Morgunblaðið - 13.06.2009, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 13.06.2009, Blaðsíða 1
Eftir Björgvin Guðmundsson bjorgvin@mbl.is ÁGÚST Guðmundsson, forstjóri Bakkavarar, segir unnið að því að greina hagkvæmni þess að reisa nýja verksmiðju félagsins á Íslandi. Nið- urstaða eigi að liggja fyrir seint í sum- ar og segir hann forsendur benda til þess að fjárfesting á Íslandi sé hag- kvæm. Gangi það eftir gætu skapast 500 til 750 ný störf við verksmiðjuna. Ágúst hefur kynnt þessar fyrirætl- anir fyrir fjármálaráðherra en segir stjórnvöld ekki koma með formlegum hætti að undirbúningi málsins. Nú starfrækir Bakkavör 63 verk- smiðjur í tíu löndum með tæplega tuttugu þúsund starfsmönnum. For- stjórinn segir starfsemina mannafls- freka og verksmiðjurnar þurfa að framleiða fyrir tólf til fimmtán millj- arða króna á ári til að bera sig. „Við hugsum þetta á viðskiptaleg- um forsendum en auðvitað berum við taugar til landsins og viljum reyna að styðja við bakið á þeirri uppbyggingu sem hér er framundan,“ segir Ágúst. Hugmyndin er að verksmiðjan framleiði tilbúna frosna rétti. „Við sjáum tækifæri í að nýta okkur ná- lægðina við hafið og afurðir þess, ódýra orku og samkeppnishæft vinnuafl,“ segir Ágúst. Veiking krón- unnar geri framleiðsluna ódýrari því tekjurnar séu í erlendum gjaldeyri. Hann segir útrásina hafa fengið á sig óorð. „Ég held að það sé mikil- vægt að hafa í huga að alþjóðleg fyr- irtæki í eigu Íslendinga geta skilað miklu til þjóðarbúsins. Við munum ekki komast út úr þessari kreppu og það verður ekkert byggt upp á Íslandi nema Íslendingar verði í útrás,“ segir Ágúst og nefnir félög eins og Marel og Össur sem dæmi. Verksmiðja Bakkavarar gæti skapað 750 ný störf  Forstjóri Bakkavarar áhugasamur um að fullvinna frosna tilbúna rétti á Íslandi  Vill fullvinna sjávarafurðir | 23 L A U G A R D A G U R 1 3. J Ú N Í 2 0 0 9 STOFNAÐ 1913 158. tölublað 97. árgangur Landsprent ehf. MBL.IS Morgunblaðið hvar sem er hvenær sem er 95 ára mbl.is «NÝTT DANSVERK ERNU ÓMARSDÓTTUR OFSAFENGIN OG FRELSANDI UPPLIFUN «ERLA ÁSGEIRSDÓTTIR MEÐ HUGANN VIÐ SKÍÐI Í JÚNÍ DONALD Feen- ey, sem í janúar 1993 gerði tilraun til að ræna tveim- ur börnum frá Ís- landi, er grun- aður um aðild að morði á Banda- ríkjamanni, en hann fannst stunginn til bana innan „Græna svæðisins“ í Bagdad í Írak. Málið hefur vakið mikla at- hygli, m.a. vegna þess að það eru yf- irvöld dómsmála í Írak sem hnepptu Feeney og fjóra aðra bandaríska þegna í varðhald fyrir morðið. James Kitterman fannst látinn í bíl í miðborg Bagdad 22. maí sl. Hann hafði verið stunginn til bana og var bundinn á höndum og fótum. Kitterman var sextugur Texasbúi og eigandi verktakafyrirtækis sem starfar í Írak. Feeney starfar fyrir verktakafyr- irtækið Corporate Training Unlimi- ted, en fyrirtækið tók að sér 1993 að ræna tveimur stúlkum frá Íslandi. Feeney var þá stöðvaður í Leifsstöð og sat eitt ár í fangelsi. | 4 Donald Feeney grunaður um morð í Írak Stunginn til bana Donald Feeney UMFERÐIN á Vesturlandsvegi við Kjalarnes gekk hægt á meðan á mót- mælastöðu íbúanna þar stóð síðdegis í gær. Með mótmælastöðunni lögðu þeir áherslu á kröfur sínar um bætt umferðaröryggi. Langar raðir bíla mynduðust á tímabili, allt inn í botn Kollafjarðar, samkvæmt lögreglu. | 4 ÍBÚAR KJALARNESS EFNDU TIL MÓTMÆLA Morgunblaðið/Eggert  FUGLATALNING Umhverfis- stofnunar leiðir í ljós að innan við 20 æðarhreiður eru í Dyrhólaey, ekkert kríuvarp og enginn sílamáv- ur. Talningin, sem gerð var á mánudag, þykir gefa tilefni til að kanna möguleika á að banna alfarið umferð hunda í eynni. Þá telja skýrsluhöfundar stofnunarinnar að æskilegt sé að til framtíðar verði umferð um eyna stjórnað til að hafa áhrif á varp. Æðarvarp sé við- kvæmt fyrir umferð um varptím- ann og því megi lítið út af bregða til að neikvæðra áhrifa gæti. »22 Lélegt varp í Dyrhólaey kallar á aukið eftirlit  EKKI er útlit fyrir holskeflu skólafólks á at- vinnuleysisskrá í sumar, eins og óttast var í vor. Aðeins 700 náms- menn hafa sótt um atvinnuleys- isbætur sem greiða á út 1. júlí, en það er aðeins um tíundi hluti þess sem reiknað var með. Vegna óvissunnar í þjóð- félaginu virðast atvinnurekendur hafa ráðið mun seinna í sumarstörf en venjulega. Enn er verið að ráða í afleysingar. »2 Úr rættist með vinnu hjá mörgum nemendum  HÁTT í 140 af 150 stofnfjáreig- endum í Sparisjóði Svarfdæla standa margir hverjir illa eftir að hafa tekið erlend lán til að fjár- magna stofnfjáraukningu um sam- tals 500 milljónir króna. Sveinn Jónsson, fyrrverandi for- maður stjórnar sjóðsins, segir eldra fólk í hópi þeirra sem glími við skuldirnar. „Ég skildi aldrei þörf- ina fyrir þessa miklu stofnfjáraukn- ingu í sjóðnum og það var eins og menn hafi trúað því að virði stofn- bréfa myndi endalaust aukast.“ » 6 Eldra fólk í vanda eftir stofnfjáraukningu Spænski prófessorinn dr. Fernando Rodríguez Lafuente var staddur hér á landi á dögunum. Helgi Snær Sigurðsson ræddi við þennan rit- stjóra hinnar spænsku Lesbókar sem nefnist ABCD. LESBÓK Gluggað í hina spænsku Lesbók Gerður Steinþórsdóttir fjallar um Englendinginn William Lord Watts sem kom hingað til lands í þriðja sinn árið 1875 til að ferðast fyrstur yfir Vatnajökul. Nýjar upplýsingar hafa komið í ljós um örlög Watts. Ferðasaga Watts frá Vatnajökli Róttæk stjórnmál í samtímanum er yfirskrift fyrirlestrar sem belgíski stjórnmálaheimspekingurinn Chan- tal Mouffe heldur hér á landi í dag. Egill Agnarsson ræddi við Mouffe af því tilefni. Róttæk stjórnmál samtímans

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.