Norðurland


Norðurland - 25.03.1977, Blaðsíða 3

Norðurland - 25.03.1977, Blaðsíða 3
Ingveldur Gunnarsdóttir, Sólveig Jóhnansdóttir og Sigurður Finnbogason í hlutverkum sínum. í tilefni leiks í Hrísey Gíslí gramur Steingrími í fréttum útvarpsins nýlega var m. a. sú frétt, að sífellt fleiri vestur-þjóðverjar sofn uðu fyrir framan sjónvarps- tækin sín. Fréttinni fylgdi einnig að ekki væri vitað, vort svefndrunginn stafaði af leiðinlegri sjónvarpsdag- skrá eða of mikilli yfirvinnu. Ósjálfrátt fer maður að bera saman, hvernig skyldi þetta vera hér? Hvað sofna marg- ir íslendingar fyrir framna kassann sinn? Ef dæma ætti eftir yfirvinnu, þá væru þeir nokkuð margir og að við- bættri afspyrnu leiðinlegri sjónvarpsdagskrá þá mætti ætla að mikill meirihluti þjóðarinnar steinsvæfi fyrir framan Skjáinn á kvöldin, þ.e.a.s. ef að fólkið léti hafa sig í það á annað borð að glápa. Margt bendir til þess á síðustu misserum að fólk sættir sig ekki lengur við að láta mata sig þannig á ímynd uðu skemmtiefni, heldur kýs það að hafa frumkvæðið sjálft. Um þetta bera vitni t. d. hinar fjölmörgu leiksýningar áhugafólks víðsvegar um landið. Hér í Eyjafirði eru hvorki meira né minna en 8 sýningar í sýningu og æf- ingu. Undirritaður átti þess kost að sjá eina slíka út í Hrísey um sl. helgi. Þar er nýbúið að stofna leikklúbb, sem hef- ur það m. a. að markmiði að haldi uppi leikstarfsemi í plássinu. Slík starfsemi er Hríseyingum þó síður en svo framandi, því hér á árum áð ur og þó sérstaklega áður en sjónvarpið kom til sögunnar var sæmilega öflug leikstarf semi í Hrísey, var það Kven- félag Hrís^yjar, sem þar átti frumkvæði. En nú er það sem sagt leikklúbburinn Krafla í Hrísey, sem hefur tekið upp þráðinn og er það von mín að hann megi hald- ast óslitinn sem lengst. Er þar skemmst frá að segja að Orustan á Hálogalandi var frumsýnd sl. laugardag í Sæ borg fyrir troðfullu húsi og við mikil fagnaðarlæti. Leik ritið sem er eftir Harald Á. Sigurðsson o. fl. er gaman- leikur í Arnolds og Bachs stíí, þar sem karlarnir búa við konuríki og eru að reyna að fara á bak við þær svo hægt sé að drekka brennivin og eta nautakjöt í friði. Allt kemst upp að lokum og allt fer vel. Aðal atriðið í svona sýningu er að hún gangi hratt og örugglega fyrir sig og textinn komist vel til skila og það tókst með ágætum í Sæborg á laugardaginn. Leik stjóri er Aðalsteinn Bergdal og leikmynd gerði Hallmund ur Kristinsson. Næstu sýn- ingar eru í Freyvangi í kvöld kl. 9 og á Ólafsfirði á laugar dagskvöld. Steinar Þorsteinsson. FIMGRAFÖR Framhald af 1. síðu. sögn eftir tilvísun draum- spaks bónda og er hann ósnertur hjá geymsluskúr í skógarjaðri rétt hjá félags- heimildnu. Kassinn var gerður upptæk ur af sýslumannsembættinu. Leið nú og beið þar til 10. mars, að skólastjórinn lét taka fingraför af nemendum, öllum að óvörum. Mun þó enginn grunur hafa legið á þeim og tilefnið ekki þess virði að skólalbörnum sé misboðið vegma þess. Með aðgerðunum og þrjósk unni, sem felst í að hóta með valdbeitingu, er greinilega reynt að brjóta niður heil- brigt sfcolt og sjálfsvirðingu þeirra unglinga, sem sýna af sér þann roanndóm að standa á rétti sínum, einnig frammi fyrir yggldum yfirvöldum. Skólastjórum væri nær að byggja upp í nemendum mann lega reisn en reyna að brjóta hana niður. Þá er hlutur lögreglunnar í máli þessu nokkuð undarleg- ur þar sem sjálfsagt er að hafa barnavemdarnefndir og foreldra með í ráðum við rann sóknaraðgerð sem þessa, enda munu nokkrir foreldrar hafa sent beiðni til sýslumanns- embættisins um að fingraför bama þeirra verði eyðilögð, þar sem þeirra var aflað með vafasömum hætti vægast sagt. PlANÖ Óska ef tir að taka píanó á leigu. Þuríður, sími 2-13-99 Gísli Jónsson bæjarfulltrúi hefur beðið Norðurland fyrir birtingu eftirfarandi bréfs til Steingríms Eggertssonar vegna greinar hans í síðasta tölublaði, „Mér datt það í hug“, þar sem hann ber sam- an afgreiðslu á fjárstyrkjum bæjarstjórnar fyrr og nú. Svar Steingríms til Gísla birtist í næsta blaði. „Góði vinur, Steingrímur Eggertsson. f síðasta tölublaði Norður- lands (18. mars) deilir þú á mig fyrir afstöðu mína til um sóknar Alþýðuleikhússins um styrk úr bæjarsjóði Akureyr- ar og rifjar upp í því sam- bandi atkvæðagreiðslu um styrk til Karlakórs Akureyrar á sínum tíma. Vegna þessa bið ég þig að svara þremur spurningum af þinni venjulegu hreinskilni og birta svörin í Norðurlandi. Spumingarnar eru þessar: 1. Höfðu nokkrir af stofn- endum Karlakórs Akureyrar lýst yfir því, að kórinn ætti að stuðla að útbreiðslu tiltekinn- ar og einnar stjórnmála- stefnu? 2. Telur þú rétt, að almanna fé sé með pólitískum ákvörð- unum ráðstafað til þess að styrkja einhliða stjórnmála- áróður? Og ef svo er 3. Mundir þú sem bæjarfull trúi á Akureyri greiða t. d. at- kvæði með því, að fé úr sam- eiginlegum sjóði bæjarbúa yrði veitt til leikfélags, sem hefði að sögn stofnenda það markmið að útrýma sósíalisma á íslandi? Ég þykist vita, að þú svarir þessu fljótt og vel. Með bestu kveðjum, Gísli Jónsson.“ i fermingar g|afa Tjöld — allar stærðir Svefnpokar Bakpokar (norskir) Svampdýnur Kælitöskur Picknicktöskur Fótboltar og krokket AMARO HERRA- OG SPORTVÖRUDEILD SlMI 2-17-30 SÚMIÆSLANDS SVERÐÞESS OG SKJÖLDUR Plakat í fullum litum eftir Kristján Kristjánsson. Stærð: 47 x 57 sm. Fæst í bókaverslunum. IÐUNN Sími12923 Góð/r Akureyringar! I\lunið fermingarskeyti skátanna sölustaðir: 1. Skátaheimilið Hvammur, sími 21812 2. KEA Hrísalundi 3. Kaupangur 4. Iðnskðlinn 5. Olís hús við Glerárbrú 6. Otvegsbankinn Opið kl. 10-17 alla fermingardagana Styrkið start skátanna og veljið skátaskeytin Skátafélögin Akureyri Sími 21812 Eyfirðingar — Úlafsfirðingar Leikfélagið Krafla, Hrísey sýnir gamanleikinn Orustan á Hálogalandi í kvöld í Freyvangi kl. 9 og á Ólafsfirði laugardagskvöld kl. 9. Leikstjóri: Aðalsteinn Bergdal. NORÐURLAND — 3

x

Norðurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurland
https://timarit.is/publication/784

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.