Norðurland


Norðurland - 13.07.1978, Blaðsíða 5

Norðurland - 13.07.1978, Blaðsíða 5
Læknaþing Framhald af 2. síðu. þessu móti gefur sjúkraskýrslan skýrari mynd af þeim vandamálum sjúklingsins, sem mestu máli skipta, og fyrir bragðið verður auðveldara að sinna þeim fljótt og vel. Ennfremur verða upplýsingar í sjúkraskýrslum aðgengilegri fyrir tölfræðilega úrvinnslu og því verða læknisfræðilegar rannsóknir svo og mat á gæðum heilbrigðisþjónustunnar og skipulag og hagræðing í henni auðveldari. Þetta kerfi hefur smám saman verið tekið upp víða um heim, bæði við háskólaspítala, almenna spítala, heilsugæslustöðvar og hjá einstökum læknum. Menn eru ekki á eitt sáttir um alla þætti þessa kerfis eða við hvaða aðstæður sé hagkvæmast að beita því, en þess ber að geta að auðvelt er að breyta kerfinu og laga það að mismunandi aðstæðum án þess að grundvallarhugmyndin glatist. Þetta kerfi auðveldar mjög alla samvinnu þeirra, sem starfa að heilbrigðismálum og einnigt samstarf milli ’heilbrigðisstofn- ana og auðveldara verður að beita tölvutækni í heilbrigðis- þjónustunni. Reynslan hér á landi. Kerfið hefur enn sem komið er lítið verið notað hér á landi. Nokkrir íslenskir læknar hafa kynnst því erlendis og gert tilraunir með notkun þess hér á landi, en Guðmundur Sigurðs- son, héraðslæknir á Egilsstöð- um, tók þetta kerfi upp fyrstur manna hér á landi með skipu- legum hætti árið 1976 og Heilsugæslustöðin á Egilsstöð- um styðst nú eingöngu við sjúkraskrár, sem rkaðar eru skv. þessu kerfi. Á þinginu skýrði Guðmundur Sigurðsson frá reynslu sinni af þessu kerfi eins og áður getur. Hann gat þess ma. að pappírsvinna yrði með þessu kerfi minni en ella og kvað alla starfsmenn Heilsu- gæslustöðvarinnar á Egilsstöð um samdóma um ágæti hins nýja kerfis og yfirburði þess yfir sjúkraskrár með hefðbundnu formi. Nú þegar hefur verið unnt að fá fram upplýsingar um nýtingu heilbrigðisþjónustunn ar á Egilsstöðum, sem tafsamt og torvelt hefði verið að vinna, ef þessa nýja sjúkraskrárkerfis hefði ekki notið við. íslenskir læknar sem auk Guðmundar Sigurðssonar þekktu hið nýja sjúkraskrár- kerfi af eigin reynslu erlendis eða vegna rilrauna sinna með það hér á landi, tóku virkan þátt í umræðum á þinginu og vakti framlag þeirra athygli. Það er því ljóst, að íslensk læknastétt réði yfir verulegri þekkingu á þessu sviði þegar áður en þingið var haldið en auk þess vaknaði áhugi flestra við- staddra fyrir þessu máli og má vænta þess, að í náinni framtíð verði gerðar á landi voru frekari tilraunir með sjúkála, sem sniðn ir eru í líkingu við það, sem lýst var og rætt á þinginu. Meðal annars mun læknadeild Há- skóla íslands taka þetta mál til umfjöllunar á sérstökum fundi í næstu framtíð. Þótt vandlega rituð og hönn- uð sjúkraskrá hafi fyrir éngan meira gildi en hinn sjúka sjálfan eins og áður getur, er gildi hennar víðtækt, ekki síst fyrir kennslu læknisefna og annara heilbrigðisstétta. Segja má að ágæti sjúkálsins fyrir sjúkling- inn sjálfan og nemendur í læknis- og heilbrigðisfræðum haldist í hendur og vaxi í réttu hlutfalli og samstíga fyrir alla aðila, sem hluteigaað máli. Hin „vandliðaða“ sjúkraskrá virðist til þess fallin að gefa glögga Að hverju brosir Ólafur? Nokkuð er skap manna að færast í fyrra horf eftir kosningar. Æsingur og spenna blóðnæturinnar eru að réna í taugum og líkt og á Agli forðum komast nú brýn manna á lag. Við taka spádómar og draumvitranir, menn sjá fyrir sér viðreisn og vinstri, nýsköpun og þjóðstjórn, nokkrir eru farnir að spá kosningum í haust. Hvað sem uppá kann að koma, þá er víst, að tvírætt bros leikur aftur um varir Ólafs Jóhannessonar þessa daga. Nokkrir hafa reyndar tekið sig til og skrifað eftirmæli framsóknarmaddömunnar og þeirra brúðguma hennar sem hurfu svo sviplega af yfirborði alþingis, eitt verður um þá alla sagt: svo lítil eftirsjá sem er í hverjum föllnum íhaldsgaur þá er mér harmur í hjarta yfir sérhverjum framsóknarmanni sem fellur til jarðar. Með honum fellur nefnilega enn ein fjölin úr þeirri höll sumarlandsins sem aldamótamenn hugðust reisa vormönnum íslands. Guðsblessun sauðkindarinnar og líkamsrækt ung- mennafélaganana, menntastarf lestrarfélaganna og seinna héraðsskólanna, landgræðsla skógræktarfélag- anna, - allar þessar fögru og nytsömu hugsjónir voru í árdaga styrkur þess Framsóknarflokks sem búinn er að berja spyrðubandið í nestið sitt og tekur nú við að sauma að sér líkklæðin. Og allt vegna einnar hræðilegrar yfirsjónar, þeirrar að afneita stéttlægum orsökum þjóðfélagsþróunar og gerast þar með málpípa þeirrar stéttar sem vill reisa auð sinn og velmegun á þrældómi annarra. Hefði nú framsóknarflokkurinn borið gæfu til að skilja, að það að endurklæða þetta land krefst samvinnu alls fólksins sem í því býr, samvinnu en ekki arðrán stéttar á stétt. Sami skilningur gæti líka komið i veg fyrir unglingavilligötur, eiturlyf sjálfsmorð og lífsfjandskap, gæti sem sagt hrundið hugsjónum ungmennafélaganna i framkvæmd. Um siðustu aldamót lifðu íslendingar í mun einfaldara þjóðfélagi en þeir gera nú. Miðstéttin var tæplega til, sama gilti um eiginlegan verkalýð. En engu að síður voru stéttir sem komu i stað þeirra, þar sem voru sjálfseignarbændur og vinnufólk í sveitum. Fyrir sjálfseignarbændur var Framsóknarflokkurinn góður af því að hann gerði ekki ráð fyrir neinum kjarabótum til handa vinnufólkinu. Hin eina von þess var sjálfstæðis- von Bjarts í Sumarhúsum. Enn þann dag í dag verða Eftir Ðöðvar Guðmundsson framsóknarmenn sauðarlegir á svipinn þegar minnst er á stéttir í þjóðfélögum og aka sér. Og því fór sem fór. Heyrt hef ég og séð á prenti, að ósigur Framsóknar- flokksins í kosningunum hafi stafað af rógi Alþýðu- bandalagsins og dómsmáladansi Vilmundar. Hvorugt mun þó rétt. Þeir sem helst kjósa Framsóknarflokkinn búa úti í sveit. Þeir eru leifar aldamótaþjóðfélagsins. En í stað þess að vera að hluta sjálfseignabændur sem gátu kúgað vinnufóik þá eru flestir bændur nú einyrkjar sem eru arðrændir af þeim sem kaupa hráefnin sem þeir framleiða og selja unnin til neytenda. Þeir eiga með öðrum orðum meiri samleið í dag með vinnufólkinu um aldamótin en bændunum. Þetta fólk hefur nú brugðið trúnaði sínum við madame og það á sér stéttarlegar orsakir, ekki sökum skrifa eins eða annars. Aftur á móti eru til bændur sem enn halda ást og þokka á madame. Það eru ríkir bændur, stórbændurnir fáu sem ekki eru að streitast i blóðspreng við að standa í skilum. Þeir skilja vel að hættan sem steðjar að veldi þeirra er ekki hvað þýtur í nösum Vilmundar, heldur aukin áhrif smábændanna. Þeir skilja að Framsóknarflokkurinn er að einu alveg eins og Sjálfstæðisflokkurinn, þe. að vilja halda óbreyttu hlutfalli ríkra og fátækra. Og tvírætt bros leikur um varir Ólafs Jóhannessonar. Ólafur er maður heilskyggn á samfélagið, drengur góður og lærður vel. Að hverju er hann að brosa? Er hannn kannski laumukommi? Kannski laumukrati? Ekki brosir hann Einar, enda sjálfur búinn að uppgötva að Karl gamli Marx fór ekki með fleipur. Og hvernig ætla þeir heiðursmenn að endurreisa hina sliguðu madömu. Allavega vita þeir báðir, að verði ekki eitthvað gert þá munu börn kerlu snúa sér til annarra átta innan skamms. Verði Framsóknarflokkurinn hins vegar marxískur flokkur með haldgóða þjóðfélagsgreiningu þá á hann mikla framtíð fyrir sér, þá gæti svo farið að hann yrði stærsti flokkurinn á þingi eftir næstu kosningar. Kannski hinn umræddi evrópukommúnismi finni sér nú loksins farveg á íslandi. Haldið þið að það verði sjón að sjá gömlu konuna þegar hún rís úr bosi og stígur faldafeyki við formenn ítalska og portúgalska kommúnistaflokksins. Er það kannski að þessari framtíðarsýn sem Ólafur brosir. g q heildarmynd af manninum sjálf um, sem skráin lýsir, og auð- velda mat á vægi og samtvinnun hinna einstöku vandamála, sem steðja að honum. Þess vegna má gera ráð fyrir því, að slík hönnun sjúkálsins auðveldi nemendum að skilja rétt hin einstöku vandamál sjúklingsins og sjá þau í samhengi við alla þætti persónuleika hans. Því var það, að Samband um Menntun í Læknisfræðum á Norðurlöndum tók þetta efni til meðferðar á þingi sínu, enda munu fá efni jafn vel sameina augljósan aðalþátt í öllu heil- brigðisstarfi, virðinuna fyrir og skilninginn á persónu hins sjúka manns, skilningi nemenda og kennslu í rökréttri hugsun um mðferð þeirra vandamála hins sjúka, sem geta talist vera innan seilingar læknislegrar meðferð- ar og heilbrigðisúrræða. Vel heppnað þing Þing samtakanna á Akureyri tókst í alla staði prýðilega og var mjög vel sótt. Um 100 þátttakendur voru frá hinum Norðurlöndunum auk 4 kenn- ara frá Bandaríkjunum og Bretlandi og u.þ.b. 60 íslenskra þáttakenda, lækna og hjúkrun- arfræðinga. Þingið var haldið í húsakynnum Menntaskólans á Akureyri að Möðruvöllum, en móttöicuathöfn fór fram á Sal í hinni fögru aðalbyggingu skól- ans. Erlendir þáttakendur í þinginu og íslenskir gestir frá stöðum utan Akureyrar bjuggu að Hótel Eddu í heimavist Menntaskólans. Húsakynnin reyndust nægilega rúmgóð og ágætlega til þinghalsins fallin og öll þjónusta Edduhótelsins var til fyrirmyndar. Þátttakendur í þinginu voru því mjög ánægðir með alla fyrirgreiðslu og að- búnað og luku upp einum munni unr það gagn og þá ánægju sem þeir hefðu haft af dvölinni á Akureyri. Meðal ánægjuefna utan þinghaldsins var sigling um Eyjafjörð og veiðiferð á Hríseyjarmið með sjóstengur, sem farin var á vélskipinu Drangi á fimmtu- dagskvöldinu 29. júní og tókst mjög vel, enda veður fagurt. Ennfremur kvöldveisla bæjar- stjórnar Akureyrar föstudags- kvöldið 30. júní, en þar flutti Tryggvi Gíslason, skólameistari Menntaskólans á Akureyri og bæjarfulltrúi, hátíðarræðu, sem var rómuð af öllurn viðstödd- um. Var þáttur hans í þessu þinghaldi því mikill, en hann hafði áður fúslega lánað hús- næði Menntaskólans til þess. Forseti bæjarstjíórnar, Soffía Guðmundsdóttir, stjórnaði hóf- inu. Þetta þing Samtaka um Kennslu í Læknisfræðum á Norðurlöndum var fyrsta þing samtakanna á íslandi og fyrsta stóra þinghald á Akureyri með þátttakendum frá mörgum lönd um. Það tókst í alla staði framúrskarandi vel og var land- inu og bæjarfélaginu til sóma. Þinginu lauk með ferð til Mývatns síðdegis laugardaginn 1. júlí og léttum en ánægjuleg- um kvöldverði í Sjálfstæðishús- inu á Akureyri, áður en gestirnir héldu af staðheimleiðis um kvöldið. (Allar fyrirsagnir eru blaðsms.) Kvenskor Margar teg. Barnaskór Stærðir 17-35 Glæsilegt úrval. PÓSTSENDUM. SKÖDEILD HAFNARSTR. 91-95 - AKUREYRI -SlMI (9<) ÍUOO NORÐURLAND- 5

x

Norðurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurland
https://timarit.is/publication/784

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.