Organistablaðið - 01.07.1977, Blaðsíða 17

Organistablaðið - 01.07.1977, Blaðsíða 17
Hér er því sem næst að tala um artikulasjon af tveim og tveim nótum, því að hand/fingraflutningurinn leiðir til áherslu þannig: Yfirlit yfir nótnagildi sem má inegalisera í einstökum taktteg- undum: Ósamsettar takttegundir, tvö slög í takti: 2 og C Flestir tónfræðingar ráðleggja að 8. partar inegaliserist. Þegar 16. partar koma fyrir (en þá er jafnan um hægt tempó að ræða), er hægt að inegalisera þá. 2/4 Aðalregla: 16. partar inegal. 2/8 Sjaldgæfur takt, ekki inegaliserað eða 16. partar inegal. Ósamsettar takttegundir, þrjú slög í takti: 3/2 Aðalregla: Minnstu nótnagildi inegal. Sé fjórði partur minnsta nótnagildi bendir það á hratt tempó, 16. partar t. d. — sem minnsta nótnagildi, þýðir hægt tempó. 3 8. partar inegal. 3/4 ítölsk tónskáld notuðu 3/4 en frönsk táknuðu algengan þrískiptan takt venjulega með 3. Sé taktinn í laginu tákn- aður með 3/4 getur það þýtt að tónskáldið vilji að átt- undupartar séu ekki inegal. í ítalskri tónlist er nefnilega ekki inegaliserað! En tónskáldin nota 3/4 og 3 jöfnum höndum. Þess vegna verður að taka ákvörðun um hvert lag fyrir sig. 3/4 geta líka táknað hægara tempó en 3. Þegar svo stendur á geta menn spilað 16. partana inegal ef þeir fyrirfinnast. 3/8 Aðalreglan er 16. partarnir inegal. Eins og í 2/8 geta menn líka spilað egalt. Ósamsettar takttegundir, fjögur slög í takti: CE C getur verið með fjórum slögum í takti. 16. partarnir spilaðir inegalt. En margir tónlistarfræðingar mæla ekki ORGANISTABLAÐIÐ 17

x

Organistablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.