Morgunblaðið - 05.07.2009, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 05.07.2009, Blaðsíða 56
SUNNUDAGUR 5. JÚLÍ 186. DAGUR ÁRSINS 2009 Heitast 23 °C | Kaldast 12 °C  Austlæg átt, víða 5- 10 m/s og dálítil rign- ing, en léttir til á N- og NA-landi. Hlýjast fyrir norðan. » 10 SKOÐANIR» Staksteinar: Kemur ykkur ekki við Forystugrein: Smæðin og reglu- verkið Pistill: Er hægt að elska útrásarvík- ing? Ljósvaki: Punktur af tvennum toga FÓLK» Jolie og Ford þénuðu mest allra. »55 Árni Matt dustaði rykið af plötu Matts Jones, The Black Path, og áttaði sig á því að hún væri meistaraverk. »49 TÓNLIST» Hin svarta slóð TÓNLIST» Komast Fjallabræður til Færeyja? »50 KVIKMYNDIR» Depp og Bale takast á í Public Enemies. »53 Sjávarfíflaveitinga- staður, frystikista fyrir lík til leigu og kirkja fyrir ávexti eru meðal efnis á Engrish.com. »49 Tungumála- örðugleikar VEFSÍÐA VIKUNNAR» reykjavíkreykjavík 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is 5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0 Morgunblaðið bíður eftir þér þegar þú vaknar á morgnana SPARIÐ HELMING MEÐ ÁSKRIFT Í LAUSASÖLU 395 ÁSKRIFT 3390 HELGARÁSKRIFT 2070 PDF Á MBL.IS 1950 VEÐUR» » VEÐUR mbl.is »MEST LESIÐ Á mbl.is 1. Lést í flugslysinu í Vopnafirði 2. Bíll í drætti fór þrjár veltur 3. Með soninn í „kerru“ 4. Birna beit skokkara FYRSTA heim- ildarmyndin í fullri lengd um íslensku efna- hagshamfarirnar verður frumsýnd hér á landi 6. október, sama dag og Geir H. Haarde flutti fræga ræðu sína um efnahagsástandið í fyrra. Mynd- in fer svo um öll Norðurlöndin og verður m.a. sýnd á þýsku sjón- varpsstöðvunum NDR og Arte. Myndin kallast Guð blessi Ísland og er eftir hinn mikilvirka heimild- armyndagerðarmann Helga Felix- son, en hann býr og starfar í Sví- þjóð. | 52 Helgi Felixson Guð blessi Ísland á Arte og NRD Eftir Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is „ÉG er ekki viss um að mínar stelpur vilji taka við þessu, enda er verslunin ekki slíkur gullkálfur að hægt sé að bú- ast við miklu. Maður hefur þraukað þetta gegnum tíðina. Ég hef ennþá mikla ánægju af starfinu og á meðan ein- hver vill líta inn þá verð ég með opið,“ segir Bjarni Har- aldsson, kaupmaður á Sauðárkróki, en verslunin sem Haraldur Júlíusson faðir hans stofnaði, fagnar um næstu helgi 90 ára afmæli sínu með pompi og prakt. Verslun H. Júlíussonar er nýlenduvöruverslun og krambúð af gamla skólanum, þar sem vörur eru enn að nokkru leyti afgreiddar yfir búðarborðið. Innréttingar í búðinni hafa að mestu staðið óbreyttar síðan á miðri síð- ustu öld og því kom það ekki á óvart að Byggðasafn Skag- firðinga tók upp samstarf við verslunina um varðveislu á munum sem tengjast hverfandi verslunarháttum. Allt í stíl hjá BP Einnig hefur verslunin verið með afgreiðslu og umboð fyrir Olís og áður BP, eða allt frá árinu 1930 þegar Bjarni fæddist. Margar skemmtilegar sögur eru til af kaup- manninum, sem þekktur er fyrir góðlátlegan húmor og einstaka lipurð í viðskiptum, líkt og faðir hans. Eitt sinn kom reiður viðskiptavinur inn í verslunina, sem hafði verið að þvo bíl sinn á planinu hjá Bjarna. Sagði hann þvottakústinn hárlausan og ónothæfan með öllu. Bjarni tók þá niður derhúfuna, strauk hendinni yfir beran skallann og sagði: „Allt í stíl hjá BP.“  Peningar eru ekki allt | 28-29 Krambúð á tíræðisaldri Nýlenduvöruverslun friðuð af byggðasafninu Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Kátur kaupmaður Bjarni Haraldsson léttur í lund á kontórnum, sem hefur tekið litlum breytingum gegnum tíðina. „MAÐUR fær ekkert upp í hend- urnar í fótbolta, þetta er vinna og aft- ur vinna ætli maður sér að ná langt. Maður kaupir þetta ekki í Hagkaup. Það er í raun sama hversu langt maður nær, það má aldrei slá slöku við. Þá kemur einhver annar og hirð- ir af manni stöðuna,“ segir Aron Ein- ar Gunnarsson, landsliðsmaður í knattspyrnu, sem leikur með Cov- entry City í B-deildinni í Englandi. Aron sló í gegn hjá félaginu í fyrra og var m.a. valinn leikmaður ársins af stuðningsmönnum þess. Hann á nú í viðræðum við Coventry um nýj- an þriggja ára samning og vonast til að niðurstaða fáist í það mál á næst- unni. Ferillinn rétt að byrja Aron stefnir leynt og ljóst að því að leika í ensku úrvalsdeildinni en segir ekkert liggja á enda er hann ekki nema tvítugur. „Ég held ég geti fullyrt að ég fari ekki í annað félag í B-deildinni. Fari ég frá Coventry verður það til félags í ensku úrvals- deildinni. Það er æðsta markmiðið sem ég hef sett mér og ég ætla að ná því. Mér liggur hins vegar ekkert á, ég er bara tvítugur og ferillinn rétt að byrja. Eiður Smári gerði þetta í þrepum. Skapaði sér fyrst nafn hjá Bolton í B-deildinni, fór þaðan til Chelsea og síðan Barcelona. Ég held að það sé óskynsamlegt að fara of snemma til þessara stóru liða. Þá á maður á hættu að týnast í varalið- inu,“ segir Aron. | 20 og 22 Vinna og aftur vinna  Maður kaupir þetta ekki í Hagkaup  Aron Einar Gunn- arsson í viðræðum við Coventry um þriggja ára samning Morgunblaðið/Eggert Vill lengra Aron Einar Gunnarsson stefnir á ensku úrvalsdeildina. LUNDAVARP í Vestmannaeyjum er um mánuði seinna á ferðinni en í venjulegu árferði og er búist við að þær pysjur sem komast á legg taki ekki fyrstu vængjatökin fyrr en um miðjan september. Ætisskortur undanfarin sumur hefur valdið því að pysjur hafa þroskast seint. Svo virðist sem lundinn þurfi að leita langt frá Eyjum til að komast í æti. Uppistaðan í fæði hans er marsíli en brestur hefur orðið í viðkomu þess undanfarin sumur í kringum Eyj- arnar. Í ljósi slæmrar stöðu lunda- stofnsins hefur veiðitími lunda ver- ið styttur í fimm daga. | 32 Varpkreppa hjá lundanum í Eyjum Skoðanir fólksins ’Fetum meðalveg hlutlægni ogsanngirni þegar við metum orð oggerðir síðustu ára og leggjum þanniggrunn að endurreisn. Sumstaðar fórumenn yfir strikið en það felur ekki í sér að reka beri alla sem komu að stjórnun og rekstri lífeyrissjóða. » 34 GUÐMUNDUR RAGNARSSON ’Því skora ég á ráðherra sam-göngumála, sem eflaust hefurfengið fréttir af mikilli umferð umhelgina á umræddum vegi, að takaþetta stórmál strax upp og setja í al- gjöran forgang. Við eigum það skilið að tvöföldun Suðurlandsvegar verði kláruð innan tveggja ára með góðum styrk okkar lífeyrissjóða. » 34 JÓN PÉTUR JÓNSSON ’Samræmd lokapróf eru eini sann-gjarni mælikvarðinn sem hægt erað nota þegar valið er inn í framhalds-skóla og þau eru mikilvæg til að haldauppi sömu námskröfum í öllum grunn- skólum landsins. » 35 BJÖRN BRYNJÚLFUR BJÖRNSSON SINDRI M. STEPHENSEN ’Ég vék sæti sem bæjarstjóri ogbæjarfulltrúi, því að mér þótti þaðrétt siðferðileg ákvörðun meðan á lög-reglurannsókn stendur. Ég vék ekkisæti út af neinu öðru. » 35 GUNNAR I. BIRGISSON ’Verið er að móta framtíðarstefnuHSS, þar á meðal nýtingu skurð-stofanna, en við teljum að það eigi aðnýta skurðstofur HSS fyrir þjónustu viðþá sem á Suðurnesjum búa. Sú vinna byggist á því að tryggð verði framtíð- arnotkun þeirra skurðstofa sem sjúkra- húsið hefur yfir að ráða í þágu Suð- urnesjamanna. » 35 SÓLVEIG ÞÓRÐARDÓTTIR EYJÓLFUR EYSTEINSSON ’Við getum ekki treyst því í blindniað fulltrúar okkar á þingi gætihagsmuna okkar. Valdi verður að fylgjaaðhald. Í frumvarpinu segir að 1/3þingmanna eða 10% kosningarbærra einstaklinga geti kallað eftir þjóðar- atkvæðagreiðslu. » 39 HERBERT SVEINBJÖRNSSON ’það er afar mikilvægt fyrir strætó-samgöngur á höfuðborgarsvæðinuog jafnvel suðvesturhorninu öllu aðleiðakerfið sé samræmt, gefin út einleiðabók, nýjar leiðir séu samræmdar þeim sem fyrir eru og hver leið nýtt sem best innan alls kerfisins og geti ek- ið milli sveitarfélaga þegar svo ber und- ir með kostnaðarþátttöku þeirra sveit- arfélaga sem leiðarinnar njóta. » 38 JÓRUNN FRÍMANNSDÓTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.