Organistablaðið - 01.07.1977, Blaðsíða 3

Organistablaðið - 01.07.1977, Blaðsíða 3
Benedikt Gröndal: Ég man eftir Pétri „Guðjohnsen“, hann var snyrtimaður mikill og gekk á grænni treyju með gylltum hnöppum; hann hefur þá þegar verið að hugsa um sönglist, þó mér sé ekkert kunnugt um það; en hann bjó til handa mér fíólín, náttúrlega eintrjáning, og gaf mér. Pétur var góður skrifari og kunni ágætlega til söngs, þó hann hefði engin sönghljóð, því hann var stirður og óþíður, en hann var hér þá sá einasti, sem gat leikið á orgelið í kirkjunni, og var illa launað. Við söng var hann stáliðinn, en gaf sig annars ekki við neinum fræðum; hann var ekki ókunnugur lögvísi og hafði oft mál á hendi fyrir ýmsa. Hann var mjög skynsamur maður og greindur, mesti búforkur og mikilmenni, stór og feitur, skegglaus og ein- kennilegur, mikill karaktérmaður, ógurlegur afturhaldsmaður og hinn merkilegasti að öllu. Hann átti góða konu, systur frú Kristínar Sveinbjörnssonar, af Knudsens dætrum, og með henni fjölda barna, sem hann kom öllum upp og gerði merkileg og mikilhæf, svo furða var, með þeim litlu launum, sem hann hafði, og hefur enginn hér leikið það eftir Pétri. Hann var og barnaskólakennari lengi. (Ðægradvöl). Matthías Jochumsson: Með Pétri Guðjónssyni er fallinn frá einn af merkismönnum þessa lands og þessarar aldar. Plann var sannnefnt mikilmenni jafnt að atgjörvi sem í athöfnum; en mestan og beztan orðstír hefur hann áunnið sér hjá öldum og óbornum með sínu langa og alvarlega starfi fvrir söngmentun hér á landi, og verður hans nafn ávallt uppi, sem hins fyrsta endurbætara þeirrar listar á Islandi. (Þjóðólfur 3. sept. 1877). Jón Ólafsson: Söngkennarinn var Pélur Guðjohnsen. Hann var jafnframt skrif- ari stiftamtmanns. Hann var maður vinsæll mjög af flestöllum skóla- piltum, en þar fyrir utan átti hann nokkra fáa vini, er mátu hann mikils að verðleikum, en fleiri átti hann óvini og jafnvel haturs- ORGANISTABLAÐIÐ ,‘>

x

Organistablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.