Saga


Saga - 1960, Page 132

Saga - 1960, Page 132
124 RITFREGNIB lenzkrar skáldmenntar, þótt við flytjum þá austur á andlegar eyði- merkur Freysdýrkunarinnar. Freyr og skyldulið hans er hvergi orðað við skáldskap, guð skáldskaparins hét öðru nafni. Þótt þess finnist dæmi, að Maoríar á Nýjasjálandi og jafnvel Indíánar í Ameríku hafi flutt kvæði, er þeir dýrkuðu frjósemisguði sína, þá nægir slíkt ekki til þess að sanna, að sami siður hafi ríkt á Norð- urlöndum í fyrnsku. Einnig ber þess að gæta, að við þekkjum dálítið til þess, að Norðmenn fengust við þá iðju að yrkja kvæði á víkingaöld; kvæði eru varðveitt eftir Þjóðólf hvinverska, Þor- bjöm hornklofa og Eyvind skáldaspilli, en okkur er ekki kunnugt um eitt einasta sænskt skáld, sem kvæði orti, fyrr en löngu síðar. Nokkrir vísupartar eru varðveittir á sænskum rúnaristum, það er allt og sumt. Sama er að segja um Danmörku. Við erum því engu nær, þótt við leitum uppruna skáldmenntarinnar á þeim slóðum, ef okkur virðist andleg gróðurmold Noregs of hrjóstrug til þess að geta alið þá kvisti. Barði leitar víða fanga kenningum sínum til styrktar. Hér á landi hafa fundizt nokkrir gripir, sem teljast austrænnar ættar, kynjaðir austan úr Svíþjóð eða frá Gotlandi. Þessa gripi leiðir Barði fram sem sönnunargögn kenningar sinnar um austrænan uppruna íslendinga. Þegar hann ritaði grein sína um forngripina í Helgafell 1943, voru íslenzkir gripir úr heiðni ekki rannsakaðir til þeirrar hlítar sem nú er orðið. Fremst í flokki hinna „aust- rænu“ gripa telur hann tvö smálíkön og styðst þar við skoðanir norska fornfræðingsins H. Sheteligs. Líkön þessi hugði hann Freys- myndir, en Kristján Eldjárn telur annað vera hnefa úr tafli, en hitt sennilega Þórslíkan, en vekur þó athygli á því, að í Noregi hefur fundizt hnefi, „sem skorinn er úr beini og sýnir hund eða hundmenni, sitjandi á stól líkt og Eyrarlandsgoðið". Hann telur hvatvíslegt að eigna þá myndhefð, sem birtist í líkönum þessum, einu landi öðrum fremur, meðan ekki finnast fleiri dæmi smíðar af þessu tagi. Kristján Eldjárn telur, að sænskir gripir fundnir á fslandi séu ekki fleiri en svo, „að vel megi kenna þá þeim sænskættuðu mönn- um, sem vottar fyrir í Landnámu og hafa að líkindum verið hlut- fallslega fleiri en hún gefur í skyn. Þessir gripir setja ekki svip sinn á íslenzkt menningarumhverfi 10. aldar, eins og það lýsir sér í fornleifum". Hann bendir einnig á, að sænskir landnemar hafi eðlilega getað haldið sambandi við frændur og vini þar eystra og greitt götu íslenzkra kaupmanna á sænska markaði. Margir land- námsmenn flýðu Noreg og áttu þar lítilla griða að vænta, en „það gat ýtt undir þá að leita sér markaða í löndum kringum Eystrasalt". Barði bendir á, að sverð hafi verið algengustu vopn í Noregi,
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186

x

Saga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Saga
https://timarit.is/publication/775

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.