Morgunblaðið - 30.07.2009, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 30.07.2009, Blaðsíða 26
26 Minningar MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. JÚLÍ 2009 ✝ Sigurður Eiríks-son fæddist í Fossvogi í Reykjavík 10. nóvember 1948. Hann lést á krabba- meinsdeild Landspít- alans við Hringbraut sunnudaginn 19. júlí síðastliðinn. Foreldrar hans voru Eiríkur Gríms- son húsasmiður, f. í Skálholti í Bisk- upstungum 14.4. 1892, d. 26.10. 1980, og Bergþóra Run- ólfsdóttir húsfreyja, f. í Snjall- steinshöfðahjáleigu, Landsveit, Rangarvallasýslu, 17.12. 1909, d. 3.5. 1994. Sigurður var einn sjö systkina, hin eru Sjöfn, f. 17.10. 1936, Guðrún, f. 3.8. 1940, d. 16.6. 1943, Hafrún, f. 29.9. 1944, d. 19.6. 2004, Aldís, f. 10.7. 1947, d. 12.8. 1990, Guðmundur, f. 10.1. 1950, kona hans er Aldís Sigurðardóttir, f. 5.8. 1949, og Kormákur f. 24.8. 1954. Sigurður kvæntist 10. nóv. 1979 Hólmfríði Davíðsdóttur skrifstofukonu, f. 5.7. 1952, d. 18.3. 2008, þau slitu samvistum. Fyrir átti Sigurður soninn Þor- stein Sigurðsson, f. 2.9. 1973, kerfisfræð- ing, móðir hans er Arnbjörg Andr- ésdóttir, f. 30.1. 1950. Sonur Hólm- fríðar og Sigurðar er Ásgeir Sigurðsson málari, f. 20.5. 1981, unnusta Arndís Kristjánsdóttir hár- snyrtir, f. 31.5. 1984; sonur Hólmfríðar og uppeldissonur Sig- urðar er Davíð Guð- mundsson rafvirki, f. 12.5. 1973, kvæntur Hulddísi Guð- brandsdóttir hársnyrtimeistara, f. 10.10. 1974. börn þeirra eru Kol- brún Marín Wolfram, f. 6.3. 1998, og Róbert Dagur Davíðsson, f. 9.11. 2005. Sigurður vann sem húsasmíða- meistari og var hann sjálfstætt starfandi mestan hluta ævinnar, hann gegndi meðal annars trún- aðarstörfum fyrir SÍBS og Samtök gegn asma og ofnæmi. Útför Sigurðar fer fram frá Digraneskirkju í Kópavogi í dag og hefst athöfnin klukkan 13. Meira: mbl.is/minningar Elsku Siggi minn, það er mér sárt og erfitt að þurfa að kveðja þig svo fljótt. Þú barðist við illvígan sjúkdóm sem var kominn á lokastig þegar hann uppgötvaðist, aðeins þrem vik- um seinna kvaddir þú okkur. Þú leiðst miklar kvalir án þess að kvarta einu sinni. Þú sem hugsaðir alltaf svo vel um heilsuna jafnt líkamlega sem andlega. Þú gekkst mér í föðurstað þegar ég var aðeins fjögurra ára og varst mér alla tíð yndislegur uppeldisfaðir. Alltaf varst þú tilbúinn að hlusta þegar ég leitaði til þín og vildir aldrei ýta mér út í nokkurn hlut, heldur vildir þú að ég tæki sjálfstæðar ákvarðanir og gerði það sem mig virkilega langaði til. Þú varst okkur Hulddísi alltaf svo þakklátur þegar við buðum þér heim og börnunum varstu svo virkilega góður, enda auðséð hvað þú hafðir gaman af þeim. Þú varst aldrei mjög upptekinn af sjálfum þér heldur lifð- ir fyrir okkur strákana þína og fylgd- ist alltaf vel með okkur og ég veit að þú munt halda því áfram. Ég á margar yndislegar minning- ar með þér, mömmu og Ásgeiri bróð- ur, svo sem úr Hollandsferðinni okk- ar og úr Kerlingafjöllum og öllum útilegunum saman. Við áttum yndisleg jól saman um síðustu jól á heimili okkar Hulddísar þar sem þú afþakkaðir allar gjafir og sagðir að besta jólagjöfin sem þú gætir hugsað þér væri að fá að vera með börnum og okkur enda auðséð hvað þér þótti gaman að fylgjast með börnunum njóta jólanna. Þú komst til okkar Hulddísar og barnanna aðeins viku áður en þú kvaddir, þá orðinn mjög veikur, faðmaðir og kysstir og brostir til okkar. Þú hristir alltaf höfuðið þegar ég spurði þig hvort þú fyndir til, enda varst þú aldrei mikið fyrir að láta aðra hafa áhyggjur af þér. Elsku Siggi, ég vil þakka þér fyrir allt það sem þú gafst mér og kenndir í lífinu og verð duglegur að segja börnunum mínum Kolbrúnu Marín og Róbert Degi frá þér alla tíð. Þinn sonur, Davíð. Siggi var einstakur maður og er ég mjög þakklát fyrir að hafa fengið að kynnast honum og að hann hafi verið hluti af lífi okkar, en sá tími hefði þó mátt vera miklu lengri, en Siggi greindist með krabbamein og rétt þremur vikum seinna hafði sjúk- dómurinn sigrað og við sitjum eftir og áttum okkur ekki alveg á þessu en eflaust er til skýring á þessu. Siggi hefði eflaust viljað hafa þetta svona fyrst þetta þurfti að gerast. Það er mjög stutt síðan Siggi var í vöfflukaffi hjá okkur hress og kátur. Sigga þótti greinilega mjög vænt um strákana sína þrjá og hafði hann allt- af tíma fyrir þá og sagði þeim mörg heilræðin sem þeir munu eflaust nýta vel. Siggi var mjög ánægður með okkur fjöldskylduna og sagði okkur að njóta allra stunda því það væri ekki sjálfgefið að vera saman en mjög dýrmætt. Sigga þótti mjög vænt um afabörnin sín og ég sá hvað hann var ánægður að vera hjá okkur um síðustu jól og fannst honum gam- an að fylgjast með krökkunum í spenningnum og rifjaði hann upp tímann þegar strákarnir hans voru í þessum sporum; hann var svo þakk- látur að vera hjá okkur á jólunum að hann sagði þetta vera mestu gjöf sem hann gæti fengið. Það var gaman og gott að tala við Sigga og ég hreifst af því hvað hon- um var alltaf umhugað um alla aðra en var ekki að eyða miklum tíma í að tala um sjálfan sig, en Siggi hugsaði alltaf vel um sig og oft voru miklar pælingar í gangi hjá honum. Það verður frekar tómlegt í kring- um okkur en við vitum að hann er hjá okkur og leiðir okkur á rétta braut. Hann er laus úr erfiðum sjúkdómi og kominn á góðan stað þar sem góðir taka á móti honum. Ég bið góðan Guð að gefa okkur öllum styrk á þessum erfiða tíma. Elsku Davíð, Ásgeir og Steini, missir ykkar er mikill en pabbi ykkar fylgist með ykkur og nú er mikilvægt að þið standið saman og við munum öll gera okkar besta til að hlúa hvert að öðru. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífs þíns nótt, þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði nú sorg mitt hjarta, þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. (Þórunn Sigurðardóttir.) Þín tengdadóttir, Hulddís. Elsku afi, þú varst alltaf svo góður við okkur systkinin. Og það var mjög gaman að hafa þig hjá okkur á jól- unum. Við söknum þín mikið en núna ertu hjá englunum og Fríðu ömmu og fylgist með okkur. Þar var svo gaman að vera með þér og eftir að ég frétti að þú værir á spítala var ég svo leið en núna er þér ekki lengur illt og ert að passa okkur. Þú varst mjög góður og skemmtilegur afi. Við ætluðum ekki að geta kvatt þig, við elskum þig og söknum þín. Við vissum strax þegar við hittum þig að þú værir einstakur afi. Ég vona að guð passi þig. Þú verður að passa okkur en þú ert besti afi sem nokkur krakki getur hugsað sér. Þín afabörn Kolbrún Marín og Róbert Dagur Við viljum minnast Sigga vinar okkar með nokkrum orðum. Hann var ætíð sem einn úr fjölskyldunni, alltaf með okkur þegar eitthvað var um að vera, svo sem afmæli, ferm- ingar og þess háttar. Mörg undan- farin ár dvaldi hann hjá okkur um jólin og einnig eftir að við fluttum til Svíþjóðar fyrir nokkrum árum. Hann heimsótti okkur oft hingað til Svíþjóðar og var hér síðast í mars. Ekki hvarflaði að neinu okkar að það væri í síðasta sinn sem við sæjum hann þegar hann fór héðan, enda ætlaði hann að koma fljótlega aftur. Það voru nokkur smíðaverk sem hann var ákveðinn í að vinna næst þegar hann kæmi, en margt fer öðruvísi en ætlað er. Margs er að minnast og margt hefur verið brallað í gegnum tíðina. Oft fórum við saman í utanlandsferð- ir og var þá ávallt mjög gaman. Það er af mörgu að taka og til dæmis vilj- um við minnast þegar við vorum saman í Stokkhólmi fyrir allmörgum árum. Þá borðuðum við á einum af fínni stöðum borgarinnar. Reglulega hefur það verið rifjað upp hve mikið var hlegið það kvöld, svo mikið að þjónunum var hætt að standa á sama. Einnig minnumst við skemmtilegs dags sem við áttum saman í Tívolí í Kaupmannahöfn fyr- ir nokkrum árum en Danmerkur- ferðirnar voru margar. Siggi var ávallt tilbúinn að rétta hjálparhönd ef smíða þurfti eitthvað eða laga. Siggi starfaði mikið að fé- lagsmálum í Astmafélaginu og SÍBS og sat í ýmsum nefndum allt til síð- ustu stundar. Við sátum saman á mögum SÍBS-þingum og hafði Siggi ávallt ákveðnar skoðanir á málum þar sem og annars staðar. Siggi byggði meðal annars sumarbústað fyrir SÍBS á Eyri og sá um miklar viðgerðir og viðhald á sumarbú- staðnum í Hrafnagjá. Það var mikill og góður vinahópur sem myndaðist í kringum félagsstörfin og hefur vin- skapurinn haldist alla tíð og hefur nú myndast stórt skarð í hópinn. Eitt af barnabörnum okkar leit á Sigga sem auka afa, enda hlakkaði hún alltaf til þegar von var á honum heimsókn. Síðast þegar hann var hér nutu þau þess að fara margar ferðir í sund saman. Seinni árin eyddi hann miklum tíma í sundlaugunum en á árum áður stundaði hann fótbolta. Siggi átti stórt áhugamál og það var jóga. Hann þreyttist aldrei á að rökræða um jóga, lífið og tilveruna og oft spunnust líflegar umræður út frá því. Hans viðkvæði var ávallt að við hittumst öll aftur á næsta tilveru- stigi og vitum við að hann tekur vel á móti okkur þegar þar að kemur. Við geymum minninguna um góð- an vin sem fór allt of fljótt. Við vottum strákunum hans Sigga og fjölskyldunni allri okkar dýpstu samúð. Guðrún og Hannes Kolbeins, Kristíne, Jóhanna Rósa og fjölskyldur í Svíþjóð. Sigurður Eiríksson ✝ Magnús V. Frið-riksson fæddist á Patreksfirði 27. nóv- ember 1939. Hann lést á gjörgæsludeild Landspítala – há- skólasjúkrahúss í Fossvogi 22. júlí sl. Foreldrar hans voru hjónin Friðrik Magnússon verk- stjóri, f. 14.4. 1905, d. 22.8. 1984, og Jó- hanna Kristjánsdóttir húsmóðir, f. 5.10. 1909, d. 14.7. 1985. Systkini Magnúsar eru Sigríður, f. 13.10. 1942, og Gunnar, f. 29.8. 1945, Magnús kvæntist 31.12. 1961 Kristjönu P. Ágústsdóttur, f. 27.3. 1938, d. 28.1. 1994. Foreldrar henn- ar voru Ágúst H. Pétursson, f. 14.9. 1916, d. 1.3. 1996, og Helga Jóhann- esdóttir, f. 20.10. 1915, d. 16.10. 1941. Magnús og Kristjana eign- uðust 3 börn a) Friðrik, bak- arameistari búsettur á Akureyri, kvæntur Birnu Svan- björgu Ingólfsdóttur, sjúkraliða frá Dalvík, börn þeirra eru þrjú: Magnús Örn, Dagný Jóhanna og Erla Rán. Dóttir Magnúsar Arn- ar er Emilía Þórunn. b) Helgi, kerfisfræð- ingur búsettur í Kópavogi, kvæntur Þóru Björgu Guðjóns- dóttur félagsráðgjafa frá Flateyri og saman eiga þau eina dóttur, Sólrúnu Ósk, fyrir átti Helgi tvö börn með Hönnu Mar- inósdóttur, þau Friðrik Má og Lilju Hrönn en fyrir átti Þóra tvær dæt- ur, þær Jóhönnu Rut og Andreu Rán Hauksdætur. c) Ingveldur Hera, búsett í Bolungarvík í sam- búð með Agnari Ásbirni Guð- mundssyni frá Ísafirði.. Útför Magnúsar fer fram frá Pat- reksfjarðarkirkju í dag, fimmtu- daginn 30. júlí, kl. 14. Meira: mbl.is/minningar Elsku afi. Faðir lífsins, faðir minn, fel ég þér minn anda í hendur. Foldin geymi fjötur sinn. Faðir lífsins, Drottinn minn, hjálpi mér í himin þinn helgur máttur, veikum sendur. Faðir lífsins, faðir minn, fel ég þér minn anda í hendur. (Sigurður Jónsson.) Þá er komið að leiðarlokum, elsku afi minn, og eitt er víst að ég kem til með að sakna þín allt þang- að til við hittumst næst. En í þeirri ágætu trú stend ég þó, að þegar við hittumst á ný, þá verðir þú búinn að velja úr öll bestu veiðivötnin þar efra og alla bestu staðina. Ég vil þakka þér fyrir allar þær yndislegu stundir sem við áttum saman í gegnum árin, þó sérstak- lega sumrin sem við áttum saman á Hólunum heima á Patró og líka þessar í seinni tíð þar sem þú sýnd- ir þig og sannaðir í hlutverki lang- afa með Emilíu Þórunni. Þessar minningar eru mér ómetanlegar á þessum erfiðu tímum, og eiga þær eflaust eftir að hlýja mér um hjartaræturnar um ókomin ár. Þetta gerðist allt svo hratt, fyrst hringing frá mömmu á sunnudeg- inum og svo ertu farinn á miðviku- deginum. En ég stend nú samt í þeirri trú að þú hafir verið ham- ingjusamur og sáttur við Guð og menn þegar þú fórst. Ég er samt svo þakklátur fyrir að hafa fengið að vera hjá þér þessa síðustu daga og fylgja þér þennan síðasta spöl á þessari jörð og eftir lifir minning um yndislegan mann sem mér var afar kær.Ég vona að þér líði vel þar sem þú ert, elsku kall, og ef þú ert hjá ömmu þá bið ég að heilsa. Þú kíkir svo bara á mig þegar þú hefur tíma. Vertu sæll, elsku afi, og megi minning þín lifa um ókomna fram- tíð. Magnús Örn Friðriksson. Mér er það bæði ljúft og skylt að minnast bróður míns Magnúsar þar eð ég get ekki fylgt honum síð- asta spölinn. Bróðir minn var á margan hátt sérstakur persónu- leiki, fylginn sér og sínum skoð- unum, en alls ekki allra, heiðarleg- ur, trúr og sannur vinur vina sinna, sem öllum vildi vel. Stundum hnaut hann um eigin þvermóðsku og bresti, en stóð ávallt upp aftur reynslunni ríkari. Hann fór ekki varhluta af erf- iðleikum þessa lífs, frekar en svo margir aðrir. Það er erfitt fyrir ungan mann að missa annað augað, en aldrei heyrði ég hann kvarta, hvorki yfir því né öðrum áföllum sem hann varð fyrir í lífinu. Ungur að árum kvæntist hann Kristjönu Ágústsdóttur og varð þeim þriggja barna auðið, sem öll eru mikið sómafólk og vel af Guði gert. Fyrir 15 árum missti Magnús konuna sína og reyndist það honum afar erfitt, synir þeirra voru þá fluttir að heiman, en dóttirin Ingv- eldur Hera var enn í föðurhúsum og reyndist föður sínum þá sem endranær mikil stoð og stytta. Eft- ir lát Kristjönu héldu feðginin sam- an heimili uns Magnús flutti til Ak- ureyrar fyrir þremur árum af heilsufarsástæðum. Þar bjó hann á heimili sonar síns og tengdadóttur við mikla ástúð og umhyggju þeirra hjóna og barna þeirra. Sl. 3 mánuði dvaldi Magnús á Kjarna- lundi við Akureyri og undi þar hag sínum mjög vel. Magnús var mjög góður smiður, meistari í sinni iðn og eftirsóttur í vinnu, enda sannur fagmaður á sínu sviði. Hin síðari ár átti Magnús við erf- ið veikindi að etja sem gerðu það að verkum að hann gat ekki stund- að smíðar lengur, en fékk þá léttari vinnu sem hann var ánægður með. Um þetta leyti fór hann að dunda sér við að smíða módel af flug- vélum og skipum, sem eru þvílík völundarsmíð að vart er hægt að gera betur. Magnús hafði mikinn áhuga á veiðimennsku og útivist og stundaði þessi áhugamál eins lengi og heilsan leyfði. Í dag kveð ég minn kæra bróður með sorg í hjarta en líka þakklæti fyrir árin sem við áttum saman. Ég bið honum Guðs blessunar og góðr- ar heimkomu „því þar bíða vinir í varpa, sem von er á gesti“. Inni- legar samúðarkveðjur til barna hans og fjölskyldna þeirra frá okk- ur öllum sem stóðu honum nær. Megi minning hans lifa í hjörtum okkar allra um ókomin ár. Lækkar lífdaga sól. Löng er orðin mín ferð. Fauk í faranda skjól, fegin hvíldinni verð. Guð minn, gefðu þinn frið, gleddu og blessaðu þá, sem að lögðu mér lið. Ljósið kveiktu mér hjá. (Herdís Andrésdóttir.) Hvíl í friði. Sigríður Friðriksdóttir. Það varð okkur mikið áfall þegar Magnús veiktist skyndilega á heimili okkar og var í kjölfarið sendur suður með þyrlu þar sem hann lést nokkru síðar. Við yljum okkur við minningarn- ar frá síðasta kvöldinu þar sem Patreksfjörðurinn skartaði sínu fegursta og að nú er Maggi kominn til hennar Diddu sinnar, sáttur við allt og alla. Svefninn langi laðar til sín lokakafla æviskeiðs hinsta andardráttinn. Andinn yfirgefur húsið, hefur sig til himna, við hliðið bíður Drottinn. Það er sumt sem maður saknar, vöku megin við, leggst útaf, á mér slökknar, svíf um önnur svið. Í svefnrofunum finn ég, sofa lengur vil, þegar svefninn verður eilífur, finn ég aldrei aftur til. (Björn Jörundur og Daníel Ágúst.) Vottum ástvinum öllum okkar dýpstu samúð. Allar stundir okkar hér er mér ljúft að muna. Fyllstu þakkir flyt ég þér fyrir samveruna. (Har. S. Mag.) Guðný og Sævar. Magnús V. Friðriksson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.