Saga - 1952, Page 21

Saga - 1952, Page 21
279 Um þessar mundir hefur ekki þurft mikið til þess, að ýmislegt, sem við bar, væri eignað fjöl- kynngi einhvers, sem við það var riðinn. Und- ankoma Tómasar Böðvarssonar varð með þeim hætti, að líklegt er, að sumir hafi látið sér til hugar koma, að hann hefði þar notið við ein- hverra slíkra ráða. Hestur hans liggur ekki í, eins og hestar eftirfararmanna. Og þegar þeir hafa rétt náð honum, þá lýstur yfir niðdimmri þoku, svo að hann hverfur þeim sjónum. Að þeirrar tíðar hugsunarhætti lá það ekki fjarri, að eigna þetta hvort tveggja fjölkynngi. Með gerningum gerir Tómas hest sinn og sig svo léttan, að ekki liggur í, og þokan er talin vera gerningaþoka, alveg eins og gera mátti blind- hríð og ofviðri með gerningum. Það mátti og verða eftirreiðarmönnum til afsökunar, er þeir fengu ekki fang á honum, að kenna það fjöl- kynngi hans, þó að hitt kunni að vera, að þeir hafi ekki allir sótt eftirreiðina svo fast sem látið var í veðri vaka. Þegar Tómas var sloppinn úr greipum fógeta, þá hefur hann ætlað sér að fá dóm kveðinn upp á þinginu um sök Þórdísar, sem nú afturkallaði þegar svokallaða faðernislýsingu sína. Þegar Tómas þeystist á brott, hefur allur þingheimur komizt í uppnám, og menn flýttu sér brott af þinginu, svo að þegar til átti að taka, þá voru engir til þess að skipa dóminn. Það sýnist nokk- urn veginn auðsætt, að menn hafa flýtt sér heim af þinginu til þess að losna við að dæma mál Þórdísar og um föngun Tómasar að því sinni. Hefur mönnum sennilega fundizt meðferð fó- geta á henni svo vaxin, að hæpið væri að byggja dóm á játningu hennar, svo sem hún var og með

x

Saga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Saga
https://timarit.is/publication/775

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.