Morgunblaðið - 16.08.2009, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 16.08.2009, Blaðsíða 10
Fáðu fréttirnar sendar í símann þinn 10 FréttirVIKUSPEGILL MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16. ÁGÚST 2009 Dæmi um það sem tekið er fyrir í náminu: Lita- og línufræði Tónalgreining Vaxtarbygging Heitt og kalt rými Stórt og lítið rými Uppröðun hluta Stílistun á: Baðherbergi Svefnherbergi Barnaherbergi Eldhúsi Garðhýsi Stofu Og margt fleira. The Academy of Colour and Style býður nú upp á nám í innanhússtílistun. Farið er í helstu grunnþætti í lita- og línufræði. Einnig er kennt að meta stíl út frá persónunni sjálfri. Þá er hún greind út frá vaxtarbyggingu og litgreiningu en þær upplýsingar segja mikið til um hvernig einstaklingur vill hafa sitt nánasta umhverfi eins og liti og stíl. Nemendur vinna svo verkefni í hverri viku og taka þá fyrir stílistun á stofu, baðherbergi, barnaherbergi o.fl. Gestafyrirlesarar koma í tíma og kynna fyrir nemendum ýmis atriði sem koma þeim til góða. Hver önn tekur þrjá mánuði. Kennsla fer fram í Tækniskólanum einu sinni í viku frá 18-22. UPPLÝSINGAR OG SKRÁNING Í SÍMA 533 5101 Anna F. Gunnarsdóttir Stílisti Helga Sigurbjarnadóttir Innanhúsarkitekt Þorsteinn Haraldsson Byggingafræðingur INNANHÚSSTÍLISTANÁM Vitanlega hefur glærulekinn vakið mikla at- hygli, ekki bara hér á landi, heldur víða erlend- is. Erlend stórblöð og vefsíður þeirra hafa fjallað um efnisinnihald lánabókar Kaupþings og gífurlega hörð gagnrýni hefur verið sett fram á það hvernig stjórnendur og eigendur höguðu sér. Það er fróðlegt að lesa það sem segir á vef bandaríska tímaritsins Time um lánabók Kaup- þings. Time segir að í lánabókinni sjáist skýrt hversu óábyrgar lánveitingar bankans voru. Skýrslan lýsi í smáatriðum háum lánum sem Kaupþing veitti tengdum aðilum, þar á meðal stærstu hluthöfum bankans og viðskiptavinum. „Skýrslan dregur fram í sviðsljósið ófyrirleitna lánastefnu bankans rétt áður en íslenskt efna- hagslíf bráðnaði,“ segir þar orðrétt. Nú er komið fram að birting upplýsinga úr lánabók Kaupþings á vefsíðunni wikileaks.org er til skoðunar hjá efnahagsbrotadeild ríkislög- reglustjóra. Verði rannsakendum þess leka að góðu! Ég tel að sá sem tók ákvörðun um að leka þessum mikilvægu upplýsingum eigi heiður skil- inn. Hann sá og vissi að nauðsyn braut lög og því gerði hann það sem samviska hans bauð. Húrra fyrir honum! Sama máli má raunar gegna um rannsókn Fjármálaeftirlitsins á hendur mér og Þorbirni Þórðarsyni blaðamanni hér á Morgunblaðinu, vegna okkar skrifa, sem byggðust á lekum úr lánabókum Glitnis annars vegar og úr lánabók- um Kaupþings hins vegar. Ljóst er að þær upplýsingar sem fram hafa komið með ofangreindum og fleiri lekum eru þess eðlis að þær eiga erindi við almenning. Eigum við ekki að sameinast í þeirri afstöðu, að nauðsyn hafi brotið lög, þegar um þessa leka var að ræða, og að rannsakendur ættu að hætta AFSTAÐAN til tveggja íslenskra orðtaka; „með lögum skal land byggja en með ólögum eyða“ og orðtaksins „nauðsyn brýtur lög“, hlýtur að tog- ast á í huga margra sem skoða ótrúlegt innihald þeirrar skýrslu til stjórnar gamla Kaupþings sem lekið var í byrjun þessa mánaðar til Wiki- leaks. Það kemst áreiðanlega engin vísinda- skáldsaga með tærnar þar sem lekaglærur lána- nefndar Kaupþings frá því 25. september 2008 hafa hælana. Það þarf yfirgengilega frjótt og um leið ótrú- lega ósvífið ímyndunarafl til þess að búa til þann sýndarveruleika sjónhverfinga, sjónarspils, lodd- araskapar og svikamyllu sem þeir Kaupþings- stjórar og stærstu eigendur Kaupþings gerðu, til þess að ræna bankann innan frá og skilja hann eftir slyppan og snauðan á haustdögum 2008. Þið sem ekki hafið skoðað glærukynninguna sem lekið var á www.wikileaks.org skellið ykkur inn á vefinn og skoðið og gaumgæfið hvað þessir herramenn voru að gera á bak við luktar dyr, á sama tíma og þeir upphófu bankann, stöðu hans og styrk og töldu okkur, sauðsvörtum pöp- ulnum, trú um, að staða bankans væri sterk, meira að segja svo sterk að sjálfur sjeik Al Thani frá Katar vildi eignast 5% hlut í Kaup- þingi, eins og Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings, stærði sig af einungis þremur dögum áð- ur en kynning- arfundur á lánabók Kaupþings var haldinn í september í fyrra. að eyða púðri og orku í að rannsaka hver lak hverju og beina heldur öllum sínum kröftum að því að rannsaka hjá hverjum ábyrgðin liggur á því að nú er svo hörmulega fyrir okkur komið og gera eins og Eva Joly segir: að rekja slóð peninganna? Vitanlega ætlum við ekki að eyða landinu með ólögum, en þurfum við ekki frekar að huga að því að breyta lögum, þannig að þau verði í takt við breytta tíma, auka kröfur um aðgengi alls al- mennings að upplýsingum og þá kröfu sem verður stöðugt háværari, að allt sé uppi á borð- um og hér sé gagnsæi? Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra gaf í þar- síðustu viku fyrirheit um að þetta yrði gert. Unnið væri að lagafrumvarpi sem fæli meðal annars í sér breytingar á upplýsingaskyldu banka og bankaleynd. Þetta er brýnt og þarft verkefni og vinnu við það ber að hraða. Miðað við þær upplýsingar sem þegar eru fram komnar, úr lánabókum gamla Kaupþings og Glitnis, er það ekki sanngjörn og eðlileg krafa, að lánabækur Landsbankans verði einnig gerðar opinberar, a.m.k. að því marki, sem það skaðar ekki viðskiptahagsmuni þeirra fyrirtækja sem enn eru í rekstri og sömuleiðis að mun víð- tækari upplýsingar verði gerðar opinberar úr lánabókum Glitnis? Þetta er allt miklu mikilvæg- ara en það að finna út hver lak hverju, ekki satt? Það hefur aldrei átt við að réttast væri að hengja boðbera vá- legra tíðinda og í þessum efnum á það ekki heldur við. agnes@mbl.is Agnes segir … Nauðsyn braut víst lög! Sigurður Einarsson og Hreiðar Már Sigurðsson Næstu skref Gunnar Þ. Andersen er for- stjóri FME. Nú er spurningin hver verða næstu skref hans í lekarannsóknum. Breytt lög Gylfi Magnússon viðskiptaráð- herra gaf fyrirheit um aukið gagnsæi og að dregið yrði úr bankaleynd. Hvenær? Kjartan Gunnarsson, fyrrverandivaraformaður stjórnar Lands- bankans, skrifaði í grein hér í blaðinu á föstudag að bankinn hefði aldrei haldið fram „að neins konar ríkisábyrgð fylgdi störfum hans, hvorki í Bretlandi né annars stað- ar“.     Er þetta raunsönn lýsing á mála-vöxtum?     ÍMorgunblaðinu7. júlí 2008 var rætt við Halldór J. Kristjánsson, bankastjóra Landsbankans, um áhyggjur innistæðueigenda í Bretlandi. Hann sagði m.a.: „Um þetta gilda afar skýrar Evrópu- reglur en því miður hefur nokkurs misskilnings gætt um þetta.“     Í framhaldinu var fjallað umábyrgð innistæðutryggingasjóða í sérhverju ríki EES fyrir sig. Síðan sagði í fréttinni: „Halldór segir að í umræðu af þessu tagi sé því oft hald- ið fram að of lítið fjármagn sé í þess- um sjóðum. Hins vegar séu sjaldnast greiddar miklar fjárhæðir inn í sjóð- ina fyrirfram, heldur eru þeir fjár- magnaðir með lántökum eftir á ef svo ólíklega vill til að á þarf að halda.“     Hver átti að ábyrgjast þessar lán-tökur annar en íslenzka ríkið, sem stofnaði til tryggingasjóðsins?     Kjartan segir í grein sinni: „Þaðvar auðvitað aldrei ætlun Landsbankans með Icesave- reikningum í Bretlandi að baka ís- lenskum almenningi stórkostlegt tjón …“     Það gerði bankinn nú samt, m.a.með því að halda áfram að moka peningum inn á Icesave, þrátt fyrir viðvaranir eftirlitsstofnana. Kjartan Gunnarsson Hver átti að bera ábyrgðina? Byggt á upplýsingum frá Veðurstofu Íslands Veður víða um heim kl. 9.00 í gærmorgun að ísl. tíma °C Veður Reykjavík 9 léttskýjað Lúxemborg 15 heiðskírt Algarve 22 heiðskírt Bolungarvík 6 heiðskírt Brussel 16 heiðskírt Madríd 22 heiðskírt Akureyri 8 skýjað Dublin 16 skýjað Barcelona 24 heiðskírt Egilsstaðir 7 alskýjað Glasgow 15 skúrir Mallorca 21 léttskýjað Kirkjubæjarkl. 9 alskýjað London 17 skýjað Róm 20 heiðskírt Nuuk 8 skúrir París 14 heiðskírt Aþena 27 heiðskírt Þórshöfn 11 skúrir Amsterdam 16 heiðskírt Winnipeg 18 alskýjað Ósló 8 heiðskírt Hamborg 17 heiðskírt Montreal 21 heiðskírt Kaupmannahöfn 15 skúrir Berlín 17 heiðskírt New York 23 heiðskírt Stokkhólmur 13 heiðskírt Vín 17 léttskýjað Chicago 24 heiðskírt Helsinki 13 heiðskírt Moskva 12 þoka Orlando 24 heiðskírt Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ STAKSTEINAR VEÐUR 16. ágúst Fjara m Flóð m Fjara m Flóð m Fjara m Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 1.53 2,9 8.13 1,3 14.42 3,2 21.16 1,3 5:24 21:42 ÍSAFJÖRÐUR 4.16 1,6 10.38 0,8 17.06 2,0 23.46 0,8 5:15 21:59 SIGLUFJÖRÐUR 0.17 0,6 6.50 1,1 12.35 0,7 19.06 1,3 4:57 21:43 DJÚPIVOGUR 4.59 0,8 11.40 1,8 18.19 0,8 4:50 21:14 Sjávarhæð miðast við meðalstórstraumsfjöru Sjómælingar Íslands/Morgunblaðið Á sunnudag Hæg breytileg átt. Skýjað með köflum og skúrir á stöku stað. Hiti 9 til 16 stig. Á mánudag Hæg austlæg átt og skýjað með köflum norðan- og aust- anlands, en annars víða súld eða dálítil rigning. Hiti 9 til 16 stig. Á þriðjudag Stíf austanátt og rigning, eink- um sunnanlands. Hiti 8 til 19 stig, hlýjast norðvestanlands. Á miðvikudag, fimmtudag og föstudag Útlit fyrir austan- og norðaust- anátt með vætu víða um land. Milt í veðri. VEÐRIÐ NÆSTU DAGA SPÁ KL. 12.00 Í DAG Hæg norðaustlæg eða breytileg átt. Skýjað með köflum og sums staðar skúrir, einkum síð- degis um sunnanvert landið. Hiti 9 til 17 stig, en víða 3 til 10 stig í nótt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.