Norðurland


Norðurland - 13.07.1978, Blaðsíða 2

Norðurland - 13.07.1978, Blaðsíða 2
IMORÐURLAND Málgagn sósíalista í ISIorðurlandskjördæmi eystra Ritnefnd: Böðvar Guömundsson. Helgi Guðmundsson, Soffía Guð mundsdóttir, Þórir Steingrfmsson og Þóra Þorsteinsdóttir. Ritstjóri: Þröstur Haraldsson (ábm.). Dreifing og auglýsingar: Kristín Ólafsdóttir. Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar:| Eiðsvallagata 18, sfmi 21875. Póstfang: Box 492, 602 Akureyri. Offsetprentun: Prentsmiðja Björns Jónssonar. Gefið út af kjördæmisráði Alþýðubandalagsins. Nýsköpun, Viðreisn, eða vinstri Að vonum hafa landsmenn velt því mjög fyrir sér undanfarna daga hverskonar ríkisstjórn hin einstæðu kosningaúrslit myndu leiða af sér. Verkalýðsflokkarnir hafa haldið all marga viðræðufundi til þess að kanna hver gæti orðið málefnaleg samstaða þeirra við úrlausn hina erfiðu pólitísku verkefna sem við blasa. Ekki hefur verið skýrt frá neinni niðurstöðu í þeim viðræðum enda j aldrei að því stefnt að flokkarnir kæmu sér saman um I málefnin til hlítar á því stigi. Nú hefur forseti hins vegar I falið Benedikt Gröndal að gera tilraun til myndunar meirihlutastjórnar. Það er löngu orðið ljóst að í Alþýðuflokkurinn vill Nýsköpunarstjórn, sem felur í sér aðild verkalýðsflokkanna og Sjálfstæðisflokksins. Það er raunar í hæsta máta vafasamt að kalla slíka stjórn Nýsköpunarstjórn við þær aðstæður sem nú ríkja. Á sínum tíma, þegar verkalýðsflokkarnir og hluti Sjálfstæðisflokksins stóðu saman að ríkisstjórn þá hafði hún það verkefni að skapa nýtt og öflugt atvinnulíf á Islandi. Til voru óhemju ljárhæðir í sjóðum erlendis, raunverulegur stríðsgróði. Það sem tókst með nýsköpuninni var það að koma í veg fyrir að verslunarvaldinu tækist að sólunda auðæfunum í sitt gróðabrall. Verulegur hluti fjárins var notaður til nýsköpunar í útgerð og fiskvinnslu, sem landsmenn hafa búið að allt fram á þennan dag. Til þess að þetta tækist dugði ekkert minna en bandalag verkalýðsstétt- arinnar við þann hluta borgarastéttarinnar sem hafði hagsmuna að gæta í framleiðsluatvinnuvegunum. I dag er öldin önnur eins og öllum ætti að vera Ijóst. Borgarastéttin hefur haldið uppi stanslausu styrjaldar- ástandi við verkalýðsstéttina undanfarin ár og hefur augljóslega tapað því stríði. Flokkur borgaranna, Sjálfstæðisflokkurinn hefur vissulega enn meira en þriðjung kjósenda á bak við sig, er fylgismesti flokk- urinn í iandinu. Ástandið innbyrðis í flokknum er hinsvegar líkast rjúkandi rústum og verður naumast séð að flokkurinn verði fær um að gera nokkurn skapaðan hlut annan en þann að græða sín eigin sár á næstunni ef það er þá mögulegt. Allra síst verður honum kleift að taka svo afdrifaríka ákvörðun sem að mynda pólitískt bandalag við sameinaða verkalýðshreyfmguna. Ástandið í Framsóknarflokknum er vissulega ekki betra en hjá íhaldinu svo skaðbrenndur sem hann er nú eftir heimilisvistina á íhaldsbólinu. Verkalýðsflokkunum er því nokkur vandi á höndum. Þá skortir enn örlítið á að hafa meirihluta kjósenda á bak við sig hins vegar hefur styrkur verkalýðshreyfingar innar í faglegu og pólitísku tilliti vaxið svo á síðustu mánuðum að fráleitt væri að mynda nú ríkisstjórn þar sem verkalýðsflokkarnir væru ekki báðir aðilar að. Vitað er að einhver hluti Alþýðuflokksmanna vill komast á ný í viðreisnarstjórn svo viskulegt sem það nú er fyrir flokkinn. Hins vegar virðist jafnframt Ijóst að í flokknum er mikill skilningur á nauðsyn þess að Alþýðubandalag og Alþýðuflokkur vinni saman og styrki þannig enn stöðu verkalýðshreyfingarinnar. Þær stjórnarmyndunarviðræður sem nú eru að heljast undir forystu Benedikts Gröndal sýnast því strax í upphafi ekki geta leitt til nema einnar niðurstöðu, sem sé þeirrar að mynduð verði vinstri stjórn, sé mönnum alvara í því efni að mynda meirihlutastjórn. Ýmsum kann samt að virðast að naumast sé rík ástæða til þess að verðlauna foringja framsóknar fyrir frammistöðuna undanfarin ár með því að gefa þeim kost á vinstra samstarfi sem örugglega yrði pólitískur ávinningur fyrir flokkinn. Vissulega verður miklum erfiðleikum bundið að finna málefnagrundvöil fyrir nýr'ri vinstri stjórn, í einstaka málum. Það sem hins vegar sker úr um mikilvægi þess að slík stjórn verði mynduð núna er sú staðreynd að með henni skapaðist möguleiki á að greiða úr efnahagsöngþveitinu á grundvelli hugmynda verkalýðshreyfingar innar og í öðru lagi tækist að einangra afturhaldið í Sjálfstæðis- floknum. Hið síðarnefnda er ákaflega mikilvægt því að hinn mikli styrkur Sjálfstæðisflokksins í landinu er í fullkomnu ósamræmi við hagsmuni þess mikla fjölda launafólks og bænda sem í landinu búa. Takist nú að einangra afturhaldið við þá iðju eina saman að foringjar þess keppist við að skamma hvern annan fyrir kosningaósigurinn er ákaflega þýðingarmiklum pólitískum árangri náð fyrir verkalýðsstéttina. hágé. Fjölmennt læknaþing á Akureyri haldið Gauti Amþórs- son segir frá þinghaldinu Um síðustu mánaðamót var haldið hér á Akureyri fjölmennt þing norrænna læknasamtaka og hér á eftir segir Gauti Arnþórsson yfirlæknir á Fjórðungssjúkrahúsinu frá því helsta sem þar fór fram: Dagana 28. júnítil 1. júlí 1978 var haldið á Akureyri þing Sambands um Menntun í Læknisfræðum á Norðurlönd- um (Nordisk Federation för Medicinsk Undervisning - NFFMU). Slík þing eru haldin á einhverju Norðurlandanna , annað hvert ár og eru fulltrúaþing samtakanna og aðalfundur, en auk þess er þá jafnan haldin vísindaleg ráðstefna á vegum þeirra. Þáer fjallað um einhver þau mál, sem sambandið hefur með höndum og vinnur að. Þetta er í fyrsta skipti, sem aðalfundur og kennsluráðstefna NFFMU eru haldin á íslandi. Einu sinni áður hafa samtökin haldið fund hérá íslandi, um sammenntun heilbrigðisstétta og nýjunar í skipulagningu heilbrigðisþjón- ustu, en það var árið 1974, og vakti sá fundur verulega athygli erlendra gesta. Markmið og skipulag Markmið samtakanna er að stuðla að framförum í kennslu í læknisfræði og öðrum heilbrigðisfræðum á Norður- löndum. Til þess að ná þessu markmiði skipuleggursamband ið námskeið, samráðsfundi, ráðstefnur og upplýsingamiðl- un með ýmsu móti: - samráðsfundi í heil- brigðisfræðum á tilteknum sérsviðum, - námskeið, t.d. um markmið í kennslu í heilbrigðisfræðum og um aðferðir, t.d. samningu námsefnis og kennslutæki, - námskeið í grunngreinum heilbrigðisfræða, en einnig til framhaldsmenntunar á öllum stigum, - gefur út fréttablað, „Federation Informer," en birtir einnig fræðslugreinar í tímaritinu Nordisk Medicin, - leitast við að vera vettvangur upplýsingamiðl- unar frá Evrópulöndum og alþjóðlegs samstarfs um framfarir í kennslumálum heilbrigðisstétta, - stofnar til samráðsnefnda á Norðurlöndum, sem rannsaki tiltekin atriði eða vandamál og beita sér fyrir umræðu um ogendurbótum á þessum málum. NFFMU var stofnað 1966. Fulltrúa með atkvæðisrétti á aðalfundi sambandsins tilnefna eftirtaldir aðilar á sérhverju Norðurlandanna: Menntamála ráðuneyti, Heilbrigðisráðu- neyti, Landlæknisembætti, Læknadeildir háskólanna og Læknafélögin. Samband læknastúdenta á Norðurlönd- um tilnefnir fulltrúa sameigin- lega fyrir öll Norðurlöndin. Stjórn samtakanna er skipuð 6 aðalmönnum, einum frá hverju Norðurlandanna og einum frá samtökum lækna- stúdenta á Norðurlöndunum. Fulltrúi íslands í stjórn samtakanna er Arinbjörn Kolbeinsson, læknir. Formaður er Ole Wasz-Höckert frá Þingið fór fram í Menntaskólanum. Finnlandi, en aðalritari Jörgen Nystrup frá Danmörku. Á aðalfundi samtakanna eru rædd mál er varða framfarir um kennslu og menntun lækna á öllum stigum grunn- og framhaldsmenntunar. Sam- bandið hefur á undanförnum árum í vaxandi mæli beitt sér fyrir framförum um menntun annara heilbrigðisstétta einnig og öllu er lýtur að samstarfi og samhæfingu hinna ýmsu stétta og starfshópa heilbrigðiskerfis- ins. Ennfremur vinnur sambandið að samræmingu þessara mála á Norðurlöndum og gagnkvæmum starfsréttind- um heilbrigðisstéttannna um öll Norðurlönd. Umrœður um sjúkraskrár Auk aðalfundarstarfanna og umræðna um störf sambands- ins og verkefnin framundan var jafnframt á þinginu á Akureyri haldin ráðstefna um nýjungar í ritun sjúkraskráa eða sjúkála (sjúkraskýrslna). Sjúkraskráin er nauðsynlegt tæki til farsællar umönnunar hinna sjúku, en er einnig mikilvæg heimild og raunar kennslutæki við mennt- un heilbrigðisstétta. Þessi ráðstefnuþáttur þingsins um sjúkálana fór að nokkru leyti fram sem námskeið um nýja gerð sjúkraskráa, auk umræðu- funda og samráðs, þar sem menn báru saman bækur sínar um reynslu af nýjungum á þessu sviði austan hafs og vestan. Kennarar á námskeiðinu voru Lawrence Weed, Leslie J. Sandlow og Philip Bashook frá Bandaríkjunum, en Max Rendall frá Bretlandi gerði grein fyrir reynslu þar í landi af nýrri gerð sjúkraskráa, sem hér var til umræðu. Flestir þeir íslensku læknar sem reynslu höfðu af þeirri gerð sjúkraskráa, sem hér var til umræðu, tóku þátt í umræðun- um og Guðmundur Sigurðsson héraðslæknir á Egilsstöðum gerði grein fyrir reynslu sinni af hinni nýju gerð sjúkála. Þessi nýja gerð sjúkraskráa hefur verið nefnd ,,vandliðuð“ sjúkraskrá (Problem-Oriented Medical Records) og er frábrugðin sjúkraskrám í hefðbundnu formi í veigamikl- um atriðum, en menn hafa á síðustu árum gert sér æ betur grein fyrir því, að slíkum sjúkraskrám er um margt ábótavant. Heilbrigðisþjónustan er nú á dögum orðin afar fjölþætt og magn þeirra upplýsinga, sem nauðsynlegt er að safna um hvern sjúkling, er orðið gífurlega mikið. Það hefur komið í ljós, að torvelt er að sækja tilteknar upplýsingar í sjúkraskrár, sem hafa hefðbundið form, með því að þær eru geysilmiklar fyrirferðar og flokkun upplýsinga í þeim er ábótavant. Þetta gerir það að verkum að erfitt er að veita sjúklingum eins skjóta og góða þjónustu eins og kostur væri, ef upplýsingar í sjúkraksýrslum væru aðgengilegri. Þetta torveldar líka allt skipulag og framkvæmd læknisfræðilegra rannsókna og er því þröskuldur í vegi framfara í læknisfræði. Sjúkraskrár veita grundvallar- upplýsingar, sem hagræðing og skipulag heilbrigðisþjónustu byggist á og er því mikilvægt að þær séu vel skipulagðar og upplýsingar í þeim aðgengileg- ar. Á undanförnum árum hefur i mörgum löndum verið reynt að hanna ný sjúkraskrárkerfi. 1968 setti Lawrence Weed, prófessor í lyflækningum við háskólann í Vermont í Bandaríkjunum, fram tillögur um nýtt sjúkraskrárkerfi. Þetta kerfi, vandliðuð sjúkraskrá, er í meginatriðum frábrugðið hinu hefðbundna að því leyti, að þær upplýsingar, sem safnað er um sjúklinginn, eru flokkaðar eftir þeim vandamálum, sem að honum steðja, en ekki eftir uppruna upplýsinganna. Með Framhald á bls. 5. 2 - NORÐl RI.AND

x

Norðurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurland
https://timarit.is/publication/784

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.