Organistablaðið - 01.09.1991, Blaðsíða 29

Organistablaðið - 01.09.1991, Blaðsíða 29
Frá ritnefnd Smári Ólason hefur nú yfirgefið landið til framhaldsnáms við háskólann í Lundi og vil ég þakka honum fyrir samstarfið, en hann var með í undirbún- ingi og skipulagningu þessa tölublaös fram undir lokaundirbúning. Sendið inn fréttir. Ritnefnd vill hvetja alla organista til að senda inn frétt- ir af starfinu hjá sér, sérstaklega nú þegar tími aðventu og jólatónleika fer að ganga í garð og undirbúningur kominn í fullan gang. Næsta blað kemur væntanlega út í nóvember (unnið í október) og væri þá gaman að geta birt lista yfir væntanlega desember tónleika í flestum kirkjum. Jafnt í þéttbýli sem dreifbýli. Gerum blaðið okkar að góðri sagnfræðilegri heimild um kirkjulistarstarf i landinu og gefum öðrum kost á að vita hvað við erum að gera og okkur á að vita hvað hinir eru að gera. I síðasta blaði láðist að geta um heimilsföng ritnefndar og biðjum við velvirðingar á þessum byrjenda- mistökum okkar. í sambandi við röð á fréttum tókum við þá stefnu að hafa prófastsdæmin í sömu röð og gert er bæði hjá söngmálastjóra og biskupsstofu, það er að byrja á Múlaprófastsdæmi og halda síðan suður með ströndinni og vestur með suðurströndinni og áfram þar til endað er í Þingeyjarprófastsdæmi. Gömul blöð. Nú er unnið aö talningu og flokkun allra þeirra eintaka sem eru til á lager. Því miður eru sum tölublöð alveg uppurin en mismikið til af öðrum tölublöðum (allt frá nokkrum eintökum upp í nokkur hundruð). Rit- nefnd vill hvetja alla þá sem áhuga hafa á að fá eldri tölublöð að hafa sem fyrst samband við undirritaðan (skriflega) og panta. Ég hef ákveðið að geyma fyrstu pantanirnar til 25. september og númera þær jafnóðum og þær koma inn og afgreiða þær svo í þeirri röð sem póststimpill segir til um dagsetningu pöntunar. Eftir 25. sept. 1991 verða pantanir afgreiddar jafnóðum og þær berast. Þessi tilhögun er höfð á til þess að hlutlaus úthlutun fari fram á þeim tölublöðum sem aðeins telja örfá eintök. Ekki er um að ræöa að neinn geti fengið öll áðurútgefin tölublöð Organista- blaðsins, því eins og áður sagði eru sum tölublöð alveg uppurin. Verðið hefur ekki verið ákveðiö en ég á ekki von á öðru en að því verði mjög stillt í hóf. Pantanir verða afgreiddar og sendar í póstkröfu. Afmælis og minningargreinar. Nokkrir organistar hafa átt stórafmæli að undanförnu. Nokkrar afmælisgreinar bíða því birtingar í næsta blaði svo og nokkrar minningargreinar. Efnisyfirlit. Sú stefna var tekin á fyrstu árum Organistablaðsins að gefa út efnisyfirlit yfir hverja fimm árganga og hefur svo verið síðan. Ýmist hafa þessi yfirlit verið gefin út sérstaklega eða felld inn í tölublað (5. árg. 3.tbl.). Undirritaöur vinnur nú að efnisyfirliti fyrir árganga 16-20, og vonast til að geta sent það út með næsta blaði. Kær kveðja Jón Ólafur Sigurðsson ORGANISTABLAÐIÐ 29

x

Organistablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.