Organistablaðið - 01.12.1979, Page 17

Organistablaðið - 01.12.1979, Page 17
Áhugaverður ritningarstaður, sem fjallar um lofsönginn er í Hebreabréfinu 13, kap, 15.-16.v. - en er lítill gaumur gefinn. "Fyrir hann skulum vér því óaflátanlega frambera lofgjörðarfórn fyrir Guð, það er, ávöxt vara, er játa nafn hans. En gleymið ekki velgjörðaseminni og hjálpseminni, því slíkar fórnir eru Guði þóknanlegar. Rannsóknamenn eru sammála um að sú "lofgjörðarfórn" sem hér er rætt um sé lofsöngur safnaðarins við kvöldmáltíðina. Lofsöngur, " ávöxtur vara sem játa nafn hans" hefur eigið gildi! Hann hefur sitt gildi sem heilög gjöf til Guðs, sem hann veitir viðtöku með gleði. En hinn mikli, óþekkti höfundur Hebreabréfsins bætir við að við eigum ekki aðgleyma að gera gott, taka þátt íkjörum annara, því að þvílíkar fórnir eru Guði þóknanlegar. Réttum lofsöng fylgir þátttaka, safnaðarstarf út á við, og inn á við, vinna sem stefnir að því að gera aðra að sameignarmönnum vorum: Einkum í því, sem við eigum best af öllu, þeirri trú, sem lofsyngur Guð. Var einhver að segja að við höfum ekki þörf á Kirkjukórasambandinu? Lausl. þýtt úr Norsk Kirkesang - P.H. Það er auövelt aðframleiða f rábæran bíl. Hann þarf aðeins að vera miklu betri en allir hinir! ORGANISTABLAÐIÐ 17

x

Organistablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.