Ísfirðingur


Ísfirðingur - 15.12.1954, Blaðsíða 5

Ísfirðingur - 15.12.1954, Blaðsíða 5
ISFIRÐINGUR 5 „Jú“, sagði ég, „en ég hef nú aldrei hugsað mér rannsóknar- stofuna sem nothæfan stað fyrir afmælisveizlu". „Við hreyfum nú ekki við neinum hlut •— og það er svo notalegt þar inni.“ Þegar' þetta var ákveðið fór ég að hugsa um afmælisgjöf handa þér. Ég hafði ekki einu sinni peninga til að kaupa nauð- synlegustu námsbækur. Kennslu- bók í taugasjúkdómum, sem mig vanhagaði um, kostaði 50 krón- ur. — Maður gat fengið fæði og húsnæði í hálfan mánuð fyrir 50 krónur. En mikilsverðast af öllu var þó að geta keypt afmælisgjöf handa stúlkunni, sem ég unni. Ég var orðinn svo örvinglaður að ég mundi hafa stolið pening- um, hefði ég aðeins vitað hvar þá væri að finna. En þá fékk ég ágæta hugmynd. Ég bauðst til að selja blóð. Að vísu var ég ekki of blóðríkur, en hvað um það, það var tekið á móti því fegins hendi. Þegar leið að 13. febrúar átti ég 50 krónur. Ég keypti litla perlufesti. Hún var engin dýr- gripur, en þú hafðir óskað að þú fengir perlufesti — manstu eftir þessu? Hún kostaði 40 krónur. Ég átti 10 krónur eftir — og nú missti ég alveg stjórn á sjálf- um mér: í blómabúð sá ég rósa- vönd, 12 dökkrauðar rósir. Á verðmiðanum stóð „kr. 10.00.“ Mér varð hugsað til þín — og keypti rósirnar — en gleymdi því að skórnir mínir þörfnuðust sárlega viðgerðar. Strax og ég hafði lokið störfum, klæddist ég mínum skárstu fötum og fýtti mér niður í rannsóknarstofuna. Ég var svo þreyttur að mér fannst allt snúast fyrir augunum á mér. En þá varst þú komin og beiðst mín með bréfpoka í annari hendinni en pappaöskju í hinni. Ég varð himinglaður, þegar ég sá að þú varst í bláu peysunni, því þú hafðir einmitt óskað að þú ættir perlufesti til að nota við hana. Reyndar var sannleikur- inn sá, að þú áttir ekki annað til að klæðast í en fellt pils og bláu peysuna. Þó að bros þitt væri geislandi, veitti ég því athygli að þú varst föl. Hún hefur ekki nóg að borða, hugsaði ég um leið og ég opnaði dyrnar. Það er nú hægt að hugsa sér viðfeldnari stað fyrir af- mælishóf en efnarannsóknarstofu. Reyndar var allt í röð og reglu þar inni, en rammur þefur af alls konar efnablöndum var ekki til neinna þæginda. Þú virtist samt ekki taka eftir því. Þú lagðir frá þér bögglana og breiddir faðminn á móti mér. „Elskan mír. — til hamingju", sagðir þú. Ég þrýsti þér að mér og fannst rannsókn- arstofan unaðslegur staður. Þú lagðir á borð, en ég hitaði kaffi yfir spryttlampa. Dúkinn hafðir þú tekið traustataki uppi í borðstofunni og við fundum skálar til að drekka úr. Þú hafð- ir bakað afmæliskringlu kvöldið áður, og barst þig illa af því að hún var klesst. Ég hef samt aldrei fengið annað eins góðgæti. „Hérna hefi ég dálítið handa þér“, sagði ég og rétti þér böggl- ana. Þú opnaðir fyrst þann, sem festin var í og augun leiftruðu þegar þú leizt á hana. „Hvernig gazt þú vitað að þetta var mín heitasta ósk?“ hrópaðir þú.alveg eins og þú hefðir ekki sífellt verið að segja mér frá draumum þínum um perlufesti. Rósirnar gerðu þig orðlausa. Aldrei fyrr höfðu þér verið gefin blóm, og þú barst eina rósina upp að vitum þér og nauzt ilmsins, og snert- ingarinnar af dúnmjúkum krónu- blöðunum. Hugfanginn starði ég á þig. „Hjartans, hjartans þakkir fyr- ir gjafirnar, Haraldur," sagðir þú. „Hérna hefi ég líka svolítið handa þér“. Það var kennslu- bókin í taugasjúkdómum, sú, er kostaði 50 krónur. Ég varð svo hrærður að ég þrýsti bókinni upp að mér. „Hvernig í ósköpunum gastu keypt svona dýra gjöf?“ spurði ég. „Ég gæti víst lagt fyrir þig sömu spurninguna“. „Þá lát- um við allar spurningar niður falla og sýnum kurteisi", sagði ég. Við drukkum kaffi og borðuð- um meira af kökunni. Ég faðm- aði þig að mér og fannst ég vera hamingjusamasti maður á þessari jörð. En allt í einu reifstu þig lausa og horfðir hvasst á mig. „Haraldur“, spurðri þú umsvifa laust, „hefur þú selt blóð til að kaupa perlufesti handa mér? Ég sé það á þér að þú hefur gert það. Ó, Haraldur, það hefðir þú ekki átt að gera, það er svo allt of, alltof mikið!“ „Ég hef víst nóg af blóði“, sagði ég, „ekki ber á öðru“. En þá datt mér allt í einu dálítið í hug. „Hvernig veizt þú að hægt er að selja blóð?“ „Þú mátt ekki spyrja að því“, sagðir þú. „Hvernig gazt þú fengið af þér að gera þetta? Fórna þínu eigin blóði fyrir þessa dýru bók handa mér“. „Það er víst jafnt á komið með okkur“, sagðir þú, og ég heyrði á röddinni að þú tárfelld- ir. Sjálfur gat ég ekki tára bund- ist. Ég var ekki ennþá orðinn læknir, svo að mér var leyfilegt að gráta. Þegar við kysstumst fann ég seltuna af tárum á vörum okkar, en ég var svo hamingjusamur, að ég átti erfitt með að draga and- ann. Ég sá fyrir mér öll árin, sem framundan voru, og ég vissi að ekkert gat bugað okkur. „Ég elska þig“, sagði ég, „og ég vil elska þig alla ævi og að eilífu“. Eitt augnablik þrýstir þú þér að mér. „Við skulum fara“, sagðir þú. Við leiddumst eins og lítil börn að heimavist hjúkrunarnemanna. Þú hljópst upp tröppurnar, en svo snerir þú þér við og horfðir niður til mín. „Mér þykir vænt um að ég fékk að fæðast og lifa á sama tíma og þú“, sagðir þú. Þarna sat ég og horfði á blað- ið fyrir framan mig, og mér fannst eins og þetta væri ný skeð. Það stóð mér svo lifandi fyrir hugskotssjónum, að brennheit tárin komu fram í augu mín, og ég óttaðist að ég færi að tárfella hér í skrautstofunni hennar frú Þorbjargar. Ég þorði ekki að líta í áttina til þín, þar sem þú sazt í flegna kjólnum og með demants- armbandið, sem ég gaf þér á síð- asta afmælisdegi þínum. Helzt hefði ég viljað hlaupast á brott og vera einn, til þess að geta gert mér grein fyrir, hvað gerzt hafði, og reyna að skilja, hvað að okkur var. Ef þér fengjuð að lifa aftur mesta hamingjudag lífs yðar, hvaða dag mynduð þér þá velja? Ég las þetta aftur og skrifaði svo: Hinn 13. febrúar 1931. Frú Þorbjörg blandaði öllum svörunum vel saman, áður en hún dró eitt þeirra úr búnkanum og las. Hún las þrjú eða fjögur svör og menn hlógu og sýndu mikinn áhuga á getrauninni. Ég gat ekki fest hugann við þetta, hann var bundinn þessum eina, löngu liðna, degi. Skyndilega tók ég eftir því að verið var að lesa upp mín svör. Ég sá að þér hnykkti við fyrsta svarið: Tólf rósir. Við næsta svar greipstu þétt í stólbríkurnar. Þegar frú Þorbjörg kom að spurningunni um mesta ham- ingjudag lífs míns og las dag- setninguna — þrettánda febrúar 1931 — stóðst þú á fætur og geggst í áttina til mín. Tárin hrundu niður vanga þína. Þvert yfir þessa dagstofu siðmenning- arinnar gekk ég til móts við þig, meðan fólk glápti á okkur, hissa, ringlað og, að ég held, feimið. „Haraldur“, stundir þú upp, „Haraldur, ég hélt að þú hefðir gleymt þessu“. „Hvernig gæti ég gleymt því“, sagði ég. „Ég skrifaði líka Hinn þrett- ánda febrúar 1931, og aftur lifði ég þetta allt. Ó, Haraldur, ég vil fara heim“. „Það vil ég líka“, sagði ég. — „Heim“. Og svo gengum við út úr dag- stofunni hennar frú Þorbjargar, án þess að kveðja eða taka tillit til þess, sem við á í boði hjá heldra fólki. Við gengum út gegnum and- dyrið, yfirgáfum húsið og kom- um þangað aldrei aftur. (Lauslega þýtt.) ^l'lllllllll^ II1111111111111111IIIII11111111111| ■IIIIIIIIIIIIMIII IIIHIlÍll || |||||||||||||||||||||||||||||||||||||l|||||l!ll!|||||||||||l|l|||||lll!llllli:ill | NORÐURPÓLLINN | | óskar öllum viðskiptamönnum sínum gleðilegra jóla | | og farsæls komandi árs. | Þökkum viðskiptin á líðandi ári. | = i||llllillllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllíllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllli| | Óskum starfsfólki og viðskiptavinum | gleðilegra jóla og farsældar á nýja árinu | með þakklæti fyrir líðandi ár. | | Guðmundur & Jóhann. = | 111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111 ” | Gleðileg jól! ★ • ★ Farsælt nýtt ár! | | Þökkum viðskiptin á líðandi ári. = Skipaútgerð ríkisins. Afgreiðslan á lsafirði. I 2 C 2 '11111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111 lllIIIllllllIIIlllllllillllllllllIIllilllll m | Gleðileg jól! ★ # ★ Farsælt nýtt ár! | Þökkum viðskiptin á líðandi ári. 1 Verzlun Helgu Ebenezerdóttur. || ,lllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllillllllllll!lllllllllll|llllllllllllllllllllllllll|llllllll|llllllllllllllllllll|ll|ll|ll

x

Ísfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísfirðingur
https://timarit.is/publication/790

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.