Morgunblaðið - 02.11.2009, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 02.11.2009, Blaðsíða 13
Daglegt líf 13 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 2. NÓVEMBER 2009 Samsung Electronics ákvað að bjóða þessa þjónustu um leið og ljóst var, að framleiðslugalli gæti hugsanlega valdið bilun í afþýðingarkerfi viðkomandi kæliskápa. Í undantekningartilvikum geta neistar myndast innan afþýðingarkerfisins og hugsanlega valdið eldhættu og jafnvel slysahættu eða varanlegum skemmdum á kæliskápnum. Þó að afar litlar líkur séu á því að gallinn sé til staðar, hefur Samsung ákveðið að bjóða eigendum viðkomandi kæliskápa ókeypis heimsóknar- og viðgerðarþjónustu. Viðgerðarfólk okkar kemur í heimsókn, yfirfer kæliskápinn og gerir við hann á staðnum ef þess reynist þörf. Í öryggisskyni mun þjónustan einnig ná til þeirra tvöföldu kæliskápa sem eru með sambærilegt afþýðingar- kerfi. Þær gerðir sem um ræðir eru taldar upp hér að neðan. Ef þú ert eigandi að tvöföldum Samsung kæliskáp, hringdu í síma 530 2800 eða 461 5000 og fáðu nánari upplýsingar um kæliskápinn þinn. Þú getur einnig sent okkur fyrirspurn í tölvupósti á netföngin oskarh@ormson.is eða bjarni@radionaust.is. Ókeypis heimasóknar- og viðgerðarþjónusta Samsung hefst 2. nóvember n.k. Vörugæði, neytendavernd og ánægja viðskiptavina eru forgangsmál hjá Sams- ung. Við kunnum viðskiptavinum okkar bestu þakkir og biðjumst velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta mál kann að valda. ÁRÍÐANDI TILKYNNING SAMSUNG RS 21 TVÖFALDIR KÆLISKÁPAR Samsung Electronics á Íslandi hefur opnað heimsók- nar– og viðgerðarþjónustu fyrir tvöfalda kæliskápa af gerðinni RS21. Þjónustan tengist viðgerð á hugsanlegum galla sem gert hefur vart við sig í einstökum kæliskápum, framleiddum á tímabilinu mars 2005 fram í júní 2006. Framleiðslu á þessari gerð kæliskápa hefur verið hætt. Eftirfarandi gerðir falla undir ókeypis heimsóknar- og viðgerðarþjónustuna okkar: RS21, RS23, RS55, RS56, RS60, RSH1, RSH3, RSE8, RSJ1, SN62, SN67 • Burðageta: 113kg. • Spenna: 240VAC, einfasa. • Hraði: Stillanlegur • Keyrsla: Báðar áttir. • Breidd: 300mm. • Lengd: 600-6000mm. • Aukahlutir mögulegir. Spantech MC300HD færiband með MicroSpan® reim Spantech á Íslandi • Sími: 561 5114 • Email: spantech@simnet.is • www.spantechllc.com HÁGÆÐA FÆRIBÖND Eftir Svanhildi Eiríksdóttur Reykjanesbær | „Það er alveg ótrú- lega gaman að sjá hvað þau njóta þess að koma við þetta efni, leirinn,“ sagði Inga Þórey Jóhannsdóttir, myndlistarmaður og kennari, en hún stýrir nú vetrarnámskeiði í Lista- skóla barna, undir heitinu „Undur og gersemar“. Ungu nemarnir í lista- skólanum svöruðu undantekning- arlaust að skemmtilegast væri að vinna með leirinn, þegar blaðamaður leit inn í skólanum um helgina. Listaskóli barna hefur verið starf- ræktur í Reykjanesbæ síðan 2003. Fyrstu árin var um sumarnámskeið að ræða, unnin í samstarfi við Félag myndlistarmanna í Reykjanesbæ og Leikfélag Keflavíkur. Að sögn Guð- laugar Lewis, fræðslufulltrúa hjá menningarsviði, sem hefur umsjón með Listaskólanum, hefur lengi verið áhugi fyrir því að gera Listaskóla barna að heilsársverkefni. „Þetta er fyrsta skrefið, að bjóða upp á styttri námskeið, sem vonandi verður að reglulegu vetrarstarfi. Draumurinn er að starfsemin muni á endanum spanna heila önn og skólanum þá skipt upp í haustönn og vorönn með samfelldu námskeiði. Hér er vett- vangur fyrir listræn börn sem vilja virkja sköpunargleðina. Það eru ekki allir sem finna sig í íþróttum og því er nauðsynlegt að hafa þetta mótvægi. Þá er ekki síður nauðsynlegt að efla skapandi hugsun og frumkvæði.“ Það er einmitt markmið námskeiðsins, ásamt því að þjálfa sjónræna athygli og þroska almenn vinnubrögð og til- finningu fyrir formi og efni. Stjórnlaus útkoma Inga Þórey sagði í samtali við blaðamann að hún hefði í upphafi lagt áherslu á sjónrænu athyglina með skuggaleikhúsi og að sýna nem- endum hvernig skuggi verður til með því að beina ljósi í ákveðna átt. „Í dag erum við að gera tilraun með grunn- litina þrjá, ásamt hvítum lit. Þau eru að kanna hversu margir tónar koma úr blöndum grunnlitanna og útkoman verður notuð sem bakgrunnur í næsta verkefni, sem er málun mynd- ar,“ sagði Inga Þórey. Vinkonurnar Írena og Karen voru önnum kafnar við tilraunina þegar blaðamann bar að garði og þeim fannst hún áhugaverð og skemmtileg. Þær settu glerkúlur ofan í box með einum grunnlitanna, létu síðan gler- kúlurnar ofan á hvítt blað í skókassa og hristu kassann. Kúlunum var síð- an dýft ofan í fleiri liti og aftur ofan í kassann og hann hristur. Útkoman var skemmtileg og að sögn Ingu Þór- eyjar er á engan hátt hægt að stjórna henni. „Það er einungis hægt að stjórna magni lita og fjölda kúlna.“ Námskeiðinu Undur og gersemar lýkur um miðjan nóvember en boðið verður upp á annað námskeið eftir áramót. Guðlaug sagði mikið lagt upp úr því að hafa fagmenntaða leiðbein- endur á námskeiðunum. Morgunblaðið/Svanhildur Eiríksdóttir Óræð útkoma Írena og Karen kíkja spenntar ofan í kassann til að sjá hver útkoma litatilraunarinnar yrði. Undur og gersemar í myndverkum barnanna Listaskóli barna er nú starfræktur yfir vetrar- tímann í Reykjanesbæ Kennarinn Inga Þórey kíkir ofan í kassann hjá Örnu Völu til að líta á útkom- una. Arna Vala var að gera sína þriðju tilraun og var ánægð með útkomuna, enda tilraunin skemmtileg. Næst henni situr Birgitta, þá Telma og Íris. Hver er hugmyndin að baki Listaskóla barna? Listaskólinn er tilraun til að skapa börnum í sveitarfélaginu tækifæri til þátt- töku í listrænu og skapandi starfi. Lögð er áhersla á myndræna tjáningu og leikræna tjáningu á sumarnámskeiðunum en á veturna er lögð áhersla á sjón- rænu athyglina. Hversu margir nemendur eru í skólanum? Yfir sumarið hafa nemendur verið um 80 á tveimur námskeiðum en á þessu fyrsta vetrarnámskeiði eru 7 nemendur. Hvert á fólk að snúa sér til að fá upplýsingar og skrá nemendur? Á heimasíðu Reykjanesbæjar er að finna greinagóðar upplýsingar um Lista- skóla barna. Námskeið eru auglýst á heimasíðunni og á auglýsingatorgi Reykjanesbæjar í staðarblöðunum. Einnig er hægt að senda tölvupóst á net- fangið listaskolinn@reykjanesbaer.is. S&S Fáðu fréttirnar sendar í símann þinn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.