Morgunblaðið - 17.10.2009, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 17.10.2009, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. OKTÓBER 2009 – meira fyrir áskrifendur Fáðu þér áskrift á mbl.is/askrift Meðal efnis verður: Vetrarklæðnaður á börn og fullorðna. Góðir skór fyrir veturinn. Húfur, vettlingar, treflar, lopapeysur og fl. Snyrtivörur til að fyrirbyggja þurra húð. Flensuundirbúningur, lýsi, vítamín og fl. Ferðalög erlendis. Vetrarferðir innanlands. Bækur á köldum vetrardögum. Námskeið og tómstundir í vetur. Heitir pottar og sundlaugar góð afslöppun Bíllinn tekinn í gegn. Leikhús, tónleikar og ýmisleg afþreying. Útilýsingar – góð ljós í myrkrinu. Þjófavörn fyrir heimili og sumarbústaði. Mataruppskriftir. Ásamt fullt af öðru spennandi efni. Pöntunartími auglýsinga er fyrir klukkan 16 mánudaginn 19. október. Nánari upplýsingar veitir Katrín Theódórsdóttir í síma 569 1105, kata@mbl.is Morgunblaðið gefur út glæsilegt sérblað Vertu viðbúinn vetrinum föstudaginn 23. október. Vertu viðbúinn vetrinum en fyrir nokkrum árum og það eru fá ár síðan ég gat til dæmis lesið Guð- berg en nú er ég eiginlega með dellu fyrir honum. Svo les ég allt sem ég kemst yfir um þjóðfræði og ákveðna kima sagnfræðinnar. Í pólitík les ég helst Sturlungu, eitthvað úr henni á hverju ári. Hún er alveg nauðsynleg ef menn vilja skilja þau fræði, það er miklu mikilvægara að lesa hana en Moggann eða Fréttablaðið.“ Af hverju? „Sturlunga er kennslubók í póli- tík. Ef maður vill skilja hugs- unarhátt manna sem stunda klækja- pólitík þá er langbest að lesa Sturlungu því þar sér maður allan refsháttinn.“ Ægivald flokkakerfisins Þú kynntist pólitíkinni skamma stund sem þingmaður Framsókn- arflokksins. Var það klækjapólitík? „Já, pólitík byggist í litlum mæli á umræðum um hugmyndir heldur miklu fremur á átökum um stöðu. Áhugi á pólitík eða raunverulegri þjóðfélagsrýni er ekkert meiri inni á Alþingi en á öðrum vinnustöðum. Ef það væri raunverulegur áhugi á stjórnmálum og hugmyndum á Al- þingi þá hefðu stjórnmálamenn al- mennt endurskoðað afstöðu sína við bankahrunið. En það gerðu þeir ekki heldur börðu hausnum við stein og neituðu að horfast í augu við stað- reyndir. Þessi viðbrögð eru jafn órökrétt og þegar Óli kommi vinur minn skrifaði um hið hvíta og stíl- hreina mannvirki Berlínarmúrinn löngu eftir að mönnum varð ljóst að hann væri þarna til að halda mönn- um í fangelsi. Við getum haldið okkur við þá skýringu að í Icesave-málinu séum við að borga fyrir skuldir óreiðu- manna en fyrst og fremst er allt bankahrunið hér vegna þess að við erum að borga fyrir vonda og glannalega pólitík. Þeir sem neita að viðurkenna það að bankarnir voru ekki seldir heldur raunverulega gefnir með skuldsettum yfirtökum eru að afneita staðreyndum.“ Þjóðin virðist orðin fremur leið á stjórnmálamönnum sem eru í sí- felldum skotgröfum. Af hverju er pólitíkin orðin þannig? „Ein meginástæðan fyrir slæmum farvegi stjórnmálanna er ægivald flokkakerfisins. Af því leiðir að þeir sem ætla sér að halda stöðu sinni sem stjórnmálamenn verða að fara í skotgrafir og vera þar. Auðvitað væri hægt að búa til nýtt kosn- ingakerfi þar sem einstaklingar eru kosnir út á verðleika sína og hug- sjónir en það hafa engar raunhæfar tillögur verið lagðar fram sem miða í þá átt. Því miður. Þess vegna breyt- ist íslensk pólitík ekkert. Ég reyndi það sjálfur að bjóða þessu flokka- kerfi byrginn en hvarf frá þeirri til- raun þegar ég sá við hvað var að glíma. Ég er samt feginn að ég reyndi, það væri miklu verra að hafa það á samviskunni að hafa ekki reynt.“ Ætlarðu að halda áfram að reka bókabúð og skrifa bækur? „Við sjáum nú til hvernig þjóðin tekur þessari bók en, já, við hjónin ætlum að reka þessa bókabúð. Fyrst og fremst er ég smákapítalisti og hef verið í meira en tuttugu ár. Ég rek búðina, lítið bókaforlag og er með ýmis önnur lítil verkefni og þetta er ákaflega skemmtilegt. En um leið barningur, eins og allur rekstur er í dag. Og það sem skyggir á vinnu- gleðina er að horfast í augu við þá staðreynd að um þessi jól er ég að keppa í bóksölu við undirboð frá Pennanum–Eymundsson sem er ríkisfyrirtæki og Jóni Ásgeiri sem skuldar líklega þreföld íslensku fjár- lögin. Hvorugur þessara aðila þarf að hugsa um að standa undir sér meðan ég þarf að hugsa um það dag hvern að reka fyrirtækið þannig að nefið standi upp úr. En ég tek þann slag.“ Morgunblaðið/Árni Sæberg Fátæk baráttukona Sesselja ásamt Sjönu vinkonu sinni og yngstu börnum. » Áhugi á pólitík eða raunverulegri þjóðfélags-rýni er ekkert meiri inni á Alþingi en á öðrum vinnustöðum. Ef það væri raunverulegur áhugi á stjórnmálum og hugmyndum á Alþingi þá hefðu stjórnmálamenn almennt endurskoðað afstöðu sína við bankahrunið. En það gerðu þeir ekki heldur börðu hausnum við stein og neituðu að horfast í augu við staðreyndir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.