Saga


Saga - 1967, Page 6

Saga - 1967, Page 6
300 BJÖRN ÞORSTEINSSON stólanna í heimildum. Virðingargerðinni lýkur með því, að kirkjan á Grund skuldar hústrú Þórunni 6 hundruð í gripum. Reikningsskil húsfreyjunnar á Grund við kirkju sína 1551 munu alls ekki sprottin af góðu. Þau fara fram þann 21. janúar; hálfur þriðji mánuður er liðinn frá aftöku Jóns biskups og sona hans tveggja í Skálholti. Þriðji son- urinn, Sigurður, telst enn löglegur officialis nyrðra, fer þar með biskupsvald eftir föður sinn og tilnefnir virðing- armennina á Grund. Jón biskup og börn hans höfðu bæði verið fengsæl og fastheldin á fjárafla, og nú bregða þau við, sem eftir lifa, og reyna að koma reglu á fjárreiður sínar, því að ekki mun seinna vænna. Húsfreyjan á Grund vindur bráðan bug að því að gera upp reikningana við kirkjuna, áður en ómildir innheimtumenn koma til skjal- anna sunnan úr Kaupinhafn, eins og vænta mátti með vorinu. Hún og maður hennar hafa auðsæilega bruðlað með eignir Grundarkirkj u án mikils hugarvíls út af skulda- dögunum, en nú voru þeir brátt óumflýjanlegir. Isleifur bóndi hafði andazt 1549, og þá hefði átt að gera upp reikn- ingana við kirkjuna, en það hafði dregizt. Hústrú Þór- unni kemur auðvitað bezt að greiða skuldirnar í kirkju- bótum og gripum, sem haldast á staðnum búanda til nytja og vegsauka. Og það er smíðað og skorið af kappi á Grund. Skuldin er um milljón í okkar peningum og vel það, ef mati verður við komið, og það þarf víða að taka til hend- inni fyrir þann skilding. Það verða m. a. til þrír viðhafn- arstólar; þeir eru taldir innan um altarisbúnað í reikn- ingunum: „Galt fyrrnefnd Þórunn monstransium (oblátuhástól) með silfur fyrir xxc, hjálmar iij með látún, þar til ij k°P' arstikur fyrir iiij°, corporalishús með silki og gullþráð og ij koparstikur fyrir jc. Stólar iij nýir skornir og gylltal burðastikur ij fyrir J) Bréfabók Guðbrands, 454.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142

x

Saga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Saga
https://timarit.is/publication/775

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.