Norðurland - 03.12.1986, Blaðsíða 3

Norðurland - 03.12.1986, Blaðsíða 3
NORÐURLAND - 3 Gleymið ekki smáfuglunum! Mynd. -yk. Gigtarfélag á Akureyri Stofnfundur verður haldinn á Hótel KEA næstkomandi mánudag Áhugahópur um stofnun gigtarfélags á Akureyri hyggst gangast fyrir kynningar- og undirbúningsstofnfundi á Hótel KEA mánudaginn 8. des. n.k. klukkan 20:30 og þangað eru allir velkomnir, bæði gigtsjúkir og aðstandend- ur þeirra, svo og aðrir sem áhuga hafa á að taka þátt í bar- áttunni við þennan skæða sjúkdóm. Á blaðamannafundi sem hóp- urinn hélt fyrir skömmu kom fram að á Akureyri er stór hópur fólks með gigt og ef hlutfall gigt- sjúkra hér er líkt því sem annars staðar gerist má áætla að 1200 til 1400 Akureyringar séu slæmir af gigt. Miklu fleiri verða einhvern tíma á ævinni fyrir barðinu á gigt eða u.þ.b. annar hver maður. Gigtin er algengasta orsök fötlunar og fjarvista frá vinnu og þessvegna dýrasti sjúkdómur þjóðarinnar í beinhörðum pen- ingum. Gigtarsjúkir eiga sér hags- munafélag, Gigtarfélag íslands, sem er 10 ára um þessar mundir en að sögn þeirra sem nú vilja stofna gigtarfélag á Akureyri hef- ur starf þess að mestu miðast við uppbyggingu og þjónustu við gigtsjúka á höfuðborgarsvæðinu. Með stofnun félags hér nyrðra er vonast til að flýta megi fyrir upp- byggingu þjónustu við gigtsjúka sem um margt er töluvert ábóta- vant. Hér er t.d. enginn starfandi gigtarsérfræðingur og endurhæf- ingar- og þjálfunaraðstaða fyrir gigtveika er afar bágborin. Að sögn Halldórs Halldórsson- ar yfirlæknis, sem hefur töluvert fengist við gigtveika, standa von- ir til að skapist aðstaða fyrir með- ferð á gigtveikum í endurhæf- ingardeild sem áætlað er að rísi við Kristnesspítala. Pó er sá ann- marki á að þar er ekki gert ráð fyrir sundlaug, en vatsnmeðferð er afar mikilvæg í þjálfun gigt- veikra. „Síðast en ekki síst teljum við að með því að vera í félagi getum við veitt hvert öðru þann mór- alska stuðning sem gigtveikir og aðstandendur þeirra, t.d. foreldr- ar barna með liðagigt, þurfa svo mjög á að halda. Það eru nefni- lega svo fáir aðrir sem vita að það er ekkert „bara“ að vera með langvarandi gigt,“ segir í niður- lagi fréttatilkynningar sem dreift var á fundinum. -yk. Kjaramál: Uppstokkun launakerfis Nauðsynleg til að hægt verði að bæta kjör þeirra lægstlaunuðu Iðja, félag verksmiðjufólks á Akureyri hefur sent frá sér svohljóðandi ályktun um kjaramál: Fundur í stjórn og trúnaðar- mannaráði Iðju, félags verk- smiðjufólks á Ákureyri, haldinn 18. nóvember 1986 leggur höfuð- áherslu á að við komandi samn- inga verði kjör þeirra lægstlaun- uðu leiðrétt. Fað verði gert með uppstokkun launakerfisins, færslu kaupauka og álags inn í taxtakaup og grunnkaupshækk- unum. Fundur í stjórn og trúnaðar- mannaráði bendir á að niður- staða launakönnunar kjararann- sóknarnefndar sýnir svo ekki verður um villst, að laun iðn- verkafólks eru lélegri en laun í flestum öðrum starfsgreinum. Við það verður ekki unað. Mark- mið næstu samninga eru því að leiðrétta það misrétti sem verka- fólk hefur orðið fyrir í kjaralegu og launalegu tilliti. Niðurstaða komandi samninga verður að vera sú að hægt sé að lifa af dag- vinnulaunum. Fundurinn fagnar framkom- inni ályktun frá sambandsstjórn og formannafundi Alþýðusam- bands Norðurlands, sem haldinn var 15. nóvember s.l., þar sem lögð er megináhersla á að í kom- andi samningum verði að nást kjaralegt jafnvægi og leiðréting milli starfstétta, landshluta og kynja. Fundurinn hvetur félagsmenn Iðju til að búa sig undir komandi samninga og til samstöðu um ofangreind markmið. Franz Árnason hitaveitustjóri í gær samþykkti bæjarstjórn Akureyrar tillögu stjórnar veitustofnana bæjarins um að ráða Franz Árnason í starf hitaveitustjóra. Alls sóttu 9 um starf hitaveitu- stjóra, þar af óskuðu tveir nafn- leyndar. Hinir eru: Eiríkur Jónsson, verkfræðingur, Ólafur Wernersson, tæknifræðingur, dr. Stefán G. Jónsson, eðlisfræðing- ur, Steinar Frímannsson, verk- fræðingur, Sæþór L. Jónsson, tæknifræðingur og Þorsteinn Sig- urðsson, verkfræðingur. Einhugur var í veitustjórn og bæjarstjórn um að ráða Franz. -yk. ALÞYÐUBANDALAGIÐ Lárusarhús. Stuðningsfólk Alþýðubandalagsins Þeir sem ganga í Alþýðubandalagið, í síðasta lagi á kjördag, 6. des. n.k., geta tekið þátt í forvali Alþýðubandalagsins í Norðurlandskjördæmi eystra. Formenn félaganna skrá nýja félaga en þeir eru: Björn Valur Gíslason, Ólafsfirði, sími 62501, Kristján Aðalsteinsson, Dalvík, sími 61665, Hilmir Helgason, Akureyri, sími 22264, Hjörleifur Sigurðarson, S. Þing., sími 44266, Helgi Krist- jánsson, Húsavík, sími 41343, Stefán Leifur Rögnvaldsson, Öxarfirði, sími 52230, Þorsteinn Hallsson, Raufarhöfn, sími 51243, Dagný Marin- ósdóttir, Þórshöfn og nágr., sími 81166. Sjá einnig auglýsingu um kjörstaði á örðum stað í blaðinu. Stjórn kjördæmisráðs Alþýðubandalagsins í Norðurlandskjördæmi eystra. Alþýðubandalagið á Akureyri Opið hús verður á forvalsdaginn, 6. desember klukkan 15:00 til 17 :00. Kaffiveitingar. Stjórn ABA Sjálfboðaliðar óskast Nú standa fyrir dyrum endurbætur á Lárusarhúsi, Eiðsvallgötu 18, bæði að utan og innan. Það á að þrífa og mála og dytta að einu og öðru og ætlun- in er að Ijúka sem mestu áður en kosningabarátt- an kemst í algleyming, seinni hluta vetrar. Þeir sem gætu hugsað sér að leggja hönd á plóginn eru beðnir að setja sig í samband við formann hússtjórnar, Ingibjörgu Jónasdóttur, í síma 25363 (h) eða 25392 (v). Hússtjórn Lárusarhúss. Bæjarmálaráð Alþýðubandalagsins á Akureyri heldur fundi 1. og 3. mánudag hvers mánaðar. Þar koma bæjarfulltrúar og nefndamenn Alþýðu- bandalagsins saman og ræða um dagskrá næsta bæjarstjórnarfundar, auk annarra mála sem upp kunna að koma hverju sinni. Allir félagar velkomnir. Stjórn bæjarmálaráðs. Bæjarmálaráð Alþýðubandalagsins á Akureyri Fundur verður haldinn n.k. mánudag, 8. des- ember, um skipulag skólahverfa á Akureyri. Rætt verður um framtíðaráætlun til næstu 10 ára. Stjórnin.

x

Norðurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurland
https://timarit.is/publication/784

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.