Nýtt kvennablað - 01.05.1954, Blaðsíða 13

Nýtt kvennablað - 01.05.1954, Blaðsíða 13
Gufirún frá Lundi: OLDUFOLL FRAMHALDSSAGAN Það var málrómur nágrannakonunnar í Nausti. Sízt af öllu hafði hún viljað, að hún kæmist ofan í heim- ilisástæður sínar, en það var náttúrlega komið um allt nágrennið, að hún væri farin að sofa annars staðar. Krakkarnir höfðu náttúrlega gásprað í því og þá held- ur ekki ómögulegt að Jóna systir hennar hefði getið um það út í frá. Hún tók harðfisk og tvær flatkökur úr búrkistunni, tólgarbita fann hún líka í myrkrinu. Með þetta smaug hún eins og þjófur út um sínar eig- in bæjardyr. Það var svalur froststormur úti, sem næddi gegnum föt hennar. Ólíkt hefði verið notalegra að fara inn í baðstofuna, þar var allt af góður ylur. En hún hugsaði til allsleysisins hjá Jónu. Þar var sjaldan annað á .borðum, en sætt kaffi, hátíð ef hún gat keypt sér salt- fisk. Hún hljóp í eirium spretti inn eflir. Stormurdnn var á eftir henni og leiðin ekki löng. Jóna og dóttir liennar tóku feginsamlega við harð- fiskinum og brauðinu og tóku hiklaust til matar síns. „Hvernig var upplitið á karlskepnunni?“ sagði Jóna tyggjandi. „Hann hefur tekið betur á móti þér en mér, sem annað hvort væri. En meira hefði hann nú gelað látið það vera en einn einasta fisk. Hann hefur kann- ske ekki haft meira heima.“ „Ég sá hvorki hann, né neinn annan“, sagði Signý andvarpandi. „Ég heyrði, að Þorbjörg í Nausti var inni og fann indæla kaffi- lykt, svo mig sárlangaði í, en af því Þorbjörg var þar fór ég ekki lengra en í búrkistuna.“ „Blessuð lofaðu þeim að svolgra það í sig, það er nóg kaffi til hjá mér og ég sé ekki betur en það ætli að fara að sjóða á katlinum,“ sagði Jóna. „Auðvitað tek- ur Þorbjörg Jónas að sér, þegar þú ert farin. Það er hennar vani að snúast kringum þá karlmenn, sem vant- ar konur. TTún verður varla eins eftirlát við hann og þú, Nýja mín. Það borgar sig ekki meinleysið. Það hefur maður séð, oft og einatt.“ „Það getur nú varla þrifist, að ég verði marga daga utan heimilisins. Það yrði þá eitthvað skrítið útlitið á því,“ sagði Signý. „Það leit víst ekki mjög illa út þarna. þegar ég leit inn um daginn. Náttúrlega hefur það verið Þorbjörg, sem var þar að verki.“ sagði Jóna. ,,Hvað er nú þetta? mér heyrist einhver vera á ferð hér fyrir framan.“ Þær hlustuðu allar. Það var einhver að fikra sig inn göngin, svo var hurðin opnuð og Sigga litla í NÝT-T KVENNABLAÐ Bjarnabæ birtist í gasttinni og bauð gott kvöld. „Komdu inn fyrir svo ylurinn rjúki ekki fram,“ sagði Jóna, allt annað en lilýlega. Sigga horfði vandræða- lega í kringum sig. „Hvað ert þú að fara skinnið mitt?“ spurði móðir hennar. Það var ekki luust við, að hún skammaðist sín fyrir að láta han’a sjá, að þær væru að rífa í sig mat úr búrkistunni í Bjarnabæ. Sigga færði sig til hennar og sagði volæðislega: „Góða mamma. farðu að koma heim. Það er allt svo leiðinlegt, þegar þú ert ekki heima.“ Jóna varð fyrri til svars en systir hennar: „Er ekki Þorbjörg í Nausti hjá ykkur. Það hefur minnsta kosti heyrzt.“ „Hún kemur á hverjum morgni og á kvöldin Hka og skiptir á Jóa litla og þvær honum. Hún hefur líka þvegið gólfið og búið til brauð,“ sagði Sigga. „Þetta gengur víst ‘ekkert illa, þó að mig vanti,“ sagði Signý. „Það þykir ekki svo mikið varið í verkin mín. Faðir þinn segir, að það þurfi ekki mikið fyrir Jóa litla að hafa á nóttunni. Kannske finnst honum annáð, þegar hann þarf að hugsa um hann sjálfur.“ „Hún er búin að þræla nóg hjá ykkur,“ greip Jóna fram í. „Nú vona ég, að það taki enda. í vor ætlar hún að skilja Við karlstaurinn liann föður þinn og verður frí og frjáls. Þér er ekki vorkunn að taka að þér heim- ilið. Það er ég, sem ætla að ráða fyrii henni í þetta snn, svo að hún verði ekki alveg að aumingja heima hjá ykkur.“ „Heldurðu, að við vitum ekki, að það ert þú, sem hefur komið þessu öllu af stað,“ snökkti Sigga, „en ég veit, að mamma kemur heim aftur til okkar. Ætlarðu ekki að gera það mamma?“ „Ég kem kannske í fyrramálið,“ sagði Signý. „Ég sef mikið betur hérna. Þú getur reynt að sofa með Jóa, ef pabba þínum finnst það erfitt,“ bætti hún við í hlýrri málróm. — „Hann vill ekki, að ég sofi með hann,“ sagði Sigga. — „Jæja, látum hann þá sofa með hann. Hann hefur víst ekki annað að gera,“ sagði Jóna. „Hann þarf að hugsa um kúna og kindurnar á dag- inn. Þá verður Tryggvi að reyna að hugsa um Jóa, þegar ég er í skólanum,“ sagði Sigga. Dóttir Jónu hét líka Sigríður, því að það var móðurnafn þeirra systr- anna. Hún var á fermingaraldri. Hún hló að mæðu- svipnuin á nöfnu sinni. „Að sjá nú, hvað Sigga er vesaldarleg á svipinn, þó að hún sé í þessari fínu kápu. Engin stelpa á eins kápu, nema hún og Bína í Móunum. Þvílíkt mont! Ég skyldi nú sýna ykkur það, hvort ég gæti ekki sofið með krakkagarminn og soðið matinn,“ sagði hún í kveljandi stríðni. „En þú þarft auðvitað alltaf að vera í Bakkabúðarskólanum á kvöld- 11

x

Nýtt kvennablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kvennablað
https://timarit.is/publication/767

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.