Morgunblaðið - 28.11.2009, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 28.11.2009, Blaðsíða 28
28 Umræðan MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. NÓVEMBER 2009 Að undanförnu hefur mikið verið rættog ritað um þetta kunningja- ogklíkusamfélag sem okkur finnst svoægilega gaman að búa í. Það er ein- hvern veginn eins og fólk sé að átta sig á því fyrst núna hvað nálægðin og klíkutengslin eru þjóðfélagslega eyðileggj- andi. Árið 1997, fyrir heilum 12 árum, tóku nemendur Menntaskólans við Hamra- hlíð langt og ítarlegt viðtal við mig sem birtist í skóla- blaði þeirra þá um haustið. Þegar ég les viðtalið núna þá finnst mér eins og það hafi verið tekið í dag. Ætla að birta hér brot úr þessu viðtali, orðrétt: Spyrill: „Hvernig finnst þér Ísland miðað við önnur lönd? Hvað mætti betur fara?“ Stormsker: „Klakinn er ágætur í rauninni og að mörgu leyti betri en mörg önnur lönd, þ.e.a.s. landið sem slíkt, en ekki fólkið. Geta og hæfileikar skipta hér engu máli þegar kemur að því að fá sér embætti. Menntun og gráður virðast ekki skipta hér nokkru ein- asta máli heldur fyrst og fremst það að eiga frænku í hirðinni, vera sonur forstjórans, þekkja deildarstjórann, hafa farið á fyllerí með vini eigandans, vera tengdasonur rit- arans eða eitthvað þvíumlíkt. Þetta er ástæðan fyrir amatörmennskunni hér á flestum sviðum. Þótt þú sért menntaðasta séní veraldarinnar þá skiptir það akkúrat engu máli hér á þessu axlarklappslandi ef þú ert ekki kunningi kunningja forstjórans. Það er náttúrlega fámennið sem gerir þetta að verkum. Allir eru skyldir en sumir eru skyldari en aðrir. Fámennið gerir það semsé að verkum að þjóðfélagið getur ekki kallast þjóðfélag án gæsalappa og sviga. Þetta er bananalýðveldi eins og ég hef ítrekað í það óendanlega. Afskaplega úrkynjað og óint- ressant. En eins og ég segi, landið sem slíkt er gott og veðurfarið er að mörgu leyti ágætt, ef mað- ur vill leggjast í þrúgandi þunglyndi, en það má hins vegar segja margt misjafnt um kerfið og fólkið eins og gengur. Þótt Íslendingar séu kannski ekki manna skemmtilegastir, heið- arlegastir og klárastir þá mættu þeir samt vera tveimur milljónum fleiri, hversu ein- kennilegt sem það kann nú að hljóma.“ Flokkapólitík og kreddur Spyrill: „Ertu hlynntur einhverri stefnu í stjórnmálum?“ Stormsker: „Nei, ég er ekki einstefnumað- ur, hvorki í pólitík né öðru. Ég held að menn sem vilja draga sjálfa sig í litla og þrönga dilka séu afskaplega lítils virði sem hugsandi verur. Ég get svo sem sagt að ég sé afar frjálslyndur jafnaðarmaður, hægra megin við Sjálfstæðisflokkinn, en ég held að enginn myndi vita hvað ég ætti við. Blind trú á stefn- ur og isma er fyrir idjóta. Flokkapólitíkin hérna er sömuleiðis fyrir idjóta, eða sýnist þér margir á Alþingi vera með snjalla hausa á hálsinum? Ég spurði einu sinni frekar þunna þingkonu hvað hún væri stór. Hún sagði: „Ég er 1,70.“ Ég sagði þá við hana að ég væri að spyrja um hæð, ekki greindarvísitölu. Flokka- kerfið og kjördæmaskipanin gerir það að verkum að það er ekki hægt að tala um neina alvörupólitík hér á landi. Hérna er ekki nein önnur pólitík en valdapólitík; að sitja sem fast- ast á sínum breiða rassi á valdastóli og maka krókinn og sökkva sér á kaf ofan í kjötkatlana. Uppistaðan í öllum flokkum er hin landlæga tröllheimska seigdrepandi afturhaldssemi, þ.e.a.s. framsóknarmennska. Ef snefill af hinni annars ágætu frjálshyggju kemst inn í landið, þá breytist hún á stundinni í einokun, samkeppnisleysi, einkavinavæðingu og dellu. Hér komum við aftur að þessu skelfilega fá- menni.“ Svo mörg voru þau orð sem ég lét falla fyrir 12 árum. Ekkert hefur breyst og ekkert mun breytast því fólkið vill ekki raunverulegar breytingar. Það vill sama gamla eitraða graut- inn í sömu skálinni. www.stormsker.blog.is Laugardagshugvekja Sverris Stormskers Andlegir dvergar í smáríki Sverrir Stormsker MEÐ nýjum út- varpslögum sem tóku gildi 2007 hefur dregið úr gagnsæi í rekstri Ríkisútvarpsins. Eng- inn hefur neitt um það að segja hvort frétta- reglum sé fylgt. Á kútter RÚV ágerist pólitísk slagsíða. Um þetta ritaði ég grein í Morgunblaðið föstu- daginn 6. nóvember sl. Ég nefndi nokkur dæmi sem, þó slá- andi séu, eru ekki hin verstu hjá Ríkisútvarpinu. Versta dæmið er grímulaus áróður fyrir aðild Íslands að Evrópusambandinu. Íslensk þjóð stendur frammi fyrir stærstu ákvörðun sinni frá end- urheimt sjálfstæðis á 20. öld og gamla sáttmála 1262. Það er fráleitt að Ríkisútvarpinu, sem á að þjóna þjóðinni, sé beitt fyrir áróðursvagn Evrópusinna. Það er ekki bara óvið- unandi, það eru svik við íslenska þjóð. Áróðursmenn í búningi sérfræðinga Í fréttaröð Sjónvarps um aðild að ESB voru svokallaðir „sérfræð- ingar“ eindregnir Evrópusinnar. Þegar fjallað var um sjávarútveg kom fram „sérfræðingur“ sem kvað landsmenn verða mest hissa á hve lítil umskiptin yrðu í sjávarútvegi. Málið útrætt! Sjómaður kvað póli- tíkusa í Brussel ekki verri en ís- lenska og því rétt að segja sig til sveitar í Brussel. Þetta var framlag fréttar RÚV um Evrópu og sjávar- útveg. Þegar fjallað var um samruna Evrópu í átt til stórríkis taldi „sér- fræðingur“ RÚV enga hættu á stórríki. Málið útrætt, punktum basta. Samt hafa í Evrópu verið reistar allar helstu stoðir þjóðríkis: evrópskur gjaldmiðill, evrópskur markaður, evrópskt þing, evrópskir dómstólar, framkvæmda[rík- is]stjórn, utanríkisstefna og nú evr- ópskur forseti: einlægir Evr- ópusinnar eiga þá ósk heitasta að á sviðið stígi „Georg Washington Evr- ópu“. Ef til verður evrópskt stórríki er jafnvíst að íslenskt þjóðerni líður undir lok. Þá hafa kynslóðir, sem nú um véla, svikið óbornar kynslóðir um sinn helgasta rétt – að lifa og starfa sem Íslendingar í lýðfrjálsu íslensku ríki. Evrópuaðild er rúss- nesk rúlletta um íslenskt þjóðerni. Samtökin Heimssýn hafa und- anfarin misseri fengið fjölmarga gesti til þess að fjalla um galla Evr- ópuaðildar. Ég hef sótt marga fundi en aldrei hefur Ríkisútvarpið séð ástæðu til þess að mæta. Haldi hins vegar Evrópusamtökin fund er Rík- isútvarpið óðara mætt til þess að út- breiða fagnaðarerindið. Þöggun Váfugls Út hefur komið ein skáldsaga um Ísland og Evrópu, skáldsaga und- irritaðs. Váfugl fjallar um glímu Krumma við kommisara í Brussel undir lok nýaldar þegar Ísland er hreppur í evrópsku stórríki og sæk- ir fram til sjálfstæðis. Váfugl er pólitísk spennusaga. Evrópufjöl- miðlarnir þögguðu Váfugl: Sjón- varpið, Stöð 2, Fréttablaðið og Morgunblaðið. Það var út af fyrir sig siðleysi en réttur Stöðvar 2, Fréttablaðsins og Moggans til að þagga Váfugl, gat ekki talist brot á siðareglum. Fjöl- miðlarnir eru einkareknir og end- urspegla skoðanir eigenda sinna sem gerðu Evrópuaðild að einu helsta baráttumáli sínu. Björgólfar settu Evróputrúboðann Ólaf Steph- ensen ritstjóra og Jón Ásgeir talar opinskátt fyrir Evrópuaðild líkt og fjölmiðlarnir sem honum voru af- hentir á bak við luktar dyr. Krummi krunkar á Ströndum Það var hins vegar brot á reglum RÚV um að „… vera vettvangur fyrir mismunandi skoðanir …“ að engin umfjöllun var í Kastljósi, Silfri Egils né Kiljunni. Bara alls engin. Ástæðan er sjálfsagt títt- nefnd Evrópuást RÚV-ara. Vart getur annað verið því Váfugl hlaut afar lofsamlegan ritdóm þar sem Hrafn Jökulsson krunkaði á Strönd- um og kvað höfund nota: „atburðarás, viðburði og persónur úr frelsisbaráttu Íslands á 19. öld af mik- illi hugkvæmni. Þetta er sem sagt pólitísk skáldsaga, eins og At- ómstöðin, og framtíðarhrollvekja, einsog 1984 hressileg viðbót við ís- lenska skáldsagnaflóru, frumleg að- ferð til að koma boðskap á framfæri. Textinn er lipur og persónurnar kjarn- yrtar.“ Ekkert slor þessi ritdómur Hrafns. Egill og verndun skussanna Á tímum samþjöppunar valds þegar helstu einkareknu fjölmiðlar landsins söfnuðust undir Baug, var Egill Helgason gerður að æðsta páfa íslenskrar þjóðmála- og menn- ingarumræðu á RÚV. Það út af fyr- ir sig er sláandi samþjöppun valds. Egill sér samsæri í hverju horni, sérstaklega er hann næmur á íhaldsfnyk. Hann bloggar og dæmir menn og málefni. Hann taldi íhaldið hafa vélað um ráðningu mína á Sjónvarpið 1986. Egill lýsti þessum „frústrasjónum“ sínum í bloggi: „ég sótti um starf sem fréttamaður hjá Sjónvarpinu, einhvern tíma fyrir 1990. Þá var Ingvi Hrafn fréttastjóri. Ég sendi inn umsókn, var boðaður í próf upp í sjónvarpshús eitt kvöldið. Þegar ég kom í húsið sá ég að Hallur Hallsson snaraðist með bros á vör út úr lyftunni – það var í gangi orðrómur um að hann ætti að fá djobbið. Ég staðnæmdist, hugsaði mig aðeins um og sneri svo við. Hallur var auðvitað ráðinn. Skussana verður að vernda, hinir sjá um sig sjálfir.“ Sjálfsagt telur Egill sig ekki skussa og hann þurfi því ekki að vernda en maðurinn er vænisjúkur. Hvorki Egill né RÚV-arar sjá bjálk- ann í eigin auga: fáránleika sleggju- dóma um menn og málefni. En til hvers að stinga niður penna? RÚV svarar ekki fyrir eitt né eitt. Það er ríki í ríkinu, ósnertanlegt fyrir ofan gagnsæja stjórnsýslu. Af verndun skussanna Eftir Hall Hallsson » Sjálfsagt telur Egill sig ekki skussa og hann þurfi því ekki að vernda en maðurinn er vænisjúkur. Hvorki Eg- ill né RÚV-arar sjá bjálkann í eigin auga. Hallur Hallsson Höfundur er blaðamaður. ÞAÐ má lengi deila um hvort sé betra, að ráðherrar sitji á þingi sem virk- ir þátttakendur, sem þátttakendur án at- kvæðaréttar eða sitji alls ekki á þingi. Hvað þá um það hvernig ráðherrar eru valdir. Um þetta ætla ég ekki að fjalla hér, heldur um það hvernig við getum styrkt stoðir Alþingis og störf þingmanna við frumvarpssmíðar með end- urskipulagningu ráðuneyta og endurheimt með því eitthvað af virðingu Alþingis. Breytinga er þörf Eins og málum er nú háttað eru stjórnarfrumvörp flest hver samin af starfsmönnum og nefnd- armönnum ráðuneyta, að und- irlagi ráðherra, þau lögð fram og samþykkt á Alþingi og þeim síð- an framfylgt af sömu ráðherrum og lögðu drög að frumvörpunum. Þetta gerist jafnvel þótt ráð- herrar sitji sem utanþings- ráðherrar. Það skortir líka tölu- vert á að Alþingi gefi sér nægilegan tíma til að fara yfir lagafrumvörp, ræða þau ítarlega og leita utanaðkomandi álita. Þessi vinnubrögð þarf Alþingi að laga. Breytingatillaga Nú starfa að minnsta kosti milli fimm og sex hundruð manns í ráðuneytum á Íslandi. Ég legg til að hluta mannauðs sem unnið hefur að lagafrumvörpum og tengdum málum í öllum ráðu- neytunum verði komið fyrir undir einu þaki og sameinaður nefnd- arsviði Alþingis. Þessi deild Al- þingis verði kölluð Lögrétta. Hver sem málaflokkurinn er, þá eru inni í öllum ráðuneytunum sérfræðingar sem hafa gríðarlega reynslu í því að semja og lesa yf- ir frumvörp, lagatexta og reglu- gerðir. Þeir hafa líka kunnáttu til að átta sig á hvernig lög sem verið er að setja geti skarast á við önnur lög, jafnt íslensk sem erlend, sem og skörun við þá samninga sem Ísland er aðili að. Það sama á við um reynslu starfsmanna nefndasviða Alþing- is. Allar tengingar við ut- anaðkomandi sérfræðinga sem kalla má inn í frumvarpsnefnd- irnar eru líka þegar til staðar. Það er kominn tími til að sam- eina þessa þekkingu á einn stað, þannig að allir þingmenn hafi jafnan aðgang að færustu sér- fræðingum á sínu sviði til aðstoðar við að semja laga- frumvörp og tryggja gæði þeirra og út- færslu. Þetta þýðir ein- faldlega að ráðherrar eiga ekki að hafa tækifæri umfram aðra þingmenn til að semja og leggja fram lagafrumvörp. Til að starfið gangi fyrir sig með skilvirkum hætti gætu þingmenn ekki látið Lögréttu fara af stað með vinnu- ferli við frumvarpsgerð fyrr en til dæmis ákveðinn hluti alþing- ismanna lýsti sig reiðubúinn til að styðja slíkt frumvarp. Þeir gætu hins vegar allir leitað ráða hjá Lögréttu um hugmyndir sín- ar að frumvarpsgerð. Ráðuneytin eiga að vera fram- kvæmdaaðilinn undir stjórn ráð- herra við að framfylgja lögum Alþingis. Að sjálfsögðu þurfa ráðuneytin áfram að hafa innan sinna veggja lagasérfræðinga til að taka á álita- og úrskurð- armálum. Ég tel hins vegar að þetta gefi möguleika á mikilli hagræðingu í stjórnkerfinu, sam- einingu eða nánari samvinnu margra ráðuneyta, geri stjórn- sýsluna skilvirkari og mun mjög sennilega fækka starfsfólki þegar til lengri tíma er litið. Síðast en ekki síst nýtur Alþingi þá meiri virðingar vegna vandaðri vinnu- bragða við frumvarpsgerð og skarpari skil verða milli fram- kvæmdavalds og löggjafarvalds. Þetta má þó alls ekki verða til þess að frumvörp verði allt of lengi í smíðum, því stundum er það jú svo, að málum þarf að ljúka fljótt og örugglega. Lög- rétta á að vera nægilega hrað- virk og vönduð til að skrifræðið taki ekki völdin af Alþingi. Að lokum legg ég til að starf- semi utanríkis- og heilbrigð- isráðuneytis verði flutt í göngu- færi við hin ráðuneytin og Alþingi. Þetta eitt og sér skapar möguleika á meiri samþættingu verkefna milli ráðuneyta. Um aðra samvinnu milli ráðuneyta lítillar þjóðar má skrifa heila kennslubók í hagræðingu. Lögrétta hin nýja Eftir Hans Guttorm Þormar Hans Guttormur Þormar » Tillaga að betri starfsháttum Alþingis og ráðu- neyta við frum- varpsgerð. Höfundur er framkvæmdastjóri. MORGUNBLAÐIÐ birtir alla útgáfudaga aðsendar um- ræðugreinar frá lesendum. Blaðið áskilur sér rétt til að hafna greinum, stytta texta í samráði við höfunda og ákveða hvort grein birtist í um- ræðunni, í bréfum til blaðsins eða á vefnum mbl.is. Blaðið birtir ekki greinar, sem eru skrifaðar fyrst og fremst til að kynna starfsemi einstakra stofnana, fyrirtækja eða sam- taka eða til að kynna viðburði, svo sem fundi og ráðstefnur. Innsendikerfið Þeir sem þurfa að senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota inn- sendikerfi blaðsins. Formið er undir liðnum „Senda inn efni“ ofarlega á forsíðu mbl.is. Einn- ig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/sendagrein Móttaka að- sendra greina

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.