Organistablaðið - 01.08.1992, Blaðsíða 1

Organistablaðið - 01.08.1992, Blaðsíða 1
ORGANISTABIADID Að loknu norræna kirkjutónlistarmótinu Eins og lesendum blaðsins raá kunnugt verða stóð F.Í.O. fyrir norrænu kirkjutón- listarmóti dagana 18.-21. júní sl. Þykir okkur í stjórn l'élagsins vel hafa tekist og framar öllum vonum. Framlag íslensku flytjendanna þótti vandað og fágað og bera vott um grósku. Allt er þetta mjög af hinu góða cn þarna mátti fá yfirlit yl'ir það sem var að gerast á undanförnum árum í nýsmíði kirkjutónverka á norðurlöndum á ein- um stað. Ég saknaði mjög íslenskra kirkjutónlistarmanna í hópi áheyrenda, vissi reyndar af mörgum þeirra erlendis og höfðum við sem nutum þessa merka viðburðar hér heima á orði að þarna hefðu menn farið yfir lækinn til þess að sækja vatnið. Ekki verður svo minnst á þetta mót að ekki sé nefnd Erla Elín Hansdóttir, sem var okkar starfsmaður og aðalframkvæmdastjóri en hún vann mikið og gott starf að öll- um undirbúningi framkvæmd og frágangi. Hcnni er hér með sérstaklcga þakkað. Á ári hverju cru tekin í notkun orgel í kirkjum landsins og ber þar hæst hið nýja orgel sem nú er verið ao setja upp í Hallgrímskirkju í Reykjavík. Það cr bara ekki nóg að kaupa orgclin, það þarf líka að leika á þau, halda orgeltónleika með vissu millibili og verja til þess nokkrum fjármunum. Þetta cr sums staðar gert, t.d. hefur slíkt vcrið vikulcga í Dómkirkjunni í allt sumar, á Selfossi eru orgeltónleikar einnig vikulega í septcmbermánuði. Þetta mætlu sóknarnefndir taka sér til fyrirmyndar. Heiðursfélagi F.Í.O. Sigurður G. ísólfsson er nýlega látinn og verður hans sérstak- lcga minnst hér í blaðinu á næstunni. Jón Ólafur Sigurðsson sem ritstýrt hefur þessu blaði síðustu misseri hverfur nú frá þeim störfum vegna náms erlcndis. Hann hefur unnið blaðaútgáfu félagsins mikiö og gott starf og vil ég í nafni félagsins færa honum sérstakar þakkir og óskir um vel- gengni á nýjum starfsvettvangi. Kjarlan Sigurjónsson.

x

Organistablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.