Morgunblaðið - 01.05.2009, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 01.05.2009, Blaðsíða 26
26 Minningar MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. MAÍ 2009 Einar Kristmunds- son ✝ Einar Krist-mundsson fædd- ist í Rauðbarðaholti í Hvammsveit í Dala- sýslu 4. desember 1920. Hann andaðist á dvalarheimilinu Silf- urtúni í Búðardal 5. apríl 2009 og fór útför hans fram frá Hvammskirkju í Dölum 15. apríl. Meira: mbl.is/minningar Guðrún Ólafsdóttir ✝ Guðrún Ólafs-dóttir fæddist á Hesti í Hestfirði 24. september 1917. Hún lést á Hrafnistu í Reykjavík 13. febrúar 2009 og fór útför hennar fram frá Garðakirkju á Álftanesi 27. febr- úar.Meira: mbl.is/minningar Gísli G. Ísleifsson ✝ Gísli Guð-mundur Ísleifs- son hæstarétt- arlögmaður fæddist í Reykjavík 18. maí 1926. Hann lést á Kumbaravogi 13. mars 2009. For- eldrar hans voru Ísleifur Árnason prófessor frá Geitaskarði í Langadal og Soffía Gísladóttir Johnsen, stór- kaupmanns og athafnamanns frá Vestmannaeyjum. Guðmundarnafn Gísla er í höfuðið á „Muggi“ hinum dáða listamanni og var vitjað í draumi. Systkini Gísla voru Hildur Sólveig og Ásdís, sem báðar eru látnar og Árni. Gísli kvæntist ungur að árum, Ragnhildi Guðrúnu Finnbjörnsdóttur málarameistara frá Ísafirði og eru börn þeirra Ísleifur flugvirki, Finn- björn kerfisfræðingur, og Sigríður skrifstofumaður. Gísli og Ragnhildur skildu. Síðari kona Gísla var Fjóla Karls- dóttir. Börn þeirra eru Örn Tryggvi vélvirki, Karl blikksmiður, Sigurður Kolbeinn iðnrekstrarfræðingur og Guðrún Helga verslunarmaður. Gísli og Fjóla skildu. Gísli ólst upp í föð- urhúsum og fetaði í fótspor föður síns og gerðist lögfræðingur og um síðir hæstaréttarlögmaður. Starfaði Gísli um alllangt skeið á lögmanns- stofu Ágústs Fjeldsted og Benedikts Sigurjónssonar og varð það hans hlutskipti að verja landhelgisbrjótana. Gísli fór til Montreal í Kanada og lærði „flugmálarétt“ og starfaði svo að því loknu hjá Flugmálastjórn. Hann rak einnig um tíma eigin stofu. Í lokin vann hjá Verðlagsstofnun. Útför Gísla fór fram í kyrrþey. Elín Guðnadóttir ✝ Elín Guðnadóttirfæddist 14. októ- ber 1950 í Reykjavík. Hún lést á Sjúkrahús- inu á Selfossi 8. apríl síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Guðni Jónsson prófessor frá Gamla-Hrauni í Stokkseyrarhreppi, f. 22. júlí 1901, d. 4. mars 1974, og kona hans Sigríður Hjördís Einarsdóttir hús- móðir frá Miðdal í Mosfellssveit, f. 28. ágúst 1910, d. 18. júlí 1979. Systkin El- ínar eru Einar, f. 13. apríl 1939, d. 20. desember 2005, kvæntur Súsönnu Möller, f. 7. sept. 1943, þau skildu; Bergur, f. 29. sept. 1941, kvæntur Hjör- dísi Böðvarsdóttur, f. 22. júní 1944, og Jónína Margrét, f. 17. mars 1946, gift Sveini Snæland, f. 2. mars 1944. Systk- in Elínar, samfeðra, og börn fyrri konu Guðna, Jónínu Margrétar Pálsdóttur, f. 4. apríl 1906, d. 2. okt. 1936, eru Gerð- ur, f. 4. mars 1926, gift Halldóri Ar- inbjarnar, f. 4. sept. 1926, d. 4. júní 1982; Jón, f. 31. maí 1927, d. 25. janúar 2002, kvæntur Sigrúnu Guðmunds- dóttur, f. 7. des. 1930, d. 25. sept. 2008; Bjarni, f. 3. sept. 1928, kvæntur Önnu Guðrúnu Tryggvadóttur, f. 14. júní 1927; Þóra, f. 17. feb. 1931, gift Baldri H. Aspar, f. 8. des. 1927, og Margrét, f. 30. nóv. 1932, d. 13. maí 1952. Elín ólst upp í Hlíðunum í Reykjavík, yngsta barnið í stórum systkinahópi. Hún gekk í Hlíðaskóla og síðar lands- prófsdeild Gagnfræðaskólans við Von- arstræti. Þegar á unglingsárum fór að bera á þeim sjúkdómi sem hrjáði hana það sem eftir var ævinnar og gerði að verkum að hún dvaldi lengst af ævinnar á Kleppsspítala og öðrum stofnunum fyrir geðsjúka. Þar kynntist hún ástvini sínum og unnusta til margra ára, Brynj- ólfi Brynjólfssyni. Fyrir nokkrum árum fluttust þau saman að Kumbaravogi við Stokkseyri og áttu þar nokkur góð ár við gott atlæti og umönnun frábærs starfsfólks. Elín missti unnusta sinn fyr- ir þremur árum. Útför Elínar fór fram frá Fossvogs- kapellu 21. apríl, í kyrrþey. Minningar á mbl.is Steinsmiðjan MOSAIK Hamarshöfða 4 • 110 Reykjavík • sími 587 1960 • www.mosaik.is MIKIÐ ÚRVAL AF LEGSTEINUM OG FYLGIHLUTUM Sendum myndalista ✝ Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför ástkærs föður okkar, tengda- föður og afa, GUÐMUNDAR JÖRGENSSONAR. Sérstakir þakkir til starfsfólks V2 á elliheimilinu Grund fyrir góða umönnun. Jóhanna Guðmundsdóttir, Anna Jórunn Guðmundsdóttir, Stefán Örn Unnarsson, Guðmundur Guðmundsson, Vigdís Guðmundsdóttir, Júlíus Ólafsson og barnabörn. ✝ Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar elskulegrar móður okkar, SIGRÍÐAR ÁGÚSTSDÓTTUR frá Geiteyjarströnd, Mývatnssveit. Fjölskylda hinnar látnu. ✝ Þökkum öllum þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför SIGURÐAR RÍKHARÐS STEFÁNSSONAR frá Siglufirði. Stuðningur ykkar er okkur ómetanlegur. Ólöf Áslaug Kristjánsdóttir, Hákon Heimir Sigurðsson, Alda Pétursdóttir, Birgir Agnar Sigurðsson, Rakel, Brynjar og Kristófer. ✝ Elsku móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, MARGRÉT HERDÍS THORODDSEN, Sólheimum 25, Reykjavík, lést á Landspítalanum við Hringbraut aðfaranótt sumardagsins fyrsta, 23. apríl. Útförin fer fram frá Langholtskirkju mánudaginn 4. maí kl. 15:00. María Louisa Einarsdóttir, Hannes Sveinbjörnsson, Egill Þórir Einarsson, Hlaðgerður Bjartmarsdóttir, Þórunn Sigríður Einarsdóttir, Halldór Árnason, Sigurður Thoroddsen Einarsson, Jórunn Erla Sigurjónsdóttir, Margrét Herdís Einarsdóttir, barnabörn, makar þeirra og barnabarnabörn. ✝ Hjartans þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur hlýhug og samúð við andlát og útför okkar ástkæru eiginkonu, móður, tengdamóður, ömmu og langömmu, GUÐRÚNAR BJÖRNSDÓTTUR, Lágholti 19a, Stykkishólmi. Sérstakar þakkir til lækna og starfsfólks St. Franciskusspítala. Sveinn A. Davíðsson, Birna Sveinsdóttir, Árni Árnason, Sesselja Sveinsdóttir, Sigurður Kristinsson, Hilmar Sveinsson, Pála Annalísa Vilhjálmsdóttir, Davíð Sveinsson, Anna María Rafnsdóttir, Vignir Sveinsson, Hera Sveinsdóttir, Haukur Lárus Hauksson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Kær frændi okkar, SIGURSVEINN INGIBERGSSON, Hraunbæ 103, er látinn. Jarðarförin verður auglýst síðar. Systkinabörn. ✝ Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar elskulegrar eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, MARGRÉTAR ODDSDÓTTUR, Ásvegi 31, Akureyri, Sérstakar þakkir til lyfjadeildar Sjúkrahúss Akureyrar fyrir kærleiksríka umönnun. Jón E. Aspar, Sigríður Oddný Jónsdóttir, Skúli Magnússon, Halldór Jónsson, Margrét Skúladóttir, Bragi Thoroddsen, Magnús Ágúst Skúlason, Emelía Valey Magnúsdóttir. ✝ Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, RAGNAR HERMANNSSON frá Flatey á Skjálfanda, til heimilis að Hvammi, Húsavík, lést að morgni 29. apríl á Heilbrigðisstofnun Þingeyinga, Húsavík. Jarðarförin verður auglýst síðar. Sigrún Ragnarsdóttir, Gestur Gunnarsson, Helga Ragnarsdóttir, Kristinn Hrólfsson, Hermann Ragnarsson, Dómhildur Antonsdóttir, Erla Ragnarsdóttir, Ómar Ingimundarson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, mágur, afi og langafi, INGVAR ANDRÉS STEINGRÍMSSON frá Eyjólfsstöðum, Vatnsdal, Mýrarbraut 33, Blönduósi, lést sunnudaginn 12. apríl. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug. Sérstakar þakkir til starfsfólks Heilbrigðisstofnunarinnar á Blönduósi fyrir góða umönnun. Aðalheiður Ingvarsdóttir, Björn Magnússon, Jenný Th. Ingvarsdóttir, Steingrímur Ingvarsson, Halldóra Á. Heyden Gestsdóttir, Bjarni Ingvarsson, Aðalbjörg J. Finnbogadóttir, Jóhanna Bjarnadóttir, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.