Saga


Saga - 1967, Side 52

Saga - 1967, Side 52
344 HARALDUR SIGURÐSSON þriðju Vínlandsferðinni, sem þeir Bjarni og Leifur fara saman, eins og útgefendur Vínlandskortsins tæpa á (bls. 223 og 255). Báðir textarnir tala um fund landsins (reperta og invenerunt). Við erum litlu nær, þótt gert sé ráð fyrir, að þeir Bjarni og Leifur hafi lagt upp og vitjað Vín- lands einhvern tíma síðar. Það kom fundi landsins ekk- ert við. Svipuðu máli gegnir um frásögn korttextans af vestur- för Eiríks biskups, heimkomu hans til Grænlands og fram- hald ferðarinnar á ókunnum leiðum, líklega til Evrópu. Hann leggur upp í förina 1117 eða 18, en annálar færa atburðinn til áranna 1112 eða 1121. Tímasetningar ann- álanna eru hér töluvert á reiki eins og víðar og miður glöggar en skyldi. Að baki þeirra liggur þó forn arfsögn, miklu eldri en texti Vínlandskortsins. Virðist því lítið kaup í nýju ártali, sem er jafnóvíst hinum fyrri, og jafn- gott að halla sér að aldursrökum annálanna, þótt þá greini á, ef haft er um leið í huga, að fornar heimildir eru oftar en hitt varasamar, og að þar er fátt, sem fulltreysta má. Þótt frásagan af ferð biskups sé rakin lengra fram á Vínlandskortinu en í annálum, er hyggilegast að treysta henni ekki um of, nema frekari gögn komi í leitirnar og renni stoðum undir hana. Þögn annálanna um heimkomu biskups til Grænlands og austurför hans (til Evrópu?) er athyglisverð, þótt beinar ályktanir verði ekki af henni dregnar. Viðbót Vínlandstextans er ekki meiri en svo, að vel mætti hún vera ágizkun eða ályktun höfundarins af páfaskiptunum, ekki sízt vegna þess, að Eiríkur er tal- inn legáti páfa (legatus) , sem mun þó í hæpnasta lagi, að hann hafi nokkru sinni verið. Hér er þó að sjálfsögðu ekki um annað en lauslega tilgátu að ræða. Raunar fæ ég ekki séð, að það skipti neinu máli, hve löng ferð Eiríks biskups var, meðan ekki er annað um hana vitað. Eftir stendur það eitt, að höfundur Vínlandskortsins þekkti einhverjar frásagnir af Vínlandsferðum þeirra Bjarna, Leifs og Eiríks biskups. Við vitum ekki, hve ræki-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142

x

Saga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Saga
https://timarit.is/publication/775

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.