Norðurland - 03.12.1986, Blaðsíða 5

Norðurland - 03.12.1986, Blaðsíða 5
NORÐURLAND - 5 i meirihlutans un með sameiginlegum forstöðu- manni. Þessi ákvörðun var tekin í tengslum við ákveðna uppstokk- un í stjórnskipan bæjarins, sem hlýtur reyndar að hafa verið mik- ið átak fyrir bæjarstjórn undir forystu framsóknarmanna, því þar er um afdrifaríka stefnu- mörkun að ræða. Rétt er þó að geta þess að farið var afar varlega í allar breytingar og langt í frá að búið sé að endurskipuleggja stjórnsýslu bæjarins eins og ætl- unin var að gera. En þetta var útúrdúr. Ég var að tala um sam- einingu Lystigarðs og Náttúru- gripasafns. Umhverfismálanefnd bæjarins gerði tillögur að stefnumótun bæjarstjórnar fyrir hina nýju náttúrufræðistofnun. Nefndin lagði til að þeirri starfsemi sem verið hefur í garðinum og safninu yrði fram haldið og leitast við að efla hana. Einnig lagði nefndin til að leitað yrði eftir auknum verk- efnum á sviði náttúrurannsókna á Norðurlandi, en fyrirsjánlegt er að töluvert mun falla til af slíkum verkefnum á næstu árum og yrðu þau að líkindum unnin af vís- indamönnum úr Reykjavík að öðrum kosti. Þessi síðari liður yfirlýsingar- innar féll bæjarfulltrúum vel í geð, enda útlátalítið að ætla að reka stofnun á verkefnum sem aðrir greiða. Hitt var þeim erfið- ari biti að kyngja að samþykkja að haldið yrði áfram þeirri starf- semi sem verið hefur á kostnað bæjarins til þessa. Þann hluta vildu fulltrúar meirihlutans og framsóknar fella út og til að friða þá sem múðruðu var sagt að eðli- legra væri að væntanlegur for- stöðumaður tæki þátt í að móta stefnuna. Gunnar Ragnars bæjarfulltrúi íhaidsins sagði eitthvað á þá leið að varhugavert væri að fara að samþykkja ein- hverja stefnumótun sem síðan yrði veifað framan í menn í tíma og ótíma. í sama streng tók Sigurður J. Sigurðsson og báðir komu þeir því fram eins og sannir framsóknarmenn. Vandinn sem þessum heiðurs- mönnum sést yfir er hins vegar sá að ef engin staðfesting liggur fyrir um stefnu bæjarins í málefnum Lystigarðs og Náttúrugripasafns er ekki víst að nokkur maður kæri sig um að sækja um starf forstöðumanns. Ekki verður reynslan til að fegra starfið því það hefur ekki vantað viljann hjá forstöðumanni Náttúrugripasafns og stjórn safnsins á undaförnum árum til að móta stefnu sem duga mætti til að lyfta því á þann stall sem það verðskuldar sem vís- indastofnun. Það hefur hins veg- ar staðið á bæjarstjórninni sem furðu lítinn áhuga hefur sýnt því stórmerkilega starfi sem for- stöðumenn og aðrir starfsmenn safnsins hafa unnið við rannsókn- ir á náttúru landsins, sérstaklega gróðri. Það að þessum rannsókn- um verði haldið áfram er for- senda fyrir því að hæfustu menn á sviði náttúruvísinda sækist eftir starfi forstöðumanns hinnar nýju náttúrufræðistofnunar, - sem mér finnst reyndar mun smekk- legra að nefna „Náttúrustofu Norðurlands." Vonandi átta akureyrskir „framsóknarmenn“, - hvar í flokki sem þeir standa, - sig á því að í þessu máli þýðir ekkert ann- að en að sýna stórhug og setja markið hátt. Ef bærinn býr myndarlega að hinni nýju stofn- un og sér til þess að þar verði merki vísindanna áfram haldið hátt á lofti, þarf ekki að óttast að þeir peningar sem í það verða lagðir skili sér ekki aftur til bæjarins í einhverri mynd. Til þess að af því megi verða þarf að marka stefnu, undanbragðalaust og sem fyrst. Höfundur er fulltrúi Alþýðubandalagsins í u/nhverfismálanefnd Akureyrar en sú nefnd fer m.a. með málefni Lystigarðsins og Náttúru- gripasafnsins á Akureyri. AKUREYRARBÆR Akureyrarbær auglýsir Atvinnulóðir í Innbæ Bæjarstjórnin hefur ákveðið að kanna áhuga á upp- byggingu svæðis fyrir blandaðan atvinnurekstur í Innbænum (sjá kort). Áformað er að skipuleggja svæðið síðan með hliðsjón af óskum og þörfum áhugaaðila. Margskonar rekstur getur komið til álita á svæðinu, s.s. þjónusta fyrir ferðamenn, almenn þjónusta og verslun fyrir bæjarbúa, vinnustofur/verkstæði, iðn- rekstur í smáum einingum o.s.frv. Vegna sérstaks varðveislugildis Innbæjarins og nálægðar svæðisins við íbúðabyggð mun verða lögð megináhersla á að lóðir og byggingar verði sem snyrtilegastar og að starfseminni fylgi ekki ónæði eða mengun. Áhugaaðilar geta komið óskum sínum og sjónarmið- um á framfæri, skriflega eða munnlega, við skipu- lagsdeild Akureyrarbæjar Hafnarstræti 81, fram til 15. desember nk. Skipulagsdeildin veitir einnig allar nánari upplýsing- ar. Skipulagsstjóri. „Skynsamleg menningarstefna opinberra aðila sem miðaði að því að efla Akureyri, er stórmerkilegt landsbyggðar- mál.“ Mynd: KGA Menningarmál: „Sjálfstæðismál að íslenskt menningarlíf sé sem öflugasf - segir Þröstur Ásmundsson, fulltrúi Alþýðubandalagsins í menningarmálanefnd Akureyrar Nýlega var haldið málþing um menningarmál á Akureyri og var það menningarmála- nefnd Akureyrar sem boðaði til þingsins. Fulltrúi Alþýðu- bandalagsins í menningarmála- nefnd er Þröstur Ásmundsson. Norðurland spurði hann hvemig þetta fyrsta og væntan- lega ekki síðasta málþing um menningarmál hefði tekist. „Ég held að flestir séu sam- mála um að þetta málþing hafi tekist vel, enda var þátttakan góð og þarna voru viðraðar ýmsar athyglisverðar hugmyndir og ábendingar til menningarmála- nefndarinnar. Markmið nefndar- innar var einmitt að fá þá sem best þekkja til, til að setja fram tillögur um það hvernig bæjar- félagið fyrir sitt leyti gæti skapað menningarstarfsemi í bænum sem þroskavænlegust skilyrði. Og mér virtust flestir sammála um að okkur vanti hér ýmislegt til að lista- og menningarlíf hafi þá umgerð eða starfsramma sem nauðsynlegur er og sómi okkar býður. Menningarmiðstöð í einni eða annarri mynd er á dagskrá á Akureyri um þessar mundir. En málþingið sýndi að menn þurfa að skýra hugmyndir sínar og glöggva sig betur á einstökum þáttum málsins. Við þurfum að passa okkur á því að rugla ekki of miklu saman í þessu efni. í háskólamálinu þurfum við Akur- eyringar að koma okkur niður á einfalda og framkvæmanlega hugmynd og reynast síðan menn til að koma henni í gegn. Ég er hins vegar ekki viss um að við ættum að blanda því máli of mik- ið saman við væntanlega menn- ingarmiðstöð. En auðvitað þarf að skoða þetta allt saman mjög vel og ég vil að sjálfsögðu ekki fullyrða of mikið að óathuguðu máli.“ - En nú er starfssvið menning- armálanefndar mjög víðtækt. Undir hana falla t.d. húsfriðunar- sjóður og söfn. Kostar ekki mikla peninga að sinna öllum þessum málum sómasamlega? „Að sjálfsögðu kostar þetta allt saman peninga. En við sem teljum að það sé eitt merkileg- asta sjálfstæðismál okkar um þessar mundir að íslenskt menn- ingarlíf sé sem öflugast þegar fjölmiðla og afþreyingariðnaður- inn dembir yfir okkur í sívaxandi mæli alþjóðlegri lágmenningar- undanrennu. r- við sjáum að sjálf- sögðu ekki eftir þeim fáu krónum sem varið er til menningarmála. Og það sama á við um framlög til safna og húsfriðunarmála. Einnig þar er sérstök ástæða til örlætis. I því efni gildir almennt séð að því betur sem menn skynja dýrmæti þess sem þeim er á hendur falið til varðveislu, þeim mun hug- fólgnara er þeim það og þeim mun sárara er þeim um það í heimi sem mælir allt á eina stiku peninga og stundargróða. And- varaleysi á þessu sviði mun hefna sín. Skuld okkar er sú að skila því sem við höfum þegið í hendur þeirra sem á eftir koma. Það á svo eftir að koma í ljós hversu miklu fé menn eru reiðubúnir að verja til þeirra málefna sem menningarmálanefnd hefur með höndum. Ég verð að játa að ég er þar nokkuð bjartsýnn, enda þyk- ist ég vita að það keppikefli allra góðra manna, hvar í flokki sem þeir standa, að sem flestir fái tækifæri, bæði til að skapa list og njóta listar og menningarstarfs. í þessu sambandi vil ég undir- strika að skynsamleg menningar- stefna opinberra aðila sem mið- aði að því að efla Akureyri er stórmerkilegt landsbyggðarmál. Mér sýnist á ýmsu að nú séu ákveðin umskipti á döfinni í landsbyggðarmálum. Það er mjög mikilvægt - og mun áhrifar- íkara en margir halda - að við eflum sjálfir með okkur metnað á öllum sviðum, ekki bara í atvinnumálum heldur líka í skóla- og menningarmálum. Ef við erumsjálfir stórir í sniðum í þessum málum getum við með góðri samvisku gert kröfur um að ríkisvaldið sinni myndarlega rétt- mætum skyldum sínum við þetta höfuðvígi landsbyggðarinnar - í menningarmálum jafnt og á öðr- um sviðum. Um þetta þarf að nást pólitísk samstaða hér í bæn- um og þá er ekki eftir neinu að bíða með aðgerðir. Þess vegna vona ég líka að bæjaryfirvöld sýni þeim ábendingum sem fram komu á málþinginu um daginn fullan skilning," sagði Þröstur að lokum.

x

Norðurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurland
https://timarit.is/publication/784

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.