Norðurland


Norðurland - 25.03.1977, Blaðsíða 2

Norðurland - 25.03.1977, Blaðsíða 2
Enindi Jóns Björnssonar félagsmálastjóra á kirkjuviku: Annaðhvort sjá þeir ekki, heyra ekki eða vilja ekki Á nýliðinni kirkjuviku á Akureyri flutti Jón Bjöms- son félagsmálastjóri erindi kvöldið sem iielgað var „heimilinu og kirkjunni". Erindið vakti verðskuld- aða athygli þeirra sem á hlýddu, en þar sem þeir voru aðeins lítið brot bæjarbúa og telja verður að það eigi erindi til miklu fleiri hefur Norðurland fengið leyfi Jóns til birtingar. Ég veit ekki, hvernig því er varið með ykkur, en ég kem sjaldan í þetta hús. Kirkju- sókn mín takmarkast við fá- einar fermingar, skírnir og þanniglagaða fjölskylduvið- burði. í þessu á ég mér marga líka. Ég væri trúlega ekki staddur hér í kvöld, ætti ég ekki að tala. Samt er ég eng- inn svarinn andkirkjusinni og án alls efa ekki trúlaus, þó ég játi að trúarhugmyndir minar eru mér ekki skýrar. Oftast finnst mér samband mitt við kirkjuna einkennast af gagn- kvæmri erindisleysu. Þetta vildi ég sagt hafa, strax í bjrrj un míns máls, því hvað sem veldur, þá vil ég ógjarnan sigla undir fölsku flaggi og fylla þann flokk, sem hfæsnar í kirkju. Yfirskrift þessa kvölds kirkjuvi'kunnar á Akureyri er „Heimilið og kirkjan". Lengst af íslandssögunni voru heimil- in í landiriu sjálfu sér nóg um flest nema einmitt guðsþjón- ustuna, kirkjan var. öldum sam an nær eina stofnunin í sam- félaginu. Á þessari öld skipti snögglega um — og að margra mati breytti þessi öld heimil- unum of snögglega og of ört. Nútímaheimilið sækir fleira að, heldur en það skapar sjálft, öfugt við það sem var. Heim- ilið færist æ meir í það horf, sem kallað er kjarnafjöl- skylda; það er, að saman búi, hvílist og neyti matar, for- eldrar eða foreldri með img börn sín og aðrir heyri heim- ilinu ekki til. Bftir sem áður er heimilið neyslueining, sem aflar tekna í einn sjóð, sem síðan er ráðstafað sameigin- lega. Hinsvegar höfum við fært fjölmörg önnur verkefni, sem heimilið áður annaðist út af þeirra sviði inn á svið yfir- gripsmeiri stofnana og kerfa. Þannig er um fræðslu barna og, að hluta til, gæslu þeirra. Við höfum fært hjúkrun sjúkra og umönnun aldraðra og fatlaðra yfir til þar til gerðra stofnana. Almanna- tryggingakerfið hefur tekið við framfærslu tekjulítilla. Tekjuöflunin fer fram utan heimilisins á sérstökum vinnu stöðum, skemmtun fer fram á sérstökum skemmtistöðum, og við erum natin við að halda sérstakar barnaskemmtanir, sérstakar unglingaskemmtan- ir, sérstalkar skemmtanir fyr- ir aldraða. Til að sofa, éta og horfa á sjónvarp? Það er þónokkuð til í því, sem margir vilja meina, að nú tímaheimilið sé og sé aðeins staðurinn, þar sem maður sef- ur, étur og horfir á sjónvarp. En yfir þessu skyldi maður ekki vera hnugginn. Þetta er vissulega sú þróun, sem við höfum kosið okkur. Hér þýðir ekki að skella skuldinni á er- Kirkjan verður að stíga ofan af þeim stalli sem hún er á- lend áhrif; almenna hnignim góðra siða, eða hið illa nútíma líferni. Þetta er eins og við viljum hafa það, enginn hefur búið til nútímann nema við sjálf, og það er enginn ábyrg- ur fyrir honum nema við. En nú er heimilið einnig sá staður í okkar samfélagi, þar sem fólki óhindrað leyfist að þykja vænt hvort um annað, sýna hvort öðru ástúð og til- finningar. Annarsstaðar í þjóð félaginu er vart ætlast til gagn kvæmra tilfinninga af þessu tagi. Þar er maður víðast að kaupa þjónustu atvinnufólks gegn greiðslu, og við eigum enga kröfu til tilfinninga þess heldur aðeins verka. Þó úr- val vöru og þjónustu sé mikið, fæst hvergi keypt væntum- þykja, einlægni eða ástúð fyr- ir fé. Okkar samfélag ætlar því nánast ekki stað, að aðrir skiptist á þessum tilfinningum en foreldrar og börn, makar, systkini og aðrir nánustu frændur, þ. e. heimilisfólk. Það eru margir, og mun fleiri en áður var, sem ekki deila heimili með neinum, önnur heimili taka einungis yfir fjölskyldubrot. Margir búa einir, sumir á stofnunum, fjölmörg hjón eru bamlaus, ýmist hefur þeim ekki fæðst neitt barn eða bömin eru far- in að heiman. Heimili ein- stæðra foreldra í landinu skipta þúsundum. Og þó heim ili sé heilt og mannmargt er það engin trygging fyrir því, að það fullnægi mannsins þörf fyrir öryggi og ástúð. Við vit- um ekki fjölda þeiira heimila, sem það gera ekki. Sem kunn- ugt er skráir Hagstofa íslands ekki tölu hamingjusamra og óhamingj usamr a. Það er nú ekki ætlum mín að dásama fortíðina og svelgja í rómantík. Það eru engir á ís- landi í dag í svelti, og það er fáum kalt, veikist menn fá þeir lækningu sé þess kostur, og allt er þetta annað en áður var. Sumt er hinsvegar óbreytt. Sé til að mynda ein- hver einmana og vinalaus, þá er sú tilfinning hin sama nú eins og fyrir mannsaldri. Sé einhver útskúfaður og finnist honum allir líta niður á sig, þá er það svipuð kennd, hvar sem er í heiminum og á hvaða tíma, sem er. Og þrátt fyrir nýja öld og þá staðreynd, að fslendingar eru ekki lengur glorsoltnir, þá höfum við enga ástæðu til þess að halda, að þessar tilfinningar séu sjald- gæfari en var fyrir manns- aldri. Og það helgast sumpart af því, að heimilið er og hefur raunar ávallt verið veikur hlekkur, sé það eitt um að upp fylla tilfinningaþarfir fólks. Bæði er að það nær ekki til allra og er öðrum ónógt. Ekki eitt og sér En heimilið er ekki eitt og sér, heldur inni í samfélagi, það á sér grannheimili og ná- búa. Og það er min trú, að þó heimilið sjálft og tengsl heimilisfólksins sín í milli, hafi ef til vill breyst mikið, þá hafi tengslin milli heimil- anna, grenndin, nábýlið eða nágrennið, breyst ennþá meira á þessari öld. Ég hef löngun til þess að skýra þetta með dæmi úr minni eigin reynslu. Ég ólst upp í sveit hérna vestan við. Þar bjó, eins og gengur á hyerjum stað, fólk af ýmsu tagi í sveitinni. Á sum- um bæjunum voru eldri hjón, á sumum yngri hjón, á sum- um einbúar. Sumt fólkið var ævinlega kátt, annað oftast þurrlegt, sumt var vinnuSamt, sumt var sinnuminna og þar fram eftir götum. Þó fólk þarna vestra væri að sjálf- sögðu jafn ólíkt hvort öðru, eins og fólk ævinlega er í lynd iseinkun og háttum, fannst mér það deila kjörum sínum á allt annan veg en er til að mynda hér. Menn hjálpuðust að því, sem sameiginlega þurfti að gera. Þegar einn bóndinn átti úti mikið hey undir veðrum, komu hinir óbeðnir til, sem höfðu lausa stund og hjálpuðu til. Ný hey- vinnuvél var lánuð um alla sveitina. Þegar nýtt fólk flutt- ist á einn bæinn, var það heim sótt og því heilsað. Þarna voru stundum haldnar innansveitar skemmtanir, sem allir tóku þátt í, börn og gamalmenni líka. Þetta fólk gerði sem sagt eitt og annað með hvort öðru Þótt Akureyri sé ekki stór bær á heimsmælikvarða koma neikvæðari hliðar borgarsamfélags- ins skýrt fram í mannlegum samskiptum — eða samskiptaleysi öllu heldur. Jón Björnsson. og fyrir hvort annað, af því að það bjó nálægt hvort öðru. Sá sem bjó í þessari sveit kom hinum í sveitinni við, þeir skiptu sér af honum og hann af þeim. Nábýlið eitt, ekki frændsemi og ekki endilega vinátta, skapaði gagnkvæma ábyrgð og hluttekningu allra í lífi hins. Þetta átti jafnt við þó mönnum leiddist návist hvors annars, þá var þarna ákveðin samkennd. Sem sagt þarna bjuggu góðir nágrannar. Það væru stórlegar ýkjur að segja að þarna um slóðir hefðu menn elskað náungann eins og sjálfan sig, en þeir létu sér koma hann við og horfðu ekki afSkiptalaust á það, að færi illa fyrir honum. í bæ, og því fremur sem hann er stærri, virðast mér viðhorf nágranna til hvors annars vera öll önnur. í stað þeirrar hluttekníngar, sem mér þótiti þarna ríkja, er í bæ gjarnan dýrkað visst nafn- leysi. Menn vilja halda ná- grannanum í vissum fjarska og forðast það að hleypa hon- um að sér. Vandamál ná- grannans verða feimnismál, sem ekki er minnst á við hann sjálfan, en ef til vill rætt um honum á bak. Menn horfa oft aðgerðarlausir á hann fara í skítinn og láta eins og það komi þeim ekki við. í stað þess umgangast þeir sína vini, sína ættingja og sína klúbb- eða samfélags-menn. Fólkið í næstu íbúð kemur þeim ekki við. Hið mikla nábýli bæjar- ins, virðist hafa gert nálægð- ina að engu, jafnvel snúið henni upp í firringu og fjarska. Þarna er þeim hætt, sem eru ekki sjálfum sér nóg- ir á allan veg. Hrikaleg dæmi Ég býst við að það sé ekk- ert nýtt fyrir ykkur, að heyra kvartað yfir eiangrunarhættu borga og bæja. Hér á Akur- eyri hef ég orðið var við, að menn eru þó nokkuð drýldnir, hvað þetta varðar. Það er þá gjarnan viðurkennt, að svona löguð firring sé að sjálfsögðu úti í löndum, jafnvel í Reykja vík, en ekki á henni Akureyri. Því verð ég að mótmæla. Ég hef að vísu ðkki verið hér lengi, en mér finnst ég samt hér hafa séð hrikaleg dæmi um algjört skeytingarleysi fólks í bænum um hag granna síns. Ég ætla að nefna ykkur um það dæmi, vitandi það, að slfkt er áhættusamt í svo litlu samfélagi, en ég er þeirrar skoðunar, að það sé í rauninni Framhald á 6. siðu. 2 — NORÐURLAND

x

Norðurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurland
https://timarit.is/publication/784

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.