Morgunblaðið - 17.10.2009, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 17.10.2009, Blaðsíða 8
Eftir Unu Sighvatsdóttur una@mbl.is „HUGMYNDIN kom upp vegna þess að við vitum af hópum í samfélaginu sem eiga hvergi höfði sínu að halla, eru í útigangi, og sum þeirra veigra sér við því að leita sér aðstoðar á heilsu- gæslum. Við viljum reyna að nálgast þessa hópa,“ segir Þór Gíslason, verkefnisstjóri hjá Rauða krossinum sem hóf á dög- unum nýtt verkefni til að sinna þörfum jaðarhópa í samfélaginu. Hugmyndin er í grunninn sú að bjóða upp á nokkurs konar heilsugæslu á hjólum sem flutt er á milli staða í hjólhýsi á vegum Rauða krossins. Að sögn Þórs beinist þjónustan að fólki sem stundar skaðlega lifnaðarhætti, en lifnaðarhættir þeirra eru jafn- framt oft ástæða þess að það leit- ar sér ekki aðstoðar. Allt í sjálfboðavinnu „Við viljum koma til móts við þessa hópa og þannig draga úr heilsufarslegri skaðsemi þessara lifnaðarhátta því það er ýmsilegt sem einstaklingar í þessum að- stæðum hirða ekki um að sinna.“ Verkefnið er unnið í samstarfi við sjálboðaliða úr heilbrigðisgeir- anum og hafa viðbrögðin verið mjög góð, 17 hjúkrunarfræðingar hafa þegar boðið fram krafta sína. Helga Sif Friðjónsdóttir hjúkrunarfræðingur, sem leiðir verkefnið, segir heilsuhýsið byggt á erlendri fyrirmynd, sam- bærileg starfsemi þekkist víða erlendis og hafi gefið góða raun. „Rannsóknir hafa sýnt að svona starfsemi dregur hreinlega úr kostnaði í heilbrigðiskerfinu vegna þess að þetta hjálpar þess- um hópum, sem við vitum að eru til í okkar samfélagi, að viðhalda þeirri heilsu sem þau hafa á þeirra forsendum.“ Þannig megi t.d. fækka heimsóknum þessa hópa á bráðamóttöku þar sem til- fellunum er sinnt áður en þau verða mjög alvarlegs eðlis. Tvær vikur eru nú liðnar síðan heilsuhýsið fór á götuna og hefur starfið farið vel af stað að sögn Helgu, fjórir hafa þegið hjálp frá þeim og fleiri rekið inn nefið til að skoða aðstæður. „Við vitum að það tekur tíma að vinna sér inn traust þessa fólks þannig að við erum bara þolinmóð, kynnum þjónustuna og byggjum smám saman upp tengsl við þau. Þannig að við erum í fyrsta fasa verkefn- isins núna, að komast að því hverjar þarfir þessa fólks eru og hvernig við getum best hjálpað þeim. Til dæmis reynum við að finna út í samstarfi við þau hvar er best að staðsetja okkur til að ná til þeirra. Með því að vera á hjólum getum við hjálpað þeim á þeirra forsendum.“ Til að byrja með verða a.m.k. tveir hjúkrunarfræðingar á vakt- inni í heilsuhýsinu þá tvo daga vikunnar sem það stendur opið. Þar verður grunnheilbrigðisþjón- ustu sinnt, s.s. sáraskiptum og hreinsun sýkinga en vonast er til að verkefnið stækki og hægt verði að bjóða upp á enn víðtæk- ari þjónustu með tíð og tíma. Morgunblaðið/Ómar Heilsuhýsið Sjálfboðaliðar skipta á umbúðum en síðar verður jafnvel boðið upp á kynsjúkdómatékk og tannhirðu. Heilsugæsla á hjólum fyrir jaðarhópa samfélagsins Rauði krossinn og heilbrigðisstarfsfólk hjálpa útigangsfólki á þess forsendum 8 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. OKTÓBER 2009 Hvað er heilsuhýsið? N.k. færanleg heilsugæsla í hjólhýsi, sem býður ókeypis þjón- ustu fyrir jaðarhópa. Hjólhýsið hefur verið notað þegar koma þarf snögglega skjólshúsi yfir fólk og veita því sálræna skyndihjálp, t.d. við húsbruna en hefur staðið þess á milli ónýtt fram til þessa. Hvar verður heilsuhýsið? Við dagsetur Hjálpræðishersins á þriðjudögum milli kl. 16 og 18 og kaffistofu Samhjálpar á fimmtu- dögum frá kl. 15 til 17. S&S KATRÍN Jak- obsdóttir menntamála- ráðherra kynnti frumvarp til fjöl- miðlalaga á fundi ríkisstjórnar- innar í gær- morgun. Frum- varpið verður í framhaldi kynnt þingflokkunum eftir helgi, birt á vefsvæði ráðuneytisins og óskað umsagna hagsmunaðila. Ráðgert er að flytja frumvarpið á Alþingi í næsta mánuði en umfang umsagna og athugasemda ræður endanlegri tímaáætlun. Katrín sagðist í samtali við Morgunblaðið afar ánægð með frumvarpið en í því fælust ýmsar róttækar breytingar. „Það er bæði verið að fjalla um hljóð- og mynd- miðla og prentmiðla í einum lög- um. Það er verið að færa löggjöf- ina til nútímans og endurskilgreina ýmislegt, enda mikið um nýja miðla og nýjar leiðir til að miðla.“ Meðal nýmæla í frumvarpinu eru ákvæði um vernd heimildarmanna fjölmiðlafólks og hvernig ábyrgð fjölmiðlafólks er skilgreind. „Það hefur verið munur á milli ljósvaka- miðla og prentmiðla og er verið að reyna að færa það í sambærilegt horf.“ Katrín reiknar með almennri sátt um frumvarpið og vonast eftir málefnalegri umræðu, hvort sem er á þinginu eða úti í samfélaginu. Fjölmiðlafrumvarp kynnt öllum þing- flokkum eftir helgi Katrín Jakobsdóttir VÍMUVARNARVIKA, er nefnd hefur verið Vika 43, hefst á morgun, sunnudag. Að verkefn- inu stendur Samstarfsráð um forvarnir, SAMFO, sem er vettvangur 18 félagasamtaka er vilja leggja forvörnum lið og/eða hafa for- varnir að mark- miði starfs síns. Að þessu sinni verður sjónum manna beint að kannabisneyslu ungs fólks, en ýmsir viðburðir verða frá 18. til 24. október. Sér- stakt veggspjald með upplýs- ingum um skaðsemi kannabis verður dreift í alla framhalds- skóla og foreldrar verða einnig hvattir til að vera vel á verði gagnvart þeim vágesti sem fíkni- efni eru, eins og segir í tilkynn- ingu. Efnt verður til morgunverð- arfundar nk. þriðjudag kl. 8.15- 10 á Grand hóteli í samstarfi við hópinn Náum áttum. Fundurinn ber yfirskriftina Kannabis – um- fang og afleiðingar. Önnur verk- efni í Viku 43 má sjá á heimasíð- unni www.vvv.is Áhersla á kannabis í vímuvarnarviku „AÐ OKKAR mati fara umfangs- miklar vínveitingar ekki saman við uppeldisstarf og uppeldismarkmið íþróttahreyfingarinnar,“ segir Stefán Jóhann Stefánsson, fulltrúi Samfylkingar í íþrótta- og tóm- stundaráði Reykjavíkurborgar, en ráðið samþykkti á fundi sínum í gær bókun sem felur í sér að ráðið vill sporna við áfengisneyslu á veg- um íþróttafélaganna í borginni. Aðspurður um aðdraganda máls- ins segir Stefán að tvö íþróttafélög í borginni, Fram og Fylkir, hafi sótt um vínveitingaleyfi og í þess vegna hafi verið óskað eftir umsögn ráðs- ins. „Eftir umræður í málinu var ákveðið að skipa starfshóp sem á að fjalla um setningu viðmið- unarreglna um áfengisveitingar í íþróttamannvirkjum,“ segir Stefán. Íþróttir og vínveit- ingar fara ekki saman

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.