Nýtt kvennablað - 01.05.1954, Blaðsíða 7

Nýtt kvennablað - 01.05.1954, Blaðsíða 7
þá að halda áfram nótt með degi, svo að þær næðu í brúðkaupið. Þessi frábæra dugnaðarkona er 88 ára í dag. Hún er hætt heimilisstjórn og ferðalögum. — en orðstírr deyr aldrigi hveims sér góðan getr. Það var sagt um vaskan starfsmann: Hver verður til að taka við áf honum? Hver treystir sér af landsins vösku sonum? Nú leggjum við ekki á fjallvegi gangandi, eða tök- um barnahópa til fósturs, eða látum heimili okkar standa boðið og búið sem hressingarhæli fyrir ferða- langa. Nú eru það hótelin, sem taka við þeim. Barna- heimili reist fyrir börnin. Bílarnir og flugvélarnar til að ferðast í. Það er komin önnur öld. En húsfreyjurn- ar stóðu sannarlega við hlið manna sinn, meðan alda- mótaskáldin ortu sín síungu ljóð. Eftir að Ólöf missti sinn öðlingsmann, Guðmund Davíðsson, bjó hún með Einari syni sínum, eða var ráðskona fyrir hann, þar eð hann var ókvæntur. En flutti með honum til Reykjavíkur er hann brá búi. Hafði þá búið í 54 ár. Heilsan var oftast góð, nema hvað sjóndepra ásótti hana. Vorið 1952 fluttist hún svo á Elliheimilið Grund. Ef þjáningar ekki meina, væri æskilegt, að hún fyndi þann hug og þá aðdáun, sem við berum í brjósti til hennar fyrir afburða fram- komu í hvívetna. Sonur hennar, Einar Baldvin, reyndist henni stoð og stytta, þegar hallaði undan fæti og dagsljósið dapraðist. Börn Einars eldri á Hraunum, en alsystkini Ólafar eru: Guðmuudur, verzlunarstjóri á Siglufirði (dáinn), Páll, hæstaréttardómari, Jón, kaupmaður á Raufar- höfn (dáinn), Jórunn, ekkja Jóns Norðmanns, kaupm. á Akureyri, Sveinn, kaupmaður á Raufarhöfn, Bessi, sjómaður á Akureyri (dáinn), Helga, gift Árna Thor- steinssyni, tónskáldi. Hálfsystkini Ólafar. Börn Einars í síðara hjóna- bandi: Nikólína, gift í Ringköbing, Baldvin, forstjóri, Magna, búsett í Kaupmannahöfn. Frú Ólöf er eins og fyrr segir næst elzta barnið og elzt af systrunum, en þær eru þjóðkunnar hefðar- konur. Að Hraunum liggur ekki leiðin að svo stöddu, en til Ólafai; á Hraunum, hennar, sem bjó í dreyfbýlinu, flýgur hugurinn með árnaðaróskum og þökk. 12. apríl. — GuSrún Stejánsdóttir. Nokkur orö um uppeldismál Það mun ýmsum virðast það vera að bera í bakka- fullan lækinn að tala um uppeldismál. En uppeldi barna er það starf, sem sizt af öllu má kasta lil hönd- um. Flestir eru svo lánsamir að hafa umgengist börn einhvern hluta ævinnar þó að þeir hafi e t.v. ekki orðið þeirrar gæfu aðnjótandi að eignast börn sjálfir. Það er sagt, að uppeldið hvíli mest á herðum móðurinnar, og vissulega er það rétt. Það er mjög eðlilegt, að barnið hænist frekar að öðru foreldrinu og þá sérstak- lega að móðurinni, og þá er áríðandi að hún eigi traust þess. Hversu tómlegt er það ekki fyrir foreldr- ana að eiga ekki trúnaðartraust barna sinna? fvrir ut- an, hvað það er skaðlegt fyrir börnin. Heyrum við mæðurnar ekki oft 5 ára telpuna okkar spyrja sem svo: „Er ekki Lóa ljót?“ Þessi spurning þarf ekki útskýringar við. Barnið á við að umrædd Lóa sé á einhvern hátt Þrándur í götu. Gjarnan er svona spurningum svarað í reiðiblöndnum ávítunartón: „Hvað ertu að bulla krakki, láttu engan lifandi mann heyra til þín.“ Barninu verður ljóst, að það hef- ur sagt eitthvað forboðið, og ber það sennilega ekki undir móður sína aftur. En Lóa er ljót í hennar aug- um eftir sem áður, þrátt fyrir áminninguna. En væri ekki skynsamlegra að taka litlu stúlkuna sem félaga og spyrja góðlátlega: „Af hverju finnst þér Lóa Ijót? Hugsum okkur, að svarið verði á þessa lei'ð: „Af því, að hún kastar grjóti“ og því verður ekki bót mælandi. En nú vitum við hvers vegna Lóa er „ljót“, og gefum vitanlega útskýringu, því viðvíkjandi, en kannske get- um við fundið Lóu eitthvað til málsbóta. Telpan okkar sér þá hlutina í allt öðru Ijósi, og sinámsaman lærist henni að hugsa rökrétt. Það er beiskur sannleikur, hvað mörgum eru mis- lagðar hendur með uppeldi barna sinna, en með því leiðinlegra, sem ég heyri, þegar verið er að áminna börnin, er þegar það er gert með reiði og gremjubland- inni rödd, t.d. þegar barnið hefur sagt eða gert eitt- hvað, sem það her þó ekki almennilega skynbragð á. Miklu betri árangur fæsl með einföldum, vinsamlegum útskýringum. Það er einmitt skilningsleysi fullorðna fólksins, sem börnin taka oft og einatl mjög nærri sér. Sumir eru þannig gerðir að börn eru í þeirra augum hlægileg, og hlæja gjarnan að klaufaskap þeirra, en með því eru þeir óafvitandi að bíta úr þeim kjarkinn og koma inn hjá þeim minnimáttarkennd, sem getur enzt þeim ti! æviloka. Einhver vitur maður hefur kom- izt svo að orði, að maður ætti aldrei að hlæja að barn- inu, heldur með því. Þetta eru gullvæg sannindi. G.Á. NtTT KVENNABLAÐ 5

x

Nýtt kvennablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kvennablað
https://timarit.is/publication/767

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.