Organistablaðið - 01.09.1984, Blaðsíða 11

Organistablaðið - 01.09.1984, Blaðsíða 11
lát þinn anda styrkja, nr. 53. Upphef ég augun mín, nr. 54. Upp uppstatt í nafni Jesú, nr. 56, Öldungar Júöa annars dags og nr. 59, Minnstu ó maður á minn deyð. Eru þau öll prentuð aftan við greinarkorn þetta. Heimildarmenn Weyse voru tveir, Pétur Guðjohnsen og Páll Melsteð. Weyse raddsetti lög sem Pétur lét honum í té en Páll söng fyrir hann og segir frá því í Endurminningum sínum. Af handritunum sjálfum verður þó varla ráðið hvernig Weyse notaði þær heimildir. Pétur var nákvæmur, vandvirkur og samviskusamur. Hér er svo fáu við að bæta. E.t.v. þætti fróðlegt að bera þessi tvö handrit saman. Líka þætti kannski fróðlegt — og skemmtilegt — að leita uppruna laganna og rekja feril þeirra. — I Sálmasaungs og messubók P.G. 1861 eru upplýsingar um öll þau lög sem þar eru, eins og allalgengt hefur verið um þess háttar bækur. Ég geri ráð fyrir að þar séu allar þær upplýsingar sem Pétur hefur haft tiltækar og þótt nokkru máli skipta. p.H. ORGANISTABLAÐIÐ 11

x

Organistablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.