Morgunblaðið - 11.03.2009, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 11.03.2009, Blaðsíða 18
18 FréttirVIÐSKIPTI/ATVINNULÍF MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. MARS 2009 www.veggfodur.is FRÉTTASKÝRING Eftir Þorbjörn Þórðarson thorbjorn@mbl.is MIKIL óánægja er innan herbúða Straums með þá ákvörðun Fjármála- eftirlitsins að taka bankann yfir. Ákvörðun FME kom eins og þruma úr heiðskíru lofti, að sögn þeirra starfsmanna bankans sem Morg- unblaðið hefur rætt við. Óánægja erlendra kröfuhafa fé- lagsins er mikil og var mikið hringt í höfuðstöðvar Straums á mánudag þar sem erlendir viðskiptamenn bankans lýstu vonbrigðum sínum og reiði vegna yfirtökunnar. Með þessari aðgerð væri verið að mismuna kröfu- höfum, enn eina ferðina, með því að vernda hagsmuni íslenskra innstæðu- eigenda á kostnað annarra kröfuhafa. Eins og málið liggur fyrir stjórn- endum og eigendum Straums var það mat stjórnvalda að tryggja hagsmuni Íbúðalánasjóðs og lífeyrissjóðanna og annarra sem áttu stór innlán í bank- anum, fremur en að leyfa Straumi að fara í greiðslustöðvun og freista þess að halda starfsemi áfram, samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins. Dótturfélögin starfa áfram Lítil sem engin virkni er í höfuð- stöðvum Straums við Borgartún, sárafáir starfsmenn eru við störf og bankinn getur ekki tekið á sig skuld- bindingar í augnablikinu. Dótturfélög bankans erlendis eru sjálfstæðar lög- persónur sem halda áfram starfsemi. T.d. sérhæfði fjárfestingarbankinn Stamford Partners í Lundúnum og Wood & Company í Prag, en Straum- ur á helmings hlut í báðum félögum. Auk þess má nefna finnska bankann EQ, sem er að fullu í eigu Straums, en öll þessi fyrirtæki hafa traustan hóp viðskiptavina. Þó liggur fyrir að orð- stír þessara félaga hefur skaðast mik- ið vegna yfirtöku FME á Straumi. Teathers í Lundúnum, sem er nafn yfir starfsemi Straums í Bretlandi og er til húsa í sama húsi og Stamford Partners, er ekki starfandi sem stendur. Þegar FME tók yfir vald stjórnar og hluthafafundar Straums tók það í reynd yfir stjórn dótturfélaga bank- ans. Hins vegar bendir ekkert til þess að FME muni hlutast til um breyt- ingar á stjórnum dótturfélaganna. Segja að kröfuhöfum sé mismunað eina ferðina enn  Kröfuhafar lýsa vonbrigðum með yfirtöku  Dótturfélög Straums starfa áfram Í HNOTSKURN »Um 600 manns störfuðuhjá Straumi Burðarási þegar bankinn var tekinn yfir af FME, þar af 113 hér á landi. »Kauphöll Íslands tókhlutabréf Straums Burð- aráss úr viðskiptum í lok við- skipta í gær í ljósi aðgerða Fjármálaeftirlitsins. »Ekkert liggur fyrir umannað en að helstu lyk- ilstarfsmenn Straums verði áfram við störf og skilanefnd bankans innan handar. Willi- am Fall mun jafnframt verða skilanefndinni innan handar. ÞETTA HELST ... ● ÚRVALSVÍSITALA Kauphallarinnar, ICEXI6, lækkaði um 0,99% í gær og var lokagildi hennar 584,81 stig. Eft- ir daginn í gær verður Straumur Burð- arás tekinn út úr vísitölunni, en Fær- eyjabanki kemur inn í hana í staðinn. Bréf Marels hækkuðu um 1,13% í gær, en Bakkavör lækkaði um 4,42% og Össur um 2,80%. bjarni@mbl.is Færeyskur banki í Úr- valsvísitöluna ● ALLS eru 283 bandarísk fyr- irtæki sem eru skráð á markað á barmi gjaldþrots, þar á meðal mörg þekkt fyrirtæki, segir í nýrri skýrslu alþjóðlega mats- fyrirtækisins Moo- dy’s. Má þar nefna fyrirtæki eins og bílaframleiðendurna General Motors og Chrysler auk Eastman Ko- dak og móðurfélags American Airl- ines, AMR Corp. FL Group var á sín- um tíma stór hluthafi í AMR. Moody’s telur að mörg þeirra fyr- irtækja sem lækkað hefur verið mat á undanfarið eigi eftir að fara í þrot á næstu mánuðum. guna@mbl.is Á þriðja hundrað fyr- irtækja í vanda Flug AMR á í mikl- um erfiðleikum. ● HAGNAÐUR HB Granda á síðasta ári nam rúmum 16 milljónum evra, en á gengi dagsins í dag þýð- ir það að hagn- aðurinn hafi num- ið um 2,3 milljörðum króna. Árið 2007 nam hagnaður fyrirtæk- isins 20,5 milljónum evra. Athygli vekur hins vegar að hagnaður fyrir skatta árið 2008 nam rúmum fimm milljónum evra en árið 2007 var hagnaður fyrir skatta 25,4 milljónir evra. HB Grandi birtir nú uppgjör sitt í fyrsta sinn í evrum. Í tilkynningu segir að slíkt uppgjör gefi betri mynd af afkomu og stöðu félagsins en uppgjör í íslenskum krónum, þar sem stærstur hluti tekna sé í evrum, sem og stór hluti gjalda. Þá hafi evr- an mest vægi í samsetningu eigna og skulda og þar með eigin fé. Heildareignir félagsins námu 296 milljónum evra í lok árs 2008. Í árs- lok nam eigið fé 125 milljónum. Eig- infjárhlutfall var því 42%, en var 35% í lok árs 2007. Heildarskuld félags- ins var 171 milljón evra í árslok 2008. bjarni@mbl.is HB Grandi skilar 2,3 milljarða hagnaði tryggingafélagsins Føroyar sagði á fundinum að stjórnendur félagsins hefðu nú þegar rætt við eigendur Sjóvár, VÍS og Tryggingamiðstöðv- arinnar. Vonir standi til að nið- urstöður um hvort kaup á einhverju þeirra komi til greina muni vænt- anlega liggja fyrir eigi síðar en í næsta mánuði. Heen greindi frá því að stjórn tryggingafélagins hefði tekið ákvörðun um það í lok febrúar, að Eftir Grétar Júníus Guðmundsson gretar@mbl.is TRYGGINGAFÉLAGIÐ Føroyar vill helst kaupa Sjóvá, VÍS eða Tryggingamiðstöðina. Gangi það ekki eftir ætlar félagið að stofna nýtt tryggingafélag eða opna útibú hér á landi. Þetta kom fram á fréttamannafundi í gær. Edvard Heen, framkvæmdastjóri kanna möguleikann á því að koma inn á íslenskan tryggingamarkað. Það hefði hins vegar verið í athug- un hjá félaginu allt frá ársbyrjun 2007, en veruleg hreyfing hefði komist á málið í ágúst í fyrra. Sagði hann að ástæða þess að félagið hefði ákveðið að snúa sér til Íslands væri meðal annars sú, að sam- félögin tvö væru á margan hátt lík. Ísland hentaði því vel fyrir félagið til að það ætti möguleika á að vaxa. Þá skipti einnig máli að Ísland væri eina landið sem Færeyingar hefðu gert fríverslunarsamning við. Tryggingafélagið Føroyar er með hátt í 80% markaðshlutdeild í tjónatryggingum í Færeyjum. Vilja kaupa íslenskt félag Tryggingafélagið Føroyar ætlar að hefja starfsemi hér Morgunblaðið/RAX Kynning Edward Heen, framkvæmdastjóri tryggingafélagsins Føroya, og Kristina Háfoss, sölu- og markaðsstjóri, kynntu áform félagsins í gær. ÁKVEÐIÐ var á aðalfundi Marels í gær að greiða ekki út arð til hluthafa fyrir árið 2008. Tap fyrirtækisins á síðasta ári nam um 8,4 milljónum evra, eða um 1,2 milljörðum ís- lenskra króna. Stjórn félagsins var endurkjörin á aðalfundinum og verð- ur Árni Oddur Þórðarson áfram for- maður stjórnar. Þá var ákveðið að lækka laun stjórnarmanna um 20% að meðaltali. Fær stjórnarformaður nú um 560.000 krónur á mánuði og stjórnarmenn um 335.000 krónur. Í ávarpi sínu á fundinum sagði Árni Oddur að eftir þrjár umtals- verðar yfirtökur undanfarin misseri væri áhersla í auknum mæli lögð á innri vöxt. Benti hann því til stuðn- ings á að rekstrarhagnaður hefði aukist um 25% frá árinu á undan. Sagði hann að Marel hefði ekki farið varhluta af þeim hremmingum sem skekja nú hagkerfi heimsins, en gripið hefði verið til aðgerða til að hagræða í rekstri og draga úr kostn- aði. Hörður Arnarson forstjóri sagði matvælaiðnaðinn betur til þess fall- inn að lifa af yfirstandandi kreppu og að henni lokinni mætti búast við tölu- verðum vexti hjá Marel. bjarni@mbl.is Marel greiðir ekki arð Morgunblaðið/Ómar Aðalfundur Hörður Arnarson, forstjóri Marels, og Árni Oddur Þórðarson, stjórnarformaður fyrirtækisins, hlýddu á ávarp Össurar Skarphéðinssonar iðnaðarráðherra á aðalfundi félagsins, sem haldinn var í gær. Laun stjórnar lækka um 20% BÆÐI Íslands- banki og skila- nefnd Glitnis gera at- hugasemdir við yfirlýsingu Stef- áns H. Hilm- arssonar, aðstoð- arforstjóra Baugs, og Gunn- ars Sigurðs- sonar forstjóra í tengslum við beiðni félagsins um framlengingu greiðslustöðvunar. Stefán og Gunnar sendu frá sér yf- irlýsingu í gær þar sem þeir hafna staðhæfingum um að þeir hafi blekkt kröfuhafa eða lagt fram vill- andi upplýsingar. Í yfirlýsingu Ís- landsbanka segir að sé það vilji for- svarsmanna Baugs að taka af allan vafa um fjárhagsstöðu félagsins sé þeim í lófa lagið að veita almenn- ingi aðgang að gögnum sem lögð voru fyrir héraðsdóm á mánudag. „Við erum ekki mótfallnir því. Ég sé hins vegar ekki neinn tilgang með því enda varasamt að birta mikið magn af gögnum nema þau séu skýrð rétt út,“ segir Stefán. Úr- skurður um áframhaldandi greiðslustöðvun Baugs verður kveðinn upp í dag. thorbjorn@mbl.is Hvetja Baug til að birta gögn Stefán H. Hilmarsson Stjórnendur hafna ásök- unum um blekkingar                                            

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.