Morgunblaðið - 05.07.2009, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 05.07.2009, Blaðsíða 10
10 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5. JÚLÍ 2009 TAX FREE AF ÖLLU FÚAVÖRÐU TIMBRI FYRIR SÓLPALLINN gildir til 8. júlí TAX FREE ! 4 DAGAR EFTIR PALLAEFNI Helgi Sigurðsson, fyrrverandi lög-fræðingur Nýja Kaupþings, sem kvaddi bankann í síðustu viku og fékk þakkir fyrir vel unnin störf, skrifaði grein í Fréttablaðið í gær. Þar útskýrir Helgi einkum þann gjörning stjórnar gamla Kaupþings að fella niður persónulegar ábyrgðir starfsmanna bankans á lánum sem þeir höfðu tekið fyrir kaupum á hlutabréfum í bankanum.     Í niðurlagi grein-arinnar segir Helgi: „Síendur- tekin skrif um lán til starfsmanna Kaupþings og upplýsingar úr skýrslum ýmissa skoðunarnefnda sem vinna að rann- sókn á falli fjármálakerfisins vekja grunsemdir um að verið sé að dreifa athygli frá því sem máli skiptir. Ís- lenskir skattgreiðendur þurfa ekki að velta því fyrir sér hvort þeir þurfi að greiða 350 eða 700 milljarða vegna innstæðueigenda Kaupþings og skattgreiðendur þurfa ekki held- ur að hafa áhyggjur af að greiða tapið af verðbréfalánum Kaupþings, það féll því miður á lánveitendur bankans.“     Helgi segir að af einhverjumástæðum hafi „þessi skipulagða lekastarfsemi nær eingöngu snúið að Kaupþingi“ og krefst þess að komið verði tafarlaust í veg fyrir frekari leka.     Það er kannski skiljanlegt að þeim,sem tóku þátt í ákvörðunum um að fella niður milljarða ábyrgðir stjórnenda og lykilstarfsmanna í Kaupþingi, finnist að upplýsingar um málið komi almenningi ekki við.     Og vissulega eru upphæðirnarekki þær sömu og t.d. í Icesave- málinu. En það, hvernig ábyrgðir á lánum sumra viðskiptavina Kaup- þings voru felldar niður en annarra ekki, skiptir klárlega máli. Upplýs- ingar um það mál eiga erindi við al- menning. Kemur ykkur ekki við Jón Daníelsson, prófessor í hagfræði við London School of Economics skrifaði afar sannfærandi og athyglisverða grein hér í miðopnu Morgunblaðsins sl. þriðjudag, undir fyrirsögninni Þennan samning verður að fella. Jón var vitanlega að vísa til Ice- save-samningsins sem nú er til umfjöllunar á Al- þingi. Mér finnst rökstuðningur Jóns fyrir því að Al- þingi verði að fella samninginn mjög sannfærandi. Hann bendir á að vitanlega geti Íslendingar ekki hlaupist undan ábyrgð, en ábyrgðin sé ekki ein- vörðungu okkar. „Veruleg brotalöm var á eftirlits- kerfi Evrópusambandsins og Fjármálaeftirlit Bretlands og hollenski seðlabankinn sinntu ekki eftirlitshlutverki sínu sem skyldi,“ sagði í grein Jóns. Við eigum því alls ekki að hafna samningaleið- inni, heldur þessum vonda samningi og endur- semja. Við því geta hvorki Bretar né Hollendingar amast. Þjóðin á einfaldlega ekki að sætta sig við þann skuldaklafa sem núverandi ríkisstjórn er tilbúin að binda hana á. Í þeim hluta greinar Jóns sem fjallar um galla Ice- save-samningsins segir m.a.: „Samningurinn samsvarar því, miðað við höfðatölu, að Bretar samþykktu 700 millj- arða punda og Banda- ríkjamenn 5,6 trilljónir dollara.“ Með því að líta á skuldbind- ingar okk- ar í þessu samhengi, sést glöggt hversu galinn þessi samningur er í raun og veru. Hann er til þess fallinn að binda okkur í skuldafjötra í óþolandi langan tíma, líka börnin okkar og barnabörnin. Steingrímur J., er það þetta sem við ætlum að bjóða þeim upp á, sem eiga að erfa landið? Hart var deilt á fjármálaráðherra vegna Ice- save-samkomulagsins og ríkisábyrgðarinnar á borgarafundi í Iðnó á mánudagskvöldið síðasta. Fundargestir stóðu úti þar sem húsfyllir var. Mik- ill hiti var í fólki og beindust öll spjót að Steingrími J. Sigfússyni, fjármálaráðherra. Steingrímur brýndi fyrir fundargestum að Íslendingar mættu ekki gefast upp og sagði að samkomulagið sem náðst hefði við Hollendinga og Breta hefði verið skásti kosturinn. Ef samningurinn yrði ekki sam- þykktur færi hér „allt í klessu“. Vinur minn, Einar Már Guðmundsson, rithöf- undur, var fjármálaráðherra ekki sammála og hann bókstaflega tók flokksbróður sinn, Steingrím J. Sigfússon, í bakaríið. Einar Már sagði Steingrím J. kalla á alla að þrífa, þegar í raun hefðu það bara verið nokkrir óknyttapiltar sem rústað hefðu „al- menningssalerninu“. Þeir væru þó löngu sloppnir og þyrftu ekki að hafa neinar áhyggjur af hrein- gerningunum því Steingrímur J. og stjórn hans hefðu ráðið alla þjóðina til þess að þrífa. Ég held bara að Steingrímur J. hafi verið heima- skítsmát eftir þessa dembu frá flokksbróður sín- um. (Einar Már var í framboði fyrir VG í vor, eins skondið og það nú er!) Fyrr í vor lofaði Steingrímur J. því að niður- staðan í Icesave-samningnum yrði glæsileg. Hann bakkaði að vísu með glæsileikann mjög skömmu síðar úr pontu á Alþingi, en hann vill engu að síður halda því til streitu að við samþykkjum þá afar- kosti sem Svavar Gestsson og co. vilja bjóða þjóð- inni upp á. Jón Daníelsson lýkur hinni góðu grein sinni á þriðjudag með þessum orðum: „Best færi á því að fela samningagerðina bestu erlendu lögfræðingum sem völ er á, óumdeilanlegum sérfræðingum í slík- um samningum. Ríkisstjórnin myndi hafa yfirum- sjón með samningnum – hugsanlega í nánara sam- ráði við þingið en til þessa – en láta erlendu sérfræðingana að mestu ráða för. Slíkir aðilar þykja kannski dýrir, en lélegur samningur er mun dýrari fyrir þjóðina. Við höfum ekki efni á að láta íslenska áhugamenn semja við erlenda atvinnu- menn.“ Hvert orð Jóns er satt og rétt, að mínu mati, og hefði farið svo miklu betur á því, ef ríkisstjórnin hefði haft vit á því að hlusta á og fara eftir góðra manna ráðum þegar í upphafi. Vitanlega átti það að vera hverjum manni ljóst, hvort sem um var að ræða ráðherra í ríkisstjórn Geirs H. Haarde, ráðherra í 85 daga minni- hlutastjórn Jóhönnu Sigurðardóttur eða ráðherra í núverandi ríkisstjórn, að hagsmunirnir sem voru og eru í húfi fyrir hina ís- lensku þjóð, skattborg- ara nútíðar og framtíðar, eru af svo gígantískri stærðargráðu, að engir aðrir en afburða erlendir lögfræðingar, hoknir af reynslu, eiga að koma nálægt því að semja fyrir hönd íslensku þjóðarinnar. Afdank- aðir íslenskir póli- tíkusar, diplómatar og embættismenn mættu þess vegna vera á kaupi mín vegna, við að gera ekki neitt, svo fremi sem afburðamenn- irnir sæju um að landa betri Icesave- samningi – miklu betri, okkur öllum til hagsbóta. agnes@mbl.is Agnes segir… Steingrímur heimaskítsmát Rithöfundurinn Einar Már Guð- mundsson tók flokksbróður sinn í bakaríið og sagði að Steingrímur J. og stjórn hans hefðu ráðið alla þjóðina til þess að þrífa. Ráðherrann Steingrímur J. Sigfússon segir að ef Icesave- samningurinn verður ekki sam- þykktur, fari hér „allt í klessu.“ Svavar Gestsson Jón Daníelsson Byggt á upplýsingum frá Veðurstofu Íslands Veður víða um heim kl. 9.00 í gærmorgun að ísl. tíma °C Veður Reykjavík 13 rigning Lúxemborg 19 heiðskírt Algarve 21 heiðskírt Bolungarvík 9 alskýjað Brussel 17 heiðskírt Madríd 19 heiðskírt Akureyri 11 alskýjað Dublin 15 skýjað Barcelona 23 heiðskírt Egilsstaðir 9 alskýjað Glasgow 15 léttskýjað Mallorca 22 léttskýjað Kirkjubæjarkl. 13 alskýjað London 17 heiðskírt Róm 22 léttskýjað Nuuk 2 skýjað París 19 heiðskírt Aþena 27 léttskýjað Þórshöfn 14 léttskýjað Amsterdam 18 léttskýjað Winnipeg 12 léttskýjað Ósló 18 léttskýjað Hamborg 20 skýjað Montreal 19 alskýjað Kaupmannahöfn 22 léttskýjað Berlín 22 heiðskírt New York 21 skýjað Stokkhólmur 16 heiðskírt Vín 21 léttskýjað Chicago 19 skýjað Helsinki 12 heiðskírt Moskva 8 þoka Orlando 27 heiðskírt Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ STAKSTEINAR VEÐUR 5. júlí Fjara m Flóð m Fjara m Flóð m Fjara m Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 5.11 3,1 11.18 1,0 17.38 3,5 23.54 0,9 3:15 23:50 ÍSAFJÖRÐUR 1.22 0,7 7.08 1,7 13.18 0,7 19.37 2,1 2:18 24:57 SIGLUFJÖRÐUR 3.18 0,4 9.59 1,1 15.40 0,5 21.41 1,3 1:57 24:45 DJÚPIVOGUR 2.07 1,7 8.15 0,6 14.51 2,0 21.03 0,7 2:33 23:32 Sjávarhæð miðast við meðalstórstraumsfjöru Sjómælingar Íslands/Morgunblaðið Á mánudag og þriðjudag Austlæg átt, 3-10 m/s og bjart með köflum. Þó má búast við dálítilli þokusúld við austur- ströndina og á annesjum fyrir norðan og stöku skúrum suð- vestalands. Hiti 10 til 20 stig, hlýjast vestantil. Á miðvikudag, fimmtudag og föstudag Hæg breytileg átt eða hafgola, þurrt að mestu og víða bjart veður. Hiti 10 til 20 stig, hlýjast í innsveitum. VEÐRIÐ NÆSTU DAGA SPÁ KL. 12.00 Í DAG Austlæg átt, víða 5-10 m/s og dálítil rigning með köflum, en léttir til á N- og NA-landi. Hiti 12 til 23 stig, hlýjast fyrir norðan. , ,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.