Morgunblaðið - 01.05.2009, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 01.05.2009, Blaðsíða 31
Menning 31FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. MAÍ 2009 MIKIÐ verður um að vera í Kaffistofu eða nemendagalleríi myndlistarnema við Listahá- skóla Íslands í kvöld þegar list- nemar stofna fríríkið Kevidíu sem opnar dyr sínar aðeins þetta eina kvöld. Í Kevidíu lifa allir sem kóngar, þar ráða allir jafn miklu og gleðin er alltaf við völd. Í Kevidíu er ekki bara nammidagur á laugardögum og þar er ávallt gott veður. All- ir þekktir gjaldmiðlar eru verðlausir í Kevidíu en með því að gefa af sjálfum sér má græða ýmislegt. Viðburðurinn hefst stundvíslega kl. 20 á Hverf- isgötu 42b. Allir eru velkomnir og allir geta tekið þátt í því að móta ríkið. Myndlist Fríríkið Kevidía stofnað Ævintýr? Skjald- armerki Kevidíu. Í KVÖLD kl. 20 munu lista- mennirnir Ylva Westerlund, Runo Lagomarsino og Olivia Plender kryfja hugmyndir sín- ar og velta upp marglaga spurningum varðandi sýn- inguna Notes from The Living Dead Museum sem verður opnuð í Nýlistasafninu á morg- un kl. 15. Sýningin stendur í óákveðinn tíma fram á sumar í bland við aðra viðburði, uppá- komur og skrásetningu safneignar í Nýlistasafn- inu. Áhugasömum er bent á viðamikla heimasíðu safnsins: www.nylo.is. Safnið er á Laugavegi 26 og er gengið inn Grettisgötumegin. Opið er alla daga nema sunnudaga frá kl. 10-17. Myndlist Spurningum velt í Nýlistasafninu Nýló Verkin verða brotin til mergjar. HALDIÐ verður á Vopnafirði í dag sameiginlegt málþing Kaupvangs, menningar- og fræðaseturs á Vopnafirði og ReykjavíkurAkademíunnar í dag. Um allt land er vaxandi áhugi á fræðum og menningu og byggðarlög eru að vakna til vitundar um þau verðmæti sem leynast í eigin ranni og aka- demískir fræðimenn sýna þeim vaxandi áhuga, eins og segir tilkynningu. ReykjavíkurAkademían hefur unnið markvisst að því undanfarin ár að efla með sam- vinnuverkefnum fræðastarf um land allt. Mál- þingið er liður í þeirri viðleitni að auka þá sam- vinnu. Málþingið er öllum opið og hefst kl.12. Málþing Verðmætin í menningunni Þátttakandi Guð- jón Friðriksson. Eftir Einar Fal Ingólfsson efi@mbl.is „DAGSKRÁIN verður í sérstöku andrúmlofti Vatnasafnsins, þar sem birtan leikur um glersúlurnar með vatninu í,“ segir James Lingwood, forstöðumaður bresku liststofnunar- innar Artangel sem kom að stofnun Vatnasafns í Stykkishólmi. Lingwo- od er að tala um árlega vorhátíð safnsins sem verður í kvöld. Þá kveður gestahöfundurinn Anne Car- son með upplestri, tónlistarmenn koma við sögu, og Óskar Árni Ósk- arsson sem tekur við af Carson. „Öllum sem vilja sækja okkur heim er boðið, dagskráin er til- tölulega óformleg og afslöppuð. Það má líta á þetta sem eins konar uppskeruhátíð, leið til að deila því sem Anne Carson og samstarfsfólk hennar hefur ræktað meðan á dvöl hennar hefur staðið.“ Carson er þriðji rithöfundurinn sem er á launum í Vatnasafni; áður hafa Guðrún Eva Mínervudóttir og Rebecca Solnit verið þar við skriftir. „Þetta eru allt framúrskarandi höfundar og sýna vel hvers konar gæði við viljum að Vatnasafn standi fyrir,“ segir Lingwood. „Það er vel búið að þessum höfundum og þeir eru beðnir um að einbeita sér að sín- um verkum og njóta aðstæðnanna og aðbúnaðarins í Stykkishólmi. Við opnun Vatnsafns vitnaði ég í Virginiu Woolf sem sagði að það sem kvenhöfundar þyrftu á að halda, og þetta á við um karla líka, væru ein- hverjir peningar og sérherbergi. Þessir höfundar fá hvort tveggja.“ Hefur ekki hvolft Lingwood flytur fyrirlestur á mánudaginn klukkan 17.00, í ráð- stefnusal Kaupþings í Borgartúni 17. Þar mun hann meðal annars fjalla um Artangel, starfsemi sam- takanna og fjármögnun menningar- verkefna. Meðal stærri verkefna Ar- tangel, auk Vatnasafns, er fjármögnun hins víðfræga verkefnis Rachel Whiteread, House, Seizure eftir Roger Hiorns, og innsetningar eftir Steve McQueen og Matthew Barney. Artangel veltir, að sögn Lingwoods milli einni og tveimur milljónum punda árlega. „Fjármögnum Artangel er blanda af stuðningi ríkisins, stuðningi einkageirans og alþjóðleg sam- starfsverkefni. Í augnablikinu er stuðningur ríkisins óbreyttur, fram- lög einkageirans nokkuð stöðug – við verðum að leggja harðar að okk- ur við að ná í féð! – en alþjóðlegu verkefnin byggjast á þeim að- stæðum sem samstarfsaðilar okkar eru í. Það er viðkvæmasti þátturinn. En þetta eru erfiðir tímar. Við verðum að finna leiðina um þennan úfna sjó. Sem betur fer hefur okkur ekki hvolft,“ segir hann. Menningin er aflvaki Lingwood segir menningarlífið standa í ágætum blóma í Englandi, þrátt fyrir umrót á mörkuðum. „Aðsókn á alla menningar- viðburði, á söfn og á tónleika er mjög góð. Við höfum áhyggjur af því hvort vera kunni af óveðrið sé enn ekki skollið á af fullum krafti. Við vitum ekki hvort, eða hver áhrifin verða þá á menningarstarfsemi. Það má færa góð rök fyrir því að menning og listir hafi ekki komið okkur ofan í þessa holu, en hins veg- ar er ég sannfærður um að menning og listir geta átt stóran þátt í að koma okkur úr henni! Þá verður að viðhalda fjárfesting- unni sem sett er í þetta svið þjóðlífs- ins. Fé sem hið opinbera setur í list- sköpun af öllu tagi er afar mikilvæg fjárfesting þessa dagana. Menningin er einn aðalaflvaki samfélagsins.“ Menningin til bjargar James Lingwood, forstöðumaður Artangel-stofnunarinnar, er sannfærður um að menning og listir geti átt þátt í að koma samfélögum upp úr efnahagslægðinni Morgunblaðið/Einar Falur Uppskeruhátíð Í kvöld er dagskrá í Vatnasafni sem hýsir verk Roni Horn, sem er hér með James Lingwood, stjórnanda liststofnunarinnar Artangel. LISTMÁLARARNIR Tryggvi Ólafsson og Daði Guðbjörnsson opna sýningar í Gallerí Fold við Rauðarárstíg í dag klukkan 15.00. „Þetta er í fyrsta sinn sem ég hef prófað að vera málari hér á Íslandi,“ segir Tryggvi sem flutti heim frá Danmörku 67 ára gamall en þangað flutti hann 21 árs. Hann sýnir 20 málverk frá síðustu þremur árum. „Nú get ég málað á minni litlu vinnustofu hér,“ segir hann. „Að mála hefur með vellíðan að gera. Ég get ekki málað á hlaupum. Í nýja hreiðrinu mínu er hægt að matbúa og hlusta á músík – og mála. Ég kom heim þegar allir þessir vitleysingar voru búnir að velta bönkunum. Þegar ég fór til Danmerkur voru fyrirmyndirnar menn sem voru að yrkja og tóku í nefið. Á síðustu árum voru fyr- irmyndirnar gangsterar sem þóttust kunna betur að fara með peninga en allir aðrir í heiminum.“ Tryggvi hristir höfuðið. „Svo kemur í ljós að þetta voru vitleysingar. Það er alltaf talað niður til okk- ar listamanna, eins og við kunnum ekkert. En ég er ekki kominn á hausinn ennþá! Ég gat keypt mér íbúð, skuldlausa – og mála þar.“ Daði sýnir ný olíumálverk í Hliðarsal Gallerís Foldar. Ísland án tára kallar Daði sýninguna en myndirnar eru allar málaðar á síðustu mánuðum. „Það er kannski ekki ástæða til bjartsýni en þessi efnisheimur er tóm blekking, þannig að þótt fólk leggist í neikvæðni þá sé ég ekki ástæðu til að vera þeim samferða,“ segir Daði. „Ég kýs að halda mínu striki. Jarðlífið er alltof stutt til að njóta þess ekki. Ég reyni að auka jákvæðnina í heiminum með því að mála jákvæðar myndir. Nógu margir eru í einhverju öðru.“ Halda sínu striki Málararnir Daði Guðbjörnsson og Tryggvi Ólafs- son halda ótrauðir áfram þótt stofnanir nötri. Tryggvi Ólafsson og Daði Guðbjörnsson sýna ný verk DAGSKRÁ verður í Vatnasafni í Stykkishólmi í kvöld klukkan 20.00, þar sem haldið verður upp á upphaf þriðja sumars safnsins sem hýsir verk listakonunnar Roni Horn. Kanadíska skáldkonan Anne Carson, sem hefur verið starfandi gestahöfundur í Vatnasafni síð- ustu mánuði, les í fyrsta sinn úr sonnettusveig sem hún hefur unn- ið að meðan á dvölinni hefur stað- ið og er tileinkaður Horn; You Can Cage A Swallow Can’t You But You Can’t Swallow A Cage Can You. Sambýlismaður Carson, Robert Currie, kemur að flutningnum, og einnig tónlistarfólkið Ólöf Arnalds og Kjartan Sveinsson. Þá les Óskar Árni Óskarsson, sem er að taka við sem starfandi höfundur í Vatnasafni, úr verkum sínum og þýðingar Gyrðis Elías- sonar á ljóðum eftir Carson. Allir eru velkomnir í Vatnasafn og að- gangur er ókeypis. Carson, Ólöf, Kjartan og Óskar Árni Einfaldlega leið til að uppgötva þá orku sem býr innra með okkur öllum 34 » Enn sem stundum áðursannaðist á sinfóníutón-leikunum á föstudaghvernig aðsókn getur verið í öfugu hlutfalli við gæði – jafnt verkavals sem flutnings. Há- tíðarforleikur Dmitris Sjostakovitsj frá 1954 er borinn uppi af sérlega orkuríku pjátri og var hressilegur áheyrnar að sama skapi. Undarlegt til þess að hugsa að hann skyldi fyrst fluttur hér 40 árum síðar eða 1994. Sömuleiðis var sláandi hvað sveitin var komin í mikið banastuð nánast frá fyrsta takti, ólíkt því sem algengt er – jafnvel þótt þrautþjálfaðir at- vinnumenn eigi ekki að þurfa undangengna upp- hitun eins og tíðkast með söng- kórum. Hvernig sem á því stóð, þá small Hátíðarforleikur Sjostako- vitsjar (1954) manni í vit þegar í blábyrjun líkt og einhver hefði æpt „Gas! Gas!“ Ekki sízt þökk sé smellandi sam- taka lúðra- blæstri, er hefði sómt sér með glæsibrag í breiðtjaldsvestra frá Hollywood. Kankvís c-moll konsert sovézka meistarans fyrir píanó, fylgitrom- pet og strengi frá 1933 virkar stundum eins og sýruð skrumskæl- ing á hárómantík. Hann er ekki verri fyrir það, og á sínar skáldlegu hliðar þrátt fyrir íbyggið grín og glens. Hinn ungi Cédric Tiberghien lék snotvakurt við fágaðan tromp- etmótleik Eiríks Arnar Pálssonar í fullkomnu jafnvægi við strengja- sveitina, og tók Tiberghien síðan tvö vesturrúmensk þjóðlög Bélu Bartóks að eldheitu uppklappi. Rússneska melódíkin hélt áfram að flæða óheft eftir hlé, nú í 5. sin- fóníu Tsjækovskíjs frá 1888. Þótt sú Fjórða („Litlarússneska“) sé persónulega í meira uppáhaldi (og t.a.m. lausari við fullmörgu fjór- tekningar Fimmunnar á smáhend- ingum), býður verkið samt upp á ríkulega möguleika í túlkun. Ru- mon Gamba nýtti sér flest í hörgul, með áberandi meiri ljóðrænni yf- irvegun en hann hefur stundum átt til á hægum stöðum. Snerpan hélzt samt neistandi fjörug á sprækari augnablikum, með allt upp í fjað- urhá „Lenny leaps“ á la Bernstein þegar sá gállinn var á stjórnand- anum. Enda var túlkunin í hvílíkum toppflokki að verðskuldaði hiklaust 24 tíma vaktavinnu við að koma framtíðarkonserthúsinu upp sem snarast, hvað sem öllu kreppunið- urtali líður. Eftir foráttubrimseyga lófatakinu að dæma voru áheyr- endur á sama máli. Kvöld hinna lið- ugu lúðra Háskólabíó Sinfóníutónleikar bbbbb Sjostakovitsj: Hátíðarforleikur í A Op. 96; Píanókonsert nr. 1 Op. 35. Tsjækovs- kíj: Sinfónía nr. 6 í e Op. 64. Cédric Ti- berghien píanó; Sinfóníuhljómsveit Ís- lands. Stjórnandi: Rumon Gamba. Föstudaginn 24. apríl kl. 20.30. RÍKARÐUR Ö. PÁLSSON TÓNLIST Tónskáld Sjostakovitsj Hljómsveitarstjór- inn Rumon Gamba

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.