Nýtt kvennablað - 01.05.1952, Blaðsíða 4

Nýtt kvennablað - 01.05.1952, Blaðsíða 4
næringarefnafræða, — og allar hafa þær leitt í ljós mikilvægi hinnar óskemmdu, lijandi jurtafœfiu fyrir líf okkar og heilsu. Ganga sumir merkustu manneldis- fræðingar nútímans svo langt að telja, að aðalorsakir flestra hinna fjölþættu lirörnunarsjúkdóma, sem alls- staðar elta menninguna eins og skugginn, eigi sínar öflugustu rætur í rangsnúnu og ónáttúrlegu mataræði. í raun og veru sé því aðeins um eitt að gera fyrir þjóðirnar, ef þær vilja losna úr helgreipum heilsu- leysis og úrkynjunar, það, að snúa við af hinum breiða vegi hinna dauðu fæðuefna og leita milliliðalaust til hinnar lifandi faiSu. Einhver þekktasti og athyglisverðasti manneldis- fræðingur nútímans er vafalaust danski læknirinn, Kristine Nolfi. Eins og mörgum er ef til vill kunnugt stóð allmikill styr um hana fyrir nokkru í Danmörku. Stéttarhræður hennar þar áttu eitthvað bágt með að átta sig á kenningum hennar og lækningaaðferð, þegar hún, að því er virtist ómótmælanlega, hafði læknað sjálfa sig af krabbameini á háu stigi með hráu jurtafœ'Si einvörðungu. Árið 1945 stofnaði Krist- ine Nolfi heilsuhælið Humlegárden. Þar framfylgir hún sínum lækningaaðferðum og læknar sjúklingana fyrst og fremst með mataræðinu, sem er fersk eða lifandi. hrá jurtafœSa auk mjólkur og eggja. í bók sinni „Lifandi fœSa,“ sem fyrir ári síðan var þýdd á íslenzku, en nú hefur komið 7 sinnum út í Danmörku, segir Nolfi meðal annars frá því, hvern- ig hún sigraðist á sjúkdómi sínum, krabbameininu, sem hún hafði gengið með í fleiri ár. Þá segir hún frá Idumlegárden og því hrautryðjendastarfi, sem þar er unnið á sviði manneldis- og heilbrigðismála. Hinn undraverðri árangur, sem náðst hefur þar í bar- áttunni við ólíkustu sjúkdóma, gengur oft vissulega kraftaverki næist, og eru margar sjúkrasögur í bók- inni, sem staðfesta þetta. Auk alls þessa er bókin að mörgu leyti gagnmerk, Ijós og alþýðleg fræðibók í manneldis- og heilsufræðum. Vildi ég hvetja allar hús- freyjur og aðra, sem um þessi málefni hugsa, að eign- ast bessa ódýru og ágætu bók, því að af henni má vissulega nema merkilegan lærdóm. Auðvitað ætlast ég ekki til og geri alls ekki ráð fyrir að heilbrigt fólk fari almennt að haga lífi sínu og mataræði alveg eftir regl- um þeim, sem gilda á Humlegárden, forsmái t. d. alveg kjöt- og fiskmeti, hversu heilsusamlega sem það er framreitt og matreitt. En hinu held ég fram, að mik- inn fróðleik og merkilegar leiðbeiningar megi af bók- inni fá. Við lestur hennar hlýtur okkur meðal annars að verða ljósara en áður, að vel ræktaður garður með kartöflum og öðrum algengustu og auðræktuðustu matjurtunum okkar, svo sem rófum, gulrótum, græn- káli, hvítkáli, salati, spínati og hreðkum, getur ekki að- eins drýgt í búi og búri, heldur gelur hann einnig verið, ef'rétt er meðfarið og rétt neytt afurða hans, einhver ágætasti og ódýrasti hcilsuvörSur og heilsu- gjafi heimilisins. Jafnframt mættum við minnast þeirra sanninda að einnig úti í náttúrunni er ekki svo fátt hollra jurta, berja og blaða, þar á meðal blessað skarfakálið, sem líka er afar auðræktað í görðum og ætti því að skipa fastan sess í hverjum kálgarði. í gömlum sögnum og sögum er stundum getið um töfrafullan lækningamátt ýmissa undragrasa og fá- gætra græðijurta. Eftir að liafa lesið bók frú Nolfi hvarflaði mér í hug, að í þessu sem mörgu öðru liafi sagnir og æfintýr merkileg sannindi að geyma. 1 bók hennar er þetta meðal annars sagt um hvítlaukinn: „Vakni maður að morgni dags með nefrennsli eða hálsbólgu eða eymsli í hálsi — en það eru byrjunar- einkenni kvefs — þá er bezta ráðið að ganga með hvítlauksbita í munninum. Eftir hálfan eða heilan sólarhring er allt kvef á bak og burt, smitunarhætta um garð gengin og aðrar slæmar afleiðingar.“--------- „Við graftrarnöbbum í andliti er gott að nudda þá nokkrum sinnum á dag með sundurskornum hvítlauk. Vörtur læknast oft á sama hátt. Það dregur líka úr tannverk að hafa hvítlauk í munninum." I seinustu heimsstyrjöld var Hka farið að nola hvít- laukssmyrsl við sár. Vann |>rófessor Tokin við háskól- ann í Tomsk fyrst að rannsóknum og tilraunum á þessu sviði og notaði lauksmyrsl til að eyða bakterí- um. Seinasta styrjaldarárið voru þessi lauksmyrsl reynd við særða hermenn, sem voru sérstaklega illa farnir. Um árangurinn af því er þetta sagt í bók Nolfis: „Fyrstu áhrifin af lauksmyrslinu gerðu lækn- ana orðlausa af undrun. Sárin, sein höfðu verið ötuð vilsu og óhreinindum, skiptu þegar um lit — voru áður sjúklega grá, en fengu nú á sig ljósrauðan lit, svo að því var líkast sem sjá mætti blóðið með græði- magn sitt leika um sárið. Verkirnir hurfu samstutidis. Lauksmyrsl voru lögð við .sárin í annað sinn, og þá eyddust ígerðir og ódaunn. Eftir fimm daga fóru sár- in að gróa, nýjar frumur mynduðust og þroti hvarf.“ Nú á dögum eru kartöflur dagleg fæða allrar al- þýðu. En hverjir skyldu trúa því, að hráiar kartöflur — auðvitað etnar með hýðinu — sé einhver merki- legasta og hollasta fæðutegund sem hægt er að fá, að dómi frú Nolfi og fleiri manneldisfræðinga. Meðal annars segir Nolfi þetta um þær: Kartöflur eru all- auðugar að fjörefnum, einkum B og C fjörefnum. Þær innihalda þrisvar sinnum meira B-vitamín og 2— 3 sinnum meira C-vitamín en bananar., sem okkur Framh. á 12. síðu. 2 NÝTT KVENNABLAÐ

x

Nýtt kvennablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kvennablað
https://timarit.is/publication/767

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.