Organistablaðið - 01.12.1994, Qupperneq 32

Organistablaðið - 01.12.1994, Qupperneq 32
Hörður Áskelsson benti á, vegna stofnsjóðs í minningu Páls ísólfssonar, hvort ekki væri umhugsunarefni að halda aðalfund í tengslum við afmæli Páls, hafa tónleika og ákveða framlag í sjóðinn. Hilmar Örn studdi mál Harðar. Marteinn kom með þá tillögu að félagsgjöldum organista væri varið m.a. til að fjár- magna endurmenntunarnámskeið fyrir þá og beindi þessu til stjórnar. Aðalfundurinn beindi því til stjórnar að hún: a) kannaði möguleika á endurmenntunarnámskeiðum. b) breytti tíma aðalfundar. c) stuðlaði að því að aðalfundur stæði yfir í nteira en einn dag. Marteinn kom aðeins inn á samningamálin og lagði til að stjórnendur barnakóra yrðu undirmenn organistans og ráðnir af honum. Helgi vakti máls á því að stuðla þyrfti að nýsköpun í sálmasöng. Þess má geta að verið er að semja 3 ný sálmalög fyrir kirkjur og sóknarbörn Kjalarnesprófastdæmis. Nú fór fram kosning þriggja manna í verkefnavalsnefnd fyrir samnorrænt kirkjutón- listarmót. Stungið var upp á Herði, Marteini og Birni og voru þeir kosnir með lófa- taki. Hilmar Örn spurðist fyrir um það hvort ekki væri til listi hjá íslenskri Tónverkamiðstöð yfir íslenska kirkjutónlist. Björn Steinar sagðist hafa séð lista en ekki þó hjá íslenskri Tónverkamiðstöð og svo leynist hin ýmsu verk úl í bæ sem íslensk Tónverkamiðstöð á ekki í fórum sínum. Kristján Sigtryggsson minntist á Organistablaðið og bað fólk um að senda línu og láta vita hvað sé að gerast á hverjum stað á hverjunt tíma. Björn Steinar benti á að nauðsynlegt væri að gefa út fréttabréf reglulega til þess að efla tengsl við alla. Sumum á landsbyggðinni finnist þeir vera mjög afskiptir. Þetta fréttabréf væri ekki í tengslum við Organistablaðið. Helgi Bragason tók undir þelta og var þessu máli vísað til stjórnar. Smári Ólason fundarstjóri þakkaði þaulsetnum félögum samveruna og sleit fundi kl. 20:40. Oddný J. Þorsteinsdóttir Sigrún Steingrímsdóttir fundarritarar 32 ORGANISTABLAÐIÐ

x

Organistablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.