Organistablaðið - 01.09.1984, Blaðsíða 7

Organistablaðið - 01.09.1984, Blaðsíða 7
— Því miður eru allar líkur til þess, að sú bók, þ.e.a.s. frumritið eftir Weyse, sé glatað, en afrit af því er til á Landsbókasafninu, vel og greinilega skrifað eftir Pétur Guðjohnsen, og stendur á titilblaðinu: Choral-Melodier til ennar íslensku Sálmabókar lagadar firir Orgel af Próf. C.E.F. Weyse.“ En það er nú komið annað upp úr dúrnum. Handritið er komið í leitirnar og hefur Aðalgeir Kristjánsson skjalavörður sagt frá því í Nordisk arkivnyt. — Sigfús segir svo: „En áður en eg sný mér að þessu riti, finnst mér að eg verði að segja eitthvað ofurlítið frá höfundinum." Síðan segir hann frá Weyse. Frásögnin er ekki löng — einar 6 blaðsíður — en hún er vel sögð. Hún er gagnorð, fróðleg og skemmtileg. Verður hún þó ekki rakin hér. En viðeigandi þætti mér að við tækifæri væri skrifað um þennan merka tónlistarmann í þetta blað. En víkjum nú aftur að erindi próf. Sigfúsar, er hann segir: „Kem eg þá aftur að því verki hans, sem snertir oss sérstaklega — kóralbókinni handa íslendingum. Af forsendum að konungstilskipun dagsettri 23. jan. 1839, má sjá, að Bardenfleth, sem þá var stiftamtmaður hér, hefir skrifað „rentukammerinu" í Kaupmannahöfn bréf, þar sem hann skýrir frá því, að það sé eindregin ósk Reykvíkinga, að orgel verði keypt til dómkirkjunnar. Væri nú ekki þeim andmælum til að dreifa lengur, að hér væri enginn maður, sem kynni með slíkt hljóðfæri að fara, því að nú hefði íslenskur stúdent, Pétur Guðjohnsen, stundað nám við kennaraskólann í Jonstrup og fengið tilsögn í „músik“, sérstaklega. Nokkurfjárhæð hefði safnast hér í Reykjaviktil orgelkaupanna með samskotum bæjarmanna, eða 244 ríkisdalir alls. — Með fyrrgreindri konungstilskipan var veitt heimild til þess að kaupa orgel fyrir 500 ríkisdali, og jafnframt til þess að greiða andvirðið, flutningsgjald o.fl. úr jarðabóka- sjóði íslands (þeirrar tíðar ríkissjóði), að svo miklu leyti, sem samskotaféð hrykki ekki til. — En með þessu var þó ekki öllu borgið. Margrödduð, íslenzk sálmasöngsbók var ekki til og hafði aldrei verið, en bókarlaus gat hinn tNvonandi dómkirkjuorganisti ekki verið. — Til þess að bæta úr þessu, snéri, „rentukammerið“ sér til prófessors Weyse og fól honum að ganga frá kóralbók handa íslandi með þeim sálmalögum, sem Pétur Guðjohnsen léti honum í té. Með nýrri konungstilskipun, dagsettri 20. maí 1840, er Weyse síðan ávísað 200 ríkisdölum úr jarðabókarsjóði. Hafði hann þá skilað handriti með 60 lögum og gengist undir að raddsetja 10-12 lög í viðbót, er Pétur Guðjohnsen kynni að senda honum frá íslandi. Eins og ég gat um áður, er hætt við því að frumritið sé glatað og f afrit ORGANISTABLAÐIÐ 7

x

Organistablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.