. Reyndu að láta ekkert trufla þig við að framkvæma hana. (21. júní - 22. júlí)  Krabbi Reyndu að hafa stjórn á hlutunum þótt að þér sé sótt úr mörgum áttum. Er þú reynir að róa hugann finnst þér þú endurnærast. (23. júlí - 22. ágúst)  Ljón Þú hefur miklar fjáröflunarhug- myndir í dag og eirðarleysi og sjálfstæð- isþrá munu láta að sér kveða. Það sem þú getur gert án mikillar áreynslu, gæti reynt mikið á einhvern annan. (23. ágúst - 22. sept.)  Meyja Þetta er góður dagur til að njóta samvista við vini þína. Haltu ímyndunar- aflinu gangandi, það er þín sterkasta hlið í augnablikinu. Himinn og jörð eru ekki að farast. (23. sept. - 22. okt.)  Vog Stundum getur eitthvað sem sagt er reynt verulega á vináttuna. Gaumgæfið alla möguleika og reynið að forðast alla óþarfa áhættu. (23. okt. - 21. nóv.) Sporðdreki Þú þarft að taka þig saman í andlitinu og einbeita þér að því sem fyrir liggur. Ekki láta aðra letja þig í nýrri tekjuöflun. (22. nóv. - 21. des.) Bogmaður Það er gaman þegar vel geng- ur og þú átt að njóta meðbyrsins því eng- inn hefur fært þér hann nema þú sjálfur. (22. des. - 19. janúar) Steingeit Svo virðist sem steingeitin njóti ekki nægrar leiðsagnar, upplýsinga eða úrræða en hún á ekki að láta það á sig fá. Eigðu þín leyndarmál. (20. jan. - 18. febr.) Vatnsberi Í dag er ekki rétti tíminn til þess að leita sátta í fjölskyldunni, við yf- irmanneskjuna eða foreldra. Skrifaðu þær niður til frekari umhugsunar. Kynntu þér því málavöxtu. (19. feb. - 20. mars) Fiskar Þú ert ómótstæðilega heillandi - og ómögulegt að spilla þínu góða skapi. Mundu að ekki er allt sem sýnist. Stjörnuspá 4. janúar 1891 Konráð Gíslason málfræð- ingur lést, 82 ára. Hann var einn Fjölnismanna og braut- ryðjandi í íslenskri orðabók- argerð. Sigurður Nordal pró- fessor sagði: „Það sem Jónas Hallgrímsson hefur skrifað og Konráð samþykkt, það kalla ég íslensku.“ 4. janúar 1917 Ríkisstjórn Jóns Magnússonar tók við völdum, en þetta var fyrsta íslenska ráðuneytið. Aðrir ráðherrar voru Sig- urður Jónsson og Björn Krist- jánsson. Sigurður Eggerz kom í stað Björns í ágúst 1917. Stjórnin sat til 25. febrúar 1920 en þá myndaði Jón aðra stjórn. 4. janúar 1984 Stórviðri með snjókomu olli miklum samgönguerfiðleikum á höfuðborgarsvæðinu og víð- ar. Fjöldi fólks lenti í hrakn- ingum. „Annasamasti dagur í starfi lögreglunnar í Reykja- vík. Öngþveiti skapaðist, öll umferð nánast stöðvaðist, skólastarf féll niður og at- vinnulíf lamaðist,“ sagði í Morgunblaðinu. 4. janúar 1989 Stórbruni varð að Réttarhálsi 2 í Reykjavík þar sem Gúmmí- vinnustofan hf. og önnur fyr- irtæki voru til húsa. Tjónið nam á fimmta hundrað millj- ónum króna og var hið mesta á seinni árum. 4. janúar 1994 Samið var við Bandaríkja- menn um samdrátt í rekstri varnarliðsins á Keflavík- urflugvelli. Orrustuþotum af gerðinni F 15 fækkaði úr tólf í fjórar og lokað var hlust- unarstöð og miðunarstöð. Hermönnum átti að fækka í áföngum um 380. Dagar Íslands | Jónas Ragnarsson. Þetta gerðist… „Sex ára gömul dóttir mín hefur rætt um að færa mér morgunmat í rúmið,“ segir afmælisbarn dags- ins, Einar Mar Þórðarson stjórnmálafræðingur, sem fyllir 35 ár í dag. „Ég hef eiginlega ekki hald- ið upp á afmælið mitt af alvöru síðan ég varð tví- tugur en þá leigði ég sjálfstæðishúsið á Seltjarn- arnesi, fékk hina stórgóðu hljómsveit Nesvini til að leika fyrir dansi og bauð næstum öllum í 5. og 6. bekk MR,“ segir Einar Mar og áætlar að þá hafi um 200 manns mætt til veislu. Einar deilir afmælisdegi með bróður sínum en veislurnar voru oft í smærri kantinum, enda að af- loknum miklum hátíðarhöldum. „Það voru smákökuafgangar á borð- um og kannski lítið pylsupartí fyrir nánustu vini. Svo voru flestar búð- ir auðvitað lokaðar og gjafirnar komu því stundum frá bensín- stöðvununum,“ rifjar Einar Mar upp en hann deilir þeim kalda veruleika með öðrum afmælisbörnum jólaviknanna að hafa oft fengið einn pakka í stað tveggja. „En 17 ára afmælið vó mjög upp á móti þessu því að þá var ég fyrstur til að fá bílpróf,“ segir Einar Mar og á von á því að bjóða vinum og vandamönnum í kaffi í dag. Líklega verða smákökuafgangar á borðum. Einar Mar Þórðarson 35 ára Smákökuafgangar á borðum Nýirborgarar Reykjavík Elsa fæddist 30. september kl. 16.11. Hún vó 4.465 g og var 53 cm löng. Foreldrar hennar eru Rakel Þor- bergsdóttir og Ragnar Santos. Stokkhólmur Símon Ragnar Love fæddist 19. júlí kl. 7.23. Hann vó 16 merkur og var 53 cm langur. Foreldrar hans eru Camilla Mirja Björns- dóttir og Pontus Degsell. Reykjavík Hafdís Birta fæddist 2. ágúst kl. 04.38. Hún vó 3.950 g og var 52,5 sm löng. Foreldrar henn- ar eru Björn Ragnar Lár- usson og Una Ólöf Gylfa- dóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.