Morgunblaðið - 13.10.2009, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 13.10.2009, Blaðsíða 32
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. OKTÓBER 2009 SIGURFÖR íslensku kvikmyndar- innar Algjör Sveppi og leitin að Villa er hvergi nærri lokið. Hún situr í fyrsta sæti þriðju vikuna í röð á lista yfir tekjuhæstu kvikmyndir helg- arinnar og hafa ríflega 23 þúsund miðar verið seldir á hana. Myndin er sýnd í sjö sölum á landinu og ljóst að þessi mynd fellur vel í kramið hjá Ís- lendingum, enda fjölskyldumynd og margar fjölskyldurnar sem fara í bíó um helgar. Þá hljóta líka að spila inn í miklar vinsældir Sveppa sem gam- anleikara og stjórnanda morgun- þáttar fyrir börn á Stöð 2. Stúlkan sem lék sér að eldinum er sýnd í fimm sölum og fylgir fast á hæla Sveppa í vinsældum. Fleiri hafa séð þá mynd miðað við meðal- fjölda á hvern sal en bækur Stiegs Larsson, um Lisbeth Salander og Mikael Blomkvist, hafa notið gífur- legra vinsælda hér á landi líkt og á öðrum Norðurlöndum. Alls nema tekjur af þeirri mynd um 10,5 millj- ónum króna en tekjur af Algjörum Sveppa 19 milljónum. Myndin í þriðja sæti er ný á lista, endurgerð söngleikjamyndarinnar Fame. Þar dansa og syngja listaspír- ur í New York og dreymir um fé og frama. Guð blessi Ísland, mynd um Hrunið, fer í fimmta sæti, einnig ný á lista. Hún er að vísu aðeins sýnd í þremur sölum sem kann að skýra að einhverju leyti stöðu hennar á lista. Hryllingsmyndin Orphan, enn og aftur ný mynd á lista, situr í 6. sæti en Sæbjörn Valdimarsson gagnrýnir hana hér til hliðar. Ein frumlegasta teiknimynd ársins, 9, er í 8. sæti en hún er aðeins sýnd í tveimur sölum. Tekjuhæstu myndirnar í íslenskum kvikmyndahúsum Yfir 23 þúsund miðar seldir á Algjöran Sveppa                                   !"#  # $ $  % &  ! # ' !'  $(#) # ( " ! *( + !! ,! $ - . / 0 1 (. (0 2 " /                   Algjör Sveppi Leikstjóri fjölskyldumyndarinnar Algjör Sveppi og leitin að Villa, hefur ýjað að því að framhaldsmynd verði gerð. Einn af ónotalegum fylgi-fiskum haustlægðannaeru grimmúðlegar hryll-ingsmyndir sem senda gesti skjálfandi á beinunum út í blautan og myrkan kuldagarrann. Slíkar móttökur veðurguðanna draga ekki úr áhrifum and- styggilegra hausthrolla á borð við Orphan. Það líður ekki á löngu uns Esther litla fer að sýna sjúklega hegðun sem gerist æ óhugnanlegri. Sú stutta er varkár en hvergi bangin við að beita systkini sín ofbeldi, morðhótunum og öðrum ámóta kræsingum til að ná fram vilja sín- um. Hvað vakir fyrir henni kemur ekki fram fyrr en í myndarlok og verður að næsta öfuguggahátt- arlegum viðsnúningi á ljótri sögu. Það er sjaldnast heil brú í mynd- um á borð við þessa. Ef menn á ann- að borð þola kokteilinn verður að segja myndinni til hróss að hún skelfir venjulegt fólk á sínum svæsn- ustu augnablikum þegar óttinn læsir í mann kaldri krumlunni. Ekki síst sakir áreitandi tónsmíða Johns Ott- mans sem er að verða einn áheyri- legasti kvikmyndatónlistarmaður dagsins. Krakkarnir leika furðu vel miðað við aðstæður, Farmiga á betra skilið, en Sarsgaard er ekki sannfærandi sem vingulslegur heim- ilisfaðir. Hrottaleg mynd en hroll- vekjandi. saebjorn@heimsnet.is Óvætturin frá Eistlandi Sambíóin Munaðarleysingi – Orphan bbbnn Leikstjóri: Jaume Collet-Serra . Aðal- leikarar: Vera Farmiga, Peter Sarsgaard, Isabelle Fuhrman, C C H Pounder, Jimmy Bennett, Aryana Engineer. 122 mín. Bandaríkin/Spánn, ofl. 2009. SÆBJÖRN VALDIMARSSON KVIKMYND Esther „Hvað vakir fyrir henni kemur ekki fram fyrr en í myndarlok og verður að næsta öfuguggaháttarlegum viðsnúningi á ljótri sögu.“ Aðalleikkonan í Orphan er hin frekar lítt þekkta Vera Farmiga, stólpaleikkona, þrjátíu-og- eitthvað, og hefur smám saman verið að mjakast upp á yfirborðið síðasta áratuginn. Ég minnist hennar fyrst úr Breaking and En- tering, sem var að öðru leyti vond mynd frá hendi hins mis- tæka leikstjóra Anthonys Ming- hella (The English Patient (́96), The Talented Mr. Ripley (́99), Cold Mountain (́03)), sem lést á síðasta ári. Farmiga fór með lítið, en vel skrifað, hlutverk vændis- konu frá austantjaldslandi sem er boðið að flytja sinn prívatrekstur í Bentley-lúxusbifreið aðalsögu- hetjunnar. Það sópaði að Farmiga og hlutverkið var glettilega fárán- legt og yndislega upprífandi, í annars ömurlegri mynd þar sem hún stal senunni frá Jude Law, Ray Winstone, Juliette Binoche og Robin Wright-Penn. Fór létt með það. Þegar Farmiga bjargaði bíóferðinni JULIAN Casablancas, söngvari og lagahöf- undur The Strokes, segir væntanlega plötu frá hljómsveitinni verða blöndu af tónlist Thin Lizzy og A-Ha. Söngvarinn gaf í sumar út fyrstu sólóplötu sína, Phrazes For The Yo- ung, en lofar því að plata The Strokes sé ekki langt undan. Hún verður sú fjórða sem sveit- in hefur sent frá sér. Casablancas segir hljómsveitina hafa und- irbúið plötugerð í marga mánuði og flest lög- in séu tilbúin til upptöku. Helsti þröskuld- urinn sé að koma öllum fimm meðlimum sveitarinnar saman á einn stað. „Ofurþétt rokk frá seinni hluta áttunda áratugarins með A-Ha ívafi,“ segir Casablancas um það hvernig hann vilji hafa plötuna. Blanda af Thin Lizzy og A-Ha The Strokes Nýbylgjurokkarar frá New York. BRUCE WILLIS ER MÆTTUR Í HÖRKUSPENNANDI MYND SEM ENGIN MÁ MISSA AF MANNLEG FULLKOMNUN – HVAÐ GETUR FARIÐ ÚR- SKEIÐIS? SURROGATES HHHH - K.U. - TIME OUT NEW YORK "ENTERTAINING AND INGENIOUS! - ROGER EBERT SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI OG KEFLAVÍK EKKI ER ALLT SEM SÝNIST! 88/100 CHICAGO SUN-TIMES, ROGER EBERT STRANGLEGA BÖNNUÐ BÖRNUM “MORE SHOCKING THAN ‘THE SIXTH SENSE.’” – PAUL CHRISTENSEN, MOVIEWEB.COM “NOT SINCE ‘FATAL ATTRACTION’ HAS A MOVIE DELIVERED SUCH SURPRISING MOMENTS.” – MARK S. ALLEN, CBS-TV MÖGNUÐ SPENNUMYND SEM FÆR HÁRIN TIL AÐ RÍSA DRAUMAR GETA RÆST! ÞESSI KEMUR ÞÉR Í „FEELING“ Frábær tónlist, frábær dans, frábær mynd! SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI, AKUREYRI, KEFLAVÍK OG SELFOSSI SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI OG AKUREYRI GILDIR EKKI Á ÍSLENSKAR, VIP OG 3D MYNDIR / KRINGLUNNI FAME kl. 5:50D - 8:10D - 10:30D L DIGITAL ORPHAN kl. 6 - 9:10 16 SURROGATES kl. 8:30 - 10:30 12 DIGITAL ALGJÖR SVEPPI OG LEITIN... kl. 6D 16 DIGITAL KRAFTUR Síðasti spretturinn kl. 8D Síðustu sýn. sú síðasta á fimmtud. L DIGITAL / ÁLFABAKKA FAME kl. 5:50 - 8D - 10:20D L DIGITAL FUNNY PEOPLE kl. 8 - 10:50 12 FAME kl. 10:20 LÚXUS VIP HAUNTING... kl. 10:20 16 ORPHAN kl. 8 - 10:30 16 DISTRICT 9 kl. 8 16 SURROGATES kl. 6 - 8 - 10:10 16 DIGITAL BANDSLAM kl. 5:50 L SURROGATES kl. 6 - 8 LÚXUS VIP UPP (UP) m. ísl. tali kl. 5:50 L ALGJÖR SVEPPI OG LEITIN... kl. 5 - 6D L DIGITAL ALGJÖR SVEPPI OG LEITIN... FAME FUNNYPEOPLE MANAGEMENT SURROGATES

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.