Organistablaðið - 02.12.1978, Page 18

Organistablaðið - 02.12.1978, Page 18
firoi, manna best kunna að dæma, því Ragnar starfaði með honum alla sína söngstjóratíð i kirkjunni, en stjórnaði auk þess Sunnukórnum með glæsibrag, svo sem framgengur af fjölmörg- um upptökum og hljómplötum. Einlægt var Ragnar sestur i sæti sitt við orgslið i tæka tíð, þaðan sem hann leiddi söfnuð- inn í lofsöng sköpunarinnar til Drottins síns, því að öll Ijómar sköpunin frammi fyrir Guði og tilbiður hann með söng og spili, tónum og tali i litum, fegurð og blómum. Þess vegna er listin svo mikilva^gur þáttur í guðsþjónustunni, af þvi að í list- inni finna maðurinn og sköpunin hvort annað og fallast í faðma, likt og fyrirboði þess dags, þegar við eignumst þá sátt við Guð og menn, sem gerir okkur fullkomlega hamingjusöm. Trúmaður er Ragnar mikill og einlægur, þó minnugur þeirra orða postulans að hugsa ekki hærra en hugsa ber. Enginn tagl- hnýtingur er hann í trúmálum fremur en öðrum efnum og næsta tortrygginn á lúterskan sið með köflum eins og margir góðir sagnfræðing'ar, þótt auðvitað hefðu frjálsbornir konungs- niðjar eins og Ragnar og aðrir Islendingar aldrei unað öðru 18 ORGANISTABLAÐIÐ

x

Organistablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.