Organistablaðið - 01.08.1992, Blaðsíða 2

Organistablaðið - 01.08.1992, Blaðsíða 2
15. norræna kirkjutónlistarmótið 18. til 21. júní 1992 íslandsdeild Norræna Kirkjutónlistarráðsins bauð í á til 15. Norræna Kirkju- tónlistarmótsins. Þema mótsins var „Litúrgískt tónmál 10. áratugarins í guðsþjónust- inni og kirkjulegum athöfnum". Eins og þegar hefur verið kynnt var mótið haldið dagana 18. til 21. júní í Reykjavík. Tilgangur norrænu kirkjutónlistarmótanna er að kynna það nýjasta í kirkjutónlist hvers lands og skapa umræður um það sem cr efst á döfinni. Eins og meðfylgjandi dagskrá mótsins ber með sér var hún mjög fjölbreytt og voru flytjendur um 450. Þar voru kórar mest áberandi en 9 kórar sungu á mótinu. Þeir voru Herning kirkes Drenge- og Mandskor frá Danmörku, Oratorjekören pá Aland frá Álandseyjum, Bergen Domkantori frá Noregi, Álmhult Pikekör og Collegium Cantorum Upsaliensis frá Svíþjóð og íslensku kórarnir Dómkórinn, Barnakór Kárs- nesskóla, Kór Langholtskirkju og Mótettukór Hallgrímskirkju. Þá komu margir orgelleikarar og aðrir einleikarar og einsöngvarar frá hinum Norðurlöndunum auk þess sem íslenskir orgelleikarar og hljóðfæraleikarar og söngvarar tóku þátt í flutn- ingi verka. EFNISSKRÁ 15. NORRÆNA KIRKJUTÓNLISTARMÓTSINS: Fimnitudagur 18. júní 1992 20.00: Opnunartúnleikar llallgrímskirkja Ingemar Milveden Ecclesia militans, 1987 ísl. blásarar og tromma Þorkell Sigurbjörnsson Stælið, 1991 Kór Langholtskirkju Stjórnandi: Jón Stefánsson Hermann D. Koppel: 5 Salmer af David, op. 120, 1990 Ingelise Suppli sópran Asger Troelsen orgel Jón Nordal: Aldasöngur, 1986 Kór Langholtskirkju Ingemar Milveden: Allcluia „Terribilis est“, 1982 Collegium Cantorum Upsaliensis Ragnar Davíðsson, barítón, ísl. blásarar, slagverk, kontrabassi og orgel Stjórnandi: Lars Angerdal Knut Nystedt: A Hymn of Human Rights Mótettukór Hallgrímskirkju, 3 slagv. + orgel Stjórnandi: Bernharður Wilkinson 22.00: Náttsöngur (N) Hallgrímskirkja Harald Gullichsen: „Vcnt pá Herren" Kór Kársnesskóla Stjórnandi: Þórunn Björnsdóttir Föstudagur 19. júní 1992 09.00: Morgunliænir Bústaðakirkja Kaj-Erik Gustafsson: Laudcs Aale Lindgren óbó og enskt horn, Kaj-Erik Gustafsson orgel Koralkör, Annu Vapaavuori liturg. 2 ORGANISTABLAÐIÐ

x

Organistablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.