Saga


Saga - 1960, Side 131

Saga - 1960, Side 131
RITFREGNIR 123 með slíku kenningamafni, hjónin Saur og Sýr, sbr. Frey og Freyju. í Heimskringlu segir um hundinn, að honum var búið hásæti, „og sat hann á haugi sem konungar og bjó í Eyjunni iðri og hafði að- setu, þar sem heitir Saurshaugr“. Á eyju þessari í Nyrðri Þrænda- lögum er Sakshaug eða Saxahaugur, en þeim stað og reyndar ýms- um öðrum er þjóðsagan tengd.. í þætti af Upplendingakonungum í Flateyjarbók nefnist hundurinn Sórr, „við hann er kendr Sórs- haugr“. í helgisögu Ólafs Haraldssonar er getið um Sorshaug, en Sorshaugh nefnist hann í fornbréfi frá því um 1293, og ýmsar aðrar myndir eru til af þessu örnefni, en þær sýna, að uppruni nafns- ins er óviss. K. Rygh, útgefandi 15. bindis Norske Gaardnavne, tel- ur, að forliður nafnsins sé upphaflegt viðurnefni, en Magnús 01- sen, að nafnið sé dregið af mannsnafninu Sorr, Sgrshaugr (Ætte- gárd og helligdom, bls. 266 o. áfr.). Þessar skýringar ber að taka með varkámi, en Barði gefur þeim engan gaum, þótt þær sanni, að hundssagan er varla traustari heimild en þjóðsagan um Heinarey. Með kenningunni um Saurbýlin ætlaði Barði að leiða rök að því, að íslendingar hafi verið miklir Freysdýrkendur, en röksemda- leiðsla hans reyndist út í bláinn. Hins vegar var hún algjörlega óþörf, því að staðreyndin er sú, að Freyr var annar höfuðguð Is- lendinga í heiðni. Allt umstang Barða var því öldungis óþarft. >,Hjálpi mér svo Freyr og Njörðr og hinn almáttki áss“ — var eiðstafur íslendinga að fornu. Þór var höfuðgoð þeirra, en Freyr gekk næstur honum. „Goðadýrkun íslendinga er að því leyti sér- stæð, að ekki verður séð, að þeir hafi að nokkru ráði blótað fleiri goð en Þór og Frey“, segir Ólafur Briem í bók sinni Heiðinn siður á íslandi. Turville-Petre mun fyrstur hafa leitt getum að þvi, að sagan um svín Helga magra gefi til kynna Freysdýrkun hans (The Cult of Frey; Proceedings of the Leeds Philosophical and Literary Society 1935, bls. 330). Barði getur þessarar greinar að engu, en hann tínir til 15 frásagnir um svín frá landnáms- og söguöld og telur þær eiga rætur að rekja til Freysdýrkunar. Hér skipta þessar sögur ekki verulegu máli, af því að það er staðreynd, að fslend- mgar unnu Frey um flesta aðra guði fram. Hins vegar notar hann sögurnar til þess að sýna fram á, að samband hafi verið milli Freys- dýrkunar og skáldskapar. Þessum kafla ritgerðarinnar lýkur hann með þessum orðum: „Má nú glöggt greina, í hvers konar umhverfi hin fornnorræna skáldmenning hefur þróazt. Með frjósemisdýrk- endum, sem kvenguði hylltu, er hún til íslands komin“. Hér grípur hann enn í skottið á skugganum. Samkvæmt fornum rituðum heim- ildum voru Svíar miklir Freysdýrkendur, og honum er svo mikið í mun að koma forfeðrum íslendinga austur fyrir norsku Víkina, að hann gætir þess ekki, að við erum engu nær um uppruna ís-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186

x

Saga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Saga
https://timarit.is/publication/775

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.