Organistablaðið - 01.03.1995, Blaðsíða 15

Organistablaðið - 01.03.1995, Blaðsíða 15
G I L D I S T í M I Samningur þessi gildir frá 1994 til 1. janúar 1998. Verði breytingar á launaflokkun KI á samningstímabilinu skal samningur þessi endurskoðaður. Samningnum skal segja upp með tveggja mánaða fyrirvara. Verði honum eklíi sagt upp framlengist hann um eitt ár í senn með sama uppsagnarfresti. B Ó K U N 1 : Þess skal gætt að þessi kjarasamningur verði ekki til þess að neinn organleikari lækki í launum. B Ó K U N 2 : Stefnt skal að því að koma á fót endurmenntunarsjóði fyrir organleikara. Skal skipuð nefnd hið fyrsta til að vinna að því máli, er í eigi sæti fulltrúar FIO og safnaðanna. A síðasta hausti skipaði biskup nefnd til að gera tillögur um skipulag tónlistarmála ís- lensku þjóðkirkjunnar og starfssvið og kjör organista. I nefndinni áttu sæti: Sr. Bragi Friðriksson, sr. Bjarni Þór Bjarnason, Jóhann Björnsson, Steingrímur Ingvarsson, Kjartan Sigurjónsson, Kristján Sigtryggsson og Marteinn Hunger Friðriksson. Nefndin skilaði tiliögum um málið til kirkjuþings. Hér í blaðinu er birtur sá hluti til- laganna er varðar organista. Sérstök athygli er vakin á að hér er um tillögur að ræða. Organistanámskeið að Hólum í Hjaltadal Aðalorganistanámskeið Söngmálastjóra þjóðkirkjunnar verður í ár haldið að Hólum í Hjaltadal. Aðalkennslugreinin verður kennsla í söngstjórn, en kennari í þeirri grein verður IHörður Áskelsson. Námskeiðið hefst þriðjudaginn 20. júní og því lýkur sunnudaginn 25. júní. Bráðlega verða send út verkefni og umsóknareyðublöð til allra organista og einnig til prestanna. Þar sem Hóladómkirkja er mun minni en Skálholtsdómkirkja, munu færri komast að en áður. Organistar komi þriðjudaskvöldið 20. júní en þátttakendur úr kórunum komi fimmtudagskvöldið 22. júní. 1 5 ORGANISTABLAÐIÐ

x

Organistablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.