Morgunblaðið - 16.08.2009, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 16.08.2009, Blaðsíða 14
14 Stjórnmál MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16. ÁGÚST 2009 Eftir Ingvar Örn Ingvarsson ingvarorn@mbl.is Í ár eru tuttugu ár liðin frá því að veruleg þíða hófst í sam- skiptum Sovétríkjanna við sambandsríki sín, en það var talsmaður utanríkisþjónustu Mikhails Gorbatsjov, Gennadi Ge- rasimov, sem fyrstur skellti titli á aðferðafræðina – hann kallaði hana Sinatra-kennisetninguna í viðtali í bandaríska sjónvarpsþættinum Go- od Morning America hinn 25. októ- ber 1989. Sinatra-kennisetningin þótti til marks um þíðu í samskiptum milli austantjaldsríkja og vísaði kenni- setningin til lags Pauls Anka sem Frank Sinatra gerði frægt, My Way, en Gorbatsjov og Gerasimov töldu að afskiptasemi frá Moskvu ætti að vera með minnsta móti og að ríki í Varsjárbandalaginu ættu að fá að ráða sér sjálf, fara sína eig- in leið eins og Frank Sinatra söng. Leysti af harðlínustefnu Árið 1968 fór af stað alda mót- mæla í Prag í Tékkóslóvakíu, en umbótastefna Alexanders Dubcek, sem leiddi landið á þeim tíma, hafði notið mikilla vinsælda á meðal ungs fólks. Margir þekkja hvernig tekið var á mótmælendum í Prag – þegar eiginlegur frostavetur tók við af umbótatíma þeim sem kallaður var vorið í Prag 1968. Skriðdrekar Var- sjárbandalagsins og hermenn þess tóku á mótmælendum af hörku og börðu niður uppreisnina af ein- skæru vægðarleysi. Aðgerðirnar festu kommúnistaflokk Tékkóslóv- akíu í sessi og gerðu út um lýðræð- islegar umbætur í landinu í 20 ár. Eftiráskýring sovéskra yfirvalda var kölluð Brezhnev-kennisetningin og var þar um að ræða harð- línustefnu sem gekk í megin- dráttum út á það, að það væri sam- eiginlegt vandamál austan- tjaldsríkja þegar eitt ríkjanna villtist af vegi kommúnismans og hneigðist að kapítalisma. Þessi stefna var við lýði í 20 ár, eða allt þar til Gorbatsjov og Ge- rasimov fóru að halda Sinatra- kennisetningunni á lofti. Aðeins um mánuði síðar féll Berl- ínarmúrinn en aðgerðir Gorbatsjov, Gerasimov og utanríkisráðherrans Eduards Shevardnadze höfðu orðið til þess að ríki Varsjárbandalagsins töldu sér ekki lengur ógnað þó gamla Sovétyfirvaldinu og komm- únistaflokknum væri mótmælt. Grunnurinn var lagður að mikilli umbyltingu austantjaldsríkja sem hvert af öðru sögðu skilið við járn- tjaldið, í flestum tilfellum frið- samlega. Vantrúaðir Vesturlandabúar Gerasimov lýsti því yfir í viðtali að ef Austur-Þýskaland hygðist sameinast Vestur-Þýskalandi og ef Ungverjaland hygðist yfirgefa Var- sjárbandalagið þá myndi Kreml að sjálfsögðu fylgjast með en ekki að- hafast neitt því það væri ákvörðun þessara ríkja og á þeirra ábyrgð að velja hvað væri best fyrir þau sjálf. Á þessum tímapunkti var efna- hagur Sovétríkjanna kominn að hruni og Glasnost og Perestrojku Gorbatsjov var ætlað að koma land- inu á fætur á ný. Til þess að geta það var nauðsynlegt að færa nokkr- ar fórnir og ein þeirra var sú að hætta að dæla peningum í önnur ríki Varsjárbandalagsins. Gerasimov telur í dag að Gorbat- sjov hafi vanmetið þjóðernishyggju fyrrum samstarfsríkja því Gorbat- sjov veðjaði á að að fengnu frelsi myndu flest ríkin velja sósíalisma og fylgja Sovétríkjunum að málum í stað þess að fara eigin leið, sem þeim þó stóð til boða. Frá þeim 20 árum sem eru liðin síðan Sinatra-kennisetningin var sett fram hefur mikið breyst í Aust- ur-Evrópu. Mörg ríkjanna eru nú meðlimir í Evrópusambandinu og segja mætti að Rússar, eftir upp- lausn Sovétríkjanna, hafi tekið upp nýja starfshætti því fjármála- starfsemi hefur leyst af hólmi skriðdrekana. Varsjárbandalagið leystist hinsvegar upp og mörg fyrrum samstarfsríki Sovétríkj- anna fóru sína eigin leið, að hætti Sinatra. Sinatra-kennisetningin Reuters Frelsi Austur og vestur Þjóðverjar fagna saman falli Berlínarmúrsins en Sintra kennisetningin átti sinn þátt í falli múrsins fyrir um 20 árum síðan. ‘‘SINATRA-KENNI-SETNINGIN VÍSAÐI TIL LAGS PAULS ANKA, MY WAY, SEM FRANK SINATRA GERÐI FRÆGT, OG ÞÓTTI HÚN TIL MARKS UM ÞÍÐU Í SAMSKIPTUM MILLI AUSTANTJALDSRÍKJA. Alræðisvald Kommúnistaflokksins leiðundir lok á tíma sem hefur veriðkallaður haust þjóðanna en þá er átt við tímabilið frá júní 1989 þegar lýðræð- islegar kosningar voru haldnar í Póllandi, fyrstu austantjaldsríkjanna, og fram til 1992 þegar lýðræðisflokkur Albaníu náði völdum í lýðræðislegum kosningum. Ekki voru umskiptin alls staðar friðsöm og eru mörgum minnisstæð fréttamyndskeið frá þessu tímabili, sérstaklega af Boris Jelts- ín standandi uppi á skriðdreka fyrir framan þinghús Rússlands en einnig myndskeið frá aftöku Nicolae Ceausescu og eiginkonu hans í Rúmeníu en líklega voru umskiptin í Rúm- eníu einna blóðugust. Flóttann frá alræði kommúnismans má rekja beint til Sinatra- kennisetningarinnar því fram að henni höfðu ríki í skjóli Sovétríkjanna látið stjórnast af ógninni frá Kreml í áratugi. Ofbeldi og uppreisn í Rúmeníu Umskiptin í Rúmeníu voru einna hörðust enda kommúnistaflokkurinn og forseti lands- ins Nicolae Ceausescu ekki á þeim buxunum að sleppa tökunum á þjóðinni. Ceausescu hafði með kænsku og lagni tek- ist að halda nokkrum samskiptum við Vest- urlönd þrátt fyrir að slíkt væri illa séð af Sovétríkjunum. Ceausescu var meðal annars í góðu sambandi við Francois Mitterrand, hann sótti Buckingham-höll og Hvíta húsið heim og Ólafur Ragnar Grímsson, þá þing- maður Alþýðubandalagsins, sá ástæðu til að fara í persónulega heimsókn til Ceausescu árið 1983. Ceausescu hafði stýrt Rúmeníu með harðri hendi frá 1974 en hann naut nokkurs stuðnings á Vesturlöndum þar sem hann stóð oft uppi í hárinu á Sovétríkjunum. Ceausescu þótti reyndar hafa einstaka hæfi- leika til að sigla milli skers og báru og á sama tíma og hann dró úr ritskoðun, nokkuð sem stjórnvöld í vestrinu litu jákvæðum aug- um, þá stóð hann fyrir ofsóknum minni- hlutahópa. Hann malbikaði hreinlega yfir þorp og flutti fólk í borgir og stóð fyrir fóst- ureyðingabanni sem leiddi til gríðarlegs fjölda munaðarlausra barna sem enginn hirti um. Endapunktur ofríkis Í desember 1989 fór að fjara undan völd- um Ceausescu. Hann fór í opinbera heim- sókn til Íran og á meðan hann var þar hafði alda mótmæla risið í Rúmeníu enda mat- arskortur búinn að vera alvarlegur um langt skeið og óttinn við yfirvaldið var ekki hinn sami eftir að Berlínarmúrinn féll rúmum mánuði áður. Hinn 21. desember kom Ceau- sescu til baka og ætlaði hann að halda dæmi- gerða barátturæðu þar sem hann fordæmdi mótmæli í landinu síðustu daga á undan. Það tókst þó ekki betur en svo að orðaflaumur hans náði engan veginn til fólksins enda var hann úr tengslum við þjóðina. 110 þúsund manns fylgdust með ræðunni og fljótlega fór að bera á ólátum og svo segja heimildir að öryggislögreglan, Securitate, hafi byrjað að þjarma að mótmælendum sem komu aðvíf- andi og skyndilega leystust ræðuhöldin upp í allsherjar mótmæli, allt í beinni útsendingu í ríkissjónvarpi Rúmeníu. Það fór því ekki framhjá neinum að bylt- ing var í bígerð og Ceausescu endaði með að flýja samkomuna. Á næstu klukkustundum breyttust friðsöm mótmæli í allsherjar upplausn þegar sér- sveitir, hermenn og öryggislögregla gerðu árás á mótmælendur. Leyniskyttur skutu á fólk af húsþökum, skriðdrekar óku inn í þvögur mótmælenda og klukkan þrjú um nóttina höfðu flestir mótmælendur flúið í bili. Manntjón var mikið – talið er að rúm- lega þúsund manns hafi látið lífið. Hinn 22. desember var Ceausescu ekki bú- inn að flýja landið og í einhverri firru setti hann bann við því að fleiri en fimm manns mættu vera saman í hóp, á sama tíma og hundruð þúsunda borgara mældu göturnar hrópandi slagorð gegn honum. Ceausescu reyndi að halda eina ræðuna enn af svölum flokkshúss kommúnistaflokks- ins og mætti hann þar andúð mótmælenda og flúði hann stuttu síðar ásamt konu sinni Elenu af þaki hússins í þyrlu. Þyrluflugmaðurinn taldi hjónunum trú um að þyrlan væri auðvelt skotmark og því skip- aði Ceausescu honum að lenda á næsta akri. Þar fengu hjónin svo skjól í bændaskóla, en umsjónarmaðurinn þar læsti þau inni, sendi boð eftir uppreisnarmönnum sem handsöm- uðu hjónin. 24. desember var bráðabirgðadómstól komið á fót til að dæma Ceausescu og Elenu. Daginn eftir voru þau leidd fyrir dómstólinn og eftir tveggja stunda réttarhald voru þau dæmd til dauða og tekin af lífi umsvifalaust. Haust þjóðanna Flótti Nicolae Ceausescu flýr fólkið eftir að ræða hans æsir það upp í stað þess að róa fólk- ið niður. Harður Boris Jeltsín sýndi að honum gat verið alvara þegar hann hratt valdaráni í Moskvu á sínum tíma.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.