Organistablaðið - 01.09.1991, Blaðsíða 22

Organistablaðið - 01.09.1991, Blaðsíða 22
Við syngjum Sönglög fyrir samkór, einsöng og tvísöng eftir Áskel Jónsson Áriö 1988 gaf Kirkjukór Lögmannshlíðarsóknar (nú Kór Glerárkirkju) út bók meö sönglögum eftir Áskel Jónsson. Bók þessi inniheldur bæöi andleg og veraldleg lög. Flest lögin eru fyrir blandaðan kór, einnig eru lög fyrir ein- söng og tvísöng meö undirspili. Alls inniheldur bókin 19 lög. Bókin var sett af Sveini Eyþórssyni í Hafnarfiröi og prentuð í Prentsmiðj- unni Petit á Akureyri. Teikningu á kápu gerði Einar Helgason. Strax í upphafi var ákveðiö að allur ágóði af sölu þessa heftis rynni í orgelsjóð Glerárkirkju. Bókin er til sölu hjá Jóhanni Baldvinssyni organista Glerárkirkju, Móa- síðu 7b, 603 Akureyri, sími 96-27537 og kostar kr. 800,00 eintakið. Afslátt- ur er gefinn ef keypt eru mörg eintök. Fréttir frá Akureyri. Sunnudaginn 14. apríl 1991 hélt Kór Glerárkirkju tónleika. Á dags- skránni voru verk eftir Áskel Jónsson og Björgvin Guðmundsson. Áskell var söngstjóri kórsins í 42 ár, (1945-1987) og var hann þá organisti við Lögmannshlíðarsókn. Áskell varð áttræður þann 5. apríl s.l. (Kór Glerár- kirkju hét áður Kirkjukór Lögmannshlíðarsóknar og var nafni kórsins breytt haustið 1990). Verk Áskels voru: Keðja og Kirkja, vor milda móðir, bæði við texta Sigurðar Pálssonar, það síðarnefnda var frumflutt við vígslu 1. áfanga Glerárkirkju 15. febrúar 1987. Þá kom sálmur (1976) við texta Laufeyjar Sigurðardóttur. Sálmur og Kirkja, vor milda móðir voru hér flutt í útsetningu fyrir strengjasveit eftir söngstjórann Jóhann Baldvinsson. Þá kom Hve máttur Guðs er mikill við texta Sverris Pálssonar, Við útskerið (1989), við texta Jóns Erlendssonar, (frumflutningur), Ég sé þig aðeins eina og Glaðværð, bæði við texta Daníels Kristinssonar, og Þeyst um þorrakveld við texta Reynis Hjartarsonar. Eftir hlé voru fluttir kaflar nr. 1 - 11 og 40 úr óratoríunni Friður á jörðu eftir Björgvin Guðmundsson við texta Guðmundar Guðmundssonar, í hljómsveitarútsetningum eftir Hall- grím Helgason (nr. 1 - 11) og Jóhann Baldvinsson (nr. 40). Einsöngvarar voru Margrét Bóasdóttir sópran, Helga Alfreðsdóttir sópran, Þuriður Bald- ursdóttir alt, Óskar Pétursson tenór og Eiríkur Stefánsson bassi, Dorotha Mancek lék á píanó og kammerhljómsveit lék, konsertmeistari var Anna Podhajska og stjórnandi var, organisti Glerárkirkju, Jóhann Baldvinsson. í tilefni 100 ára fæðingarafmælis Björgvins Guðmundssonar 26. apríl s.l. gekkst Menningarmálanefnd Akureyrar fyrir listviðburðum sem helgaðir voru minningu hans. Sunnudaginn 14. apríl kl. 17.00 voru í Akureyrarkirkju áðurnefndirtón- leikar Kórs Glerárkirkju. 22 ORGANISTABLAÐIÐ

x

Organistablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.