Nýtt kvennablað - 01.05.1952, Blaðsíða 15

Nýtt kvennablað - 01.05.1952, Blaðsíða 15
Svar frá Huldukarli til Huldu. Eg vil glæða braga bál beztu gæðin kanna. Þinna fræða fagurt mál fljótt þín kvæðin sanna. Stakan tengir sál við sál. Sorgar strengi slítur. Allt hún sprengir atom bál, er yfir mengi iþýtur. Til hiirna kvennanna frá Huldukarli. Ut eg ræ á óðsins mið þó andans finni veikleika. Ollum, sem að Ijá mér lið launa eg með kærleika. Meta kvenna mátt eg vil mærðar út á grundum, því að blíðan unaös yl eg finn helzt hjá sprundum. NAGLASÚPAN Fyrsta uppskrift malar, sem ég las með nokkurri at- hygli, þegar ég var barn, var sagan um naglasúpuna, sem karlinn brellni bauð kerlingunni nízku. Hann sagði, að eoð af einum nagla, með dálitlu salti, væri ágætur hversdagsréttur, en betri væri súpan ef bætt væri í hana dálitlu af grjónum, fáeinum rófum og nokkrum kjötbitum. Síðan hefur mér ofl dottið í hug, að karlinn hafi nkki verið eins fjarri sannleikanum og kann að virð- ast í fljótu bragði. Hann vissi, hvað hann söng, karl- inn sá. Einn af uppáhaldsréttunum hennar móður minnar var sem sé nokkurs konar naglasúpa, sem hún hreytti sí og æ með því að bæta einhverju í hana. Þessi dularfulla isúpa var búin til úr fisksevði. Móðir min Heygði aldrei góðu fisksoði, heldur nolaði það í marg- víslegar súpur. Hún lét í |fter bað grænmeti, sem hún hafið við hendina: — kartöflur, la>ik, tómötur, — Stundum skar hún þetta smátt og hafði súpuna tæra. En ekki var súpan lakari, þegar hún þrýsti grænmet- ínu gegnum sigti og gerði hana mátulega þykka með grænmetismaukinu og hrærði síðast ögn af smiöri í til smekkbætis. Stundum hrærði hún hveiti út í súpuna eða notaði grjón. Oft notaði hún- karrí, tómatamauk eða kapersber til smekkbætiis og auðvitað bjó hún líka til fisksúpuna, sem er algengust, með sveskjum og rús- inum, lárberjablöðum og heilum piparkornum. Stund- um blandaði hún soðið til helminga með mjólk og sleppti piparnum. Þó veit ég nú, að naglasúpan þessi getur verið enn fjölbreyttari. Á sumrum má nota ýms græn blöð í súp- una: spínat, njóla, graslauk, isteinselju, kjörvel, blóm- kálsleggi og rófukálsleggi, rifur úr fíflablöðum og ekki sízt yztu blöðin utan af salathöfuðum, sem þykja ekki nógu góð í salat, en eru ágæt á þennan hátt. Ef notuð eru blöð með sterku bragði eins og t. d. gras- laukur og fleiri jurtir, er bezt að binda þau í skúf og taka upp þegar súpan er soðin. Þá er gott að bæta hana ögn og skreyta með smáskornu grænmeti hráu, steinselju, karsa, ögn af hvönn eða öðrum grænum blöðum, agúrku eða tómötuisneiðum. Gott er einnig að liafa sneiðar af harðsoðnum eggjum í tærri súpu og ögn af þeyttum rjóma til að bæta þykkri súpur. Móðir mín sagði, að það væri mesti búhnykkur að geyma fisksoðið og notaði hún það oft eins og kjöt- soð í margs konar sósur. Ég man til þess, að hún bjó til beztu steikarsósu úr fisksoði, þegar það óhapp henti hana, að steikin brann. Þá er hleypt fisksoð engin fantafæða. I fiskhlaup má nota allskonar fisk ekki síður en laxinn, sem við fáum í stórveizlum. Nú vill svo vel til, að matarlímsduft fæst í búðunum, sem er svo auðvelt að fara með, að liver viðvaningur getur búið til alls konar hlaup úr því, svo að ég ráðlegg ykkur öllum, húsmæður góðar, að búa til fiskhlaup, til þess að bæta bónda yðar í munni. Þarna kom ég nefnilega að efninu. Mér er ekki grunlaust um að hús- bændunum verði heldur hlýrra til blaðsins, ef þeir yrðu þess varir að þeir hefðu sjálfir eitthvað gott af komu þess á heimilið. Flestir muna eftir matnum hennar mömmu sinnar og þykir hann alltaf beztur ... Konuefni. (MœðrablaSWJ

x

Nýtt kvennablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kvennablað
https://timarit.is/publication/767

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.