Organistablaðið - 01.10.1973, Blaðsíða 5

Organistablaðið - 01.10.1973, Blaðsíða 5
hægt að gera til yndis áheyrendum og til iþroska þeina er nema og flytja. Mikils er krafizt af meðlimum Thomanerkórsins og koma þeir fram þrisvar í viku í kirkjunni og till undirbúnings þess dugir ekki rninna en þriggja stunda tónlistarnám dag hvern. Þar af leiðandi verður að hafa hliðsjón af því, að þeir sem véljast í kórinn eigi létt með almennt nám. Eins og ég minntist á 'hér að framan, þá var okkur tíðhugsað til dr. Páls ísólfssonar er hann sem ungur maður var í Leipzig og varði mörgum árum til orgelnáms. Slíkt var honum, eins og svo mörgum öðrum, á þeim tíma köllun og hugsjón. Hann gerði meira en að mennta sig, hann kom heim aftur og miðlaði öðrum af þekkingu sinni, gaf okkur hrífandi tónverk, og hreif þjóðina með glæsilegum og einstæðum orgelleik sínum. Ég get ekki skilið svo við ferð okkar, að minnast ekki á þær ágætu móttökur er við fengum hjá Thomaskantornum, prófessor Rotzsch og konu 'hans, en hjá þeim vorum við eina kvöldstund. Próf. Rotzsoh tók okkur afar vel í Leipzig og sá til þess að okkur yrði sem allra mest úr tímanum. Hjá honum þótti okkur sérstaklega eftirtektarvert það meðfædda lag, seon hann virtist hafa á drengjunum jafnt yngri ■sem eldri. Þrátt fyrir mikla festu virtist hann vera þeim frábær fé- lagi og það á hann meðal annars 'því að þakka, að honum hefur tekist að varðveita harnið í sér. Próf. Rotzsch er þekktur tenórsöngv- ari og er honum mikill styrkur við æfingarnar, hversu leikandi Iétt hann syngur hvaða rödd sem er úr raddskránni og jafnvel hermir eftir hljóðfærum ef um erfiðar innkomur er að ræða. Raddþjálfari kórsins er nú Hermann Polster, mikill bassasöngvari, isem fyrr byrjaði sem drengur i Krosskórnum í Dresden. Sérstaklega var eftirtektarvert í söngþjálfun hans, bversu vel hann tengdi saman raddbeitingu, söng frá blaði og hin ýmsu minnisatriði í tónlistinni. Hægri hönd kórstjórans er ætíð einn af elstu drengjunum, sem verður að vera þeim hæfileikum búinn, að geta aðstoðað og gripið 'inn í starf lians við kórstjórnina. Það síðasta sem við kvöddum í Leipzig, var auðvitað Tómasar- kiíkjan, sem var okkur nú enn meir en fyrr heilagt musteri — must- eri trúar og tónlistar. Haulcur Guðlaugsson. ORGANISTABLAÐIÐ 5

x

Organistablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.