Morgunblaðið - 14.11.2009, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 14.11.2009, Blaðsíða 6
6 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. NÓVEMBER 2009 Eftir Ágúst Inga Jónsson aij@mbl.is AUKIN skjálftavirkni á Hengils- svæðinu um miðja vikuna er rakin til niðurdælingar á vatni í borholu Orkuveitu Reykjavíkur. Um hundr- að jarðskjálftar áttu upptök við holuna, sem er í grennd við Hús- múla, þeir stærstu rúmlega tveir á Richter. Veðurstofan hefur verið í sambandi við Orkuveituna vegna þessa, en dælingunni lauk í gær. Einar Gunnlaugsson, jarðfræð- ingur hjá Orkuveitu Reykjavíkur, segir greinilegt að skjálftarnir tengist ádælingu á holu, sem hafi verið tiltölulega þétt. Undanfarið hafi því verið reynt að opna hana betur, svo hún gæti tekið við meira affallsvatni. „Holan er rúmlega tvö þúsund metrar og sker nokkur misgengi,“ segir Einar. „Út af fyrir sig sýna skjálftarnir að við höfum náð árangri, því vatnið hefur komist út í þessi misgengi og við það orðið einhver hreyfing.“ Í lok síðasta mánaðar var dælt á holuna í tvo daga vegna borunar og svo aftur í þessari viku til að örva hana. 70 sekúndulítrum af köldu vatni var dælt niður í holuna þegar mest var. Eftir að skjálftavirkni jókst var reynt að stýra dælingunni til að byggja upp þrýsting neðst í holunni, milli 1.900 og rúmlega tvö þúsund metra, að sögn Einars Gunnlaugssonar. Hann segir það þekkt að skjálftavirkni geti tengst jarðbor- unum og þá einkum vatnskælingu við boranir. Við slíkar fram- kvæmdir sé vel fylgst með mæl- ingum Veðurstofunnar á skjálfta- virkni. Getur valdið jarðskjálftum Einar Kjartansson, jarðeðl- isfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir að Veðurstofan hafi fylgst ná- ið með virkninni á Hengilssvæðinu undanfarið og óskað eftir upplýs- ingum frá OR. Hann segir að frá mánudegi til fimmtudagskvölds hafi um 100 jarðskjálftar átt uptök við Húsmúla og þrír þeir stærstu hafi verið yfir tvö stig á Richter. Marg- ir skjálftanna eigi upptök neðar en holan sem sé rúmlega tveir kíló- metrar að dýpt. Lítið hafi verið af jarðskjálftum á Hellisheiði, Reykjanesi eða Suð- urlandi undanfarið og meirihluti skjálfta sem hafi komið fram á mælum Veðurstofunnar hafi átt upptök við holuna við Húsmúla, skammt frá Sleggjubeinsskarði. Virknin hafi verið mjög staðbundin, en núna hafi dregið úr henni. „Það er þekkt að þrýstingsbreyting get- ur valdið jarðskjálftum og í þessu tilviki hefur vatnsþrýstingur líklega haft þessi áhrif á brotfletina svo spennan hefur breyst,“ segir Einar Kjartansson. Á vegum Veðurstofunnar er Reykjanesskagi og Suðurlandsund- irlendi vel vaktað með jarð- skjálftamælum. Dæling í borholu framkallaði jarðskjálfta á Hengilssvæðinu Morgunblaðið/RAX Orkan beisluð Orkuveitan hefur látið bora margar holur á Hellisheiði og Hengilssvæðinu undanfarin ár.  Veðurstofan óskaði upplýsinga frá Orkuveitunni  Hundrað skjálftar við Húsmúla ÍSLEIFUR VE hefur síðustu daga svipast um eftir gulldeplu suð- austur af Vestmannaeyjum en án árangurs. Skipið heldur aftur út á sunnudagskvöld og þá vestur fyrir Eyjar. Fyrstu skipin eru byrjuð á veið- um á íslensku sumargotssíldinni, en ráðherra gaf í vikubyrjun út 40 þús- und tonna upphafskvóta. Faxi RE var skammt frá Stykkishólmi í gær, en að sögn Alberts Sveinssonar, skipstjóra, sást lítið af síld auk þess sem veður var erfitt og því hafði hann ekki kastað. Í fyrradag fengu Sighvatur Bjarnason VE og Börkur NK síld á svipuðum slóðum. Albert sagði það ekki nýtt að síldin væri brellin og stundum erfið við að eiga. Nokkur fullvinnsluskip eru enn að veiðum á norsk íslensku síldinni úti fyrir Norður-Noregi. aij@mbl.is Gulldeplan hefur ekki fundist og síldin er brellin HEILDARAFLI íslenskra skipa nam 66.921 tonni í október, sem er tæplega 29% minna en kom á land í sama mán- uði á síðasta ári. Aflinn var þá 93.959 tonn. Breytingin skýrist nær alfarið af síldarafla á milli ára. Metinn á föstu verði var aflinn 3,2% minni í októ- ber í ár en í fyrra. Það sem af er árinu hefur aflinn aukist um 5,9% miðað við sama tímabil 2008, sé hann metinn á föstu verði. Í frétt frá Hagstofunni um afla- brögð í október segir m.a. að botn- fiskafli hafi dregist saman um rúm 1.000 tonn frá október 2008 og numið rúmum 39.000 tonnum. Þar af var þorskaflinn tæp 16.000 tonn, sem er um 5.000 tonnum meira en árið áður. aij@mbl.is Samdráttur vegna minni síldarafla Eftir Þórð Gunnarsson thg@mbl.is Skiptastjóri þrotabús Baugs mun samkvæmt heimildum Morgunblaðs- ins höfða mál til að rifta færslu eigna úr Baugi yfir til Gaums í október 2008. Um er að ræða sölu á félaginu BG Danmark, en meðal eigna félags- ins voru fasteignir í Danmörku, skíða- skáli í Frakklandi auk einnar bifreið- ar. Skiptastjóri Baugs er Erlendur Gíslason frá Logos. Engir peningar komu við sögu í færslunni á félaginu frá Baugi til Gaums. Hins vegar var krafa Gaums á hendur Baugi notuð til skuldajöfn- unar þegar BG Danmark var fært frá Baugi. Samkvæmt heimildum Morg- unblaðsins telur skiptastjórn Baugs þá kröfu ekki eiga rétt á sér og verð- lagningu BG Danmark í færslunni til Gaums ranga og kröfuhöfum Baugs þar með mismunað. Lánuði Baugi veð í bréfum Krafan sem um ræðir kom til þegar Gaumur lánaði Baugi veð í hlutabréf- um í Glitni, sem Baugur notaði síðan sem tryggingu við fjármögnun í gegn- um framvirkan samning. Við hrun bankakerfisins varð veðið í viðkom- andi Glitnisbréfum síðan verðlaust, þannig að Baugur gat ekki afhent þau til baka á tilsettum tíma. Kröfunni var þá breytt í peninga- kröfu, sem notuð var til að skulda- jafna vegna færslunnar á BG Dan- mark yfir í Gaum, eins og áður sagði. Ekki er sjálfgefið að veðið sem Baugur fékk lánað breytist sjálfkrafa í peningakröfu við hrun bankanna. Skiptastjóri er því sagður munu óska eftir riftun á sölunni og dómsmál verður höfðað þar að lútandi. Mun krefjast riftunar á sölu Skuldajöfnun Baugs við Gaum ólögmæt ÞAÐ sem af er ári hafa um 92 þúsund manns heimsótt Hellisheiðarvirkjun, að því er fram kemur á heimasíðu OR. Margir hafa líka tekið þátt í skipu- lögðum gönguferðum Orkuveitunnar um Hengilssvæðið. Einnig má nefna hestaferðir og ferðir útivistarfólks um svæðið án þess að nokkur hafi hald- ið um það sérstakar skýrslur. „Mikilvægt er í framtíðarþróun svæðisins að standa vörð um kosti þess sem göngu- og útivistarsvæðis. Brýningar um að ganga vel um virkjanasvæðið og raska ekki meiru en nauðsyn krefur eru teknar alvarlega af Orkuveitunni,“ segir á or.is aij@mbl.is Um 92 þúsund manns hafa heimsótt Hellisheiðarvirkjun það sem af er ári Samfara byggingu Kára- hnjúkavirkjunar og gerð Háls- lóns var sett var upp net jarð- skjálftamæla norðan Vatna- jökuls. Mikið farg fylgdi lóninu og talið var hugsanlegt að breytingar yrðu á þrýstingi í grunnvatnskerfum. Vegna þessa var sérstaklega vel fylgst með virkni og hafa vísindamenn velt fyrir sér hvort fylgni hafi verið milli fyllingar Hálslóns og hrinu skjálfta við Upptyppinga. Net skjálftamæla HÉRAÐS- DÓMUR Reykja- víkur hefur dæmt 29 ára karlmann í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa um nokk- urt skeið staðið að ræktun kannabisplantna eða þar til lögregla fann 204 plöntur í húsnæði mannsins. Auk þess fundust rúm fjögur hundruð grömm af kannabislaufum og lás- bogi. Maðurinn þarf að greiða 140 þúsund krónur í sak- arkostnað. Lögregla höfuðborgarsvæðisins gerði húsleit hjá manninum í apríl síðastliðnum. Fyrir utan fíkniefnin, plönturnar og lásbog- ann var lagt hald á þrettán hita- lampa, þrjá loftræstikassa, 206 blómapotta og eitt vatnskerfi til ræktunar. Héraðsdómur féllst á kröfu fulltrúa lögreglustjóra þess efnis að munirnir yrðu gerðir upptækir. Maðurinn játaði brot sín ský- laust. Hann á að baki þrjár sekt- argerðir, eina vegna fíkniefna- lagabrots á árinu 2002 og tvær vegna umferðarlagabrota í maí á þessu ári. andri@mbl.is Skilorð fyr- ir ræktun Lögreglan fann 204 kannabisplöntur Tímapantanir 534 9600 Hlíðasmári 11, 201 Kópavogur -www.heyrn.is Bjóðum úrval af dönskum ReSound heyrnartækjum * Heyrnarþjónusta * Heyrnarvernd * Heyrnarmælingar * Heyrnartæki * Ráðgjöf Hjá Heyrn er veitt alhliða þjónusta til að bæta úr heyrnarskerðingu undir faglegri ábyrgð Ellisifjar K. Björnsdóttur, heyrnarfræðings. Ellisif K. Björnsdóttir heyrnar fræðingur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.