Organistablaðið - 01.11.1970, Blaðsíða 24

Organistablaðið - 01.11.1970, Blaðsíða 24
SIGURJÓN KJARTANSSON organisti Víkurkirkju Sigurjón Kjartansson fæddist að Drang&hlíðardal undir Eyja- fjöllum 29. júní 1888. Foreldrar hans voru lijónin Kjartan Guð- mundsson og Solveig Finnsdóttir. Sigurjón lauk kennaraprófi 1912, fór síðan til Víkur í Mýr- dal og gerðist þar verzdunar- maður hjá Kaupfélagi Skaftfell- inga, en kaupfélagsstjóri þá var bróðir Sigurjóns, Bjarni Kjart- ansson, síðar á Siglufirði. — Hjá Kaupfélaginu vann Sigurjón síð- un óslitið til 1948 og var kaup- félagsstjóri frá 1932. Til Reykjavíkur fluttist hann 1948 og vann eftir það hjá S.Í.S. meðan starfskraftar entust honum. Hann lézt 12. febrúar s.I. og fór útför hans fram frá Víkurkirkju laugardaginn 25. fdbrúar. Hér verður með nokkrum orðum sagt frá organista- starfi Sigurjóns og mikilvægum þætti hans í menningarlífi Víkur- kauptúns og nágrennis í áratugi. eyjan fór í eyði og því síðasti organleikari sem við þá kirkju hefur verið. — Elías kenndi mörgum að leika á harmoníum. Átti liann um tima mörg hljóðfæri, sem hann léði gegn vægu gjaldi. Kom það sér vel fyrir inarga því að hljóðfæraskorturinn var oft Þrándur í Götu hjá þeim, sem vildu læra á hljóðfæri. Árið 1930 samdi Elías og gaf út lítið rit: — Harrnoníum — eru í því góðar og gagnlegar upp- lýsingar og leiðbeiningar um gerð og meðferð þeirra hljóðfæra. Elias fékkst lengi við hljóðfæraviðgerðir og liljóðfæraverzlun. Ut- vegaði liann m. a. hljóðfæri í margar kirkjur. Hljóðfæraverkstæðið 'og verzlunin er nú í höndurn Gissurar sonar hans. Elías kvæntist 1904 Pálínu Elíasdóttur, bónda á Steinsmýri í Meðal- landi. Lifir hún mann sinn ásamt 4 börnum þeirra. 24 ORGANISTABLAÐIÐ

x

Organistablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.