Ísfirðingur


Ísfirðingur - 15.12.1954, Blaðsíða 10

Ísfirðingur - 15.12.1954, Blaðsíða 10
10 ISFIRÐINGUR Olaf Sáyland, Flekke fjord Rotaryklubb: Við reynum að fela okkur bak við eigín blekkingar. tíð Sigurgeirs biskups Sigurðs- sonar árið 1934. Yfirsmiður við það verk var ólafur Gestsson. Ókunnugt er þeim er þetta ritar, hvað viðbótarbyggingar þessar hafa kostað, enda skiptir slíkt engu máh hér. 1 sambandi við kirkju bæjarins má að lokum geta þess, að með konungsúrskurði 10. janúar 1871 var prestsetrið Eyri með hjáleig- unni Stakkanesi, selt ísafjarðar- kaupstað. Skyldi kaupstaðurinn greiða sóknarpresti árlega 150 ríkisdali (300 krónur) og taka að sér kirkjuna með áhvílandi skuld hennar. — Þar með var presturinn algerlega losaður við fjárhald kirkjunnar, og hún látin í hendur safnaðarins. Prestar kirkjunnar hafa þessir verið: Hálfdán Einarsson til 8. nóv. 1865. Ámi Böðvarsson frá 1866 til 1881. Þorvaldur Jónsson frá 1881 til 1915. Magnús Jónsson frá 1915 til 1917. Sigurgeir Sigurðsson frá 1917 til 1939. Marinó Kristinsson frá 1939 til 1942. Sigurður Kristjánsson frá 1942. K.J. Að blekkja sjálfan sig er auð- velt — og það gjörum við víst allir. Við blekkjum sjálfa okkur og reynum að dyljast bak við eigin blekkingar. Á morgnana heyrum við vekjaraklukkuna hringja, en förum ekki á fætur. — Við látum fljúga frá okkur fimm, tíu, fimmtán mínútur af dýrmætum tíma dagsins. Jafnvel þótt tíminn í fjarvídd eilífðarinnar sé ekki neitt, þá er hann þó látinn okkur í té sem eitthvað — við vitum ekki hvað. Þannig gengur það fyrir sig hjá mörgum okkar. — Við ger- um einhvem hlut, sýnilega án nokkurrar þýðingar, en látum hégómann blinda okkur — og felum okkur. Hvað er það sem bakar mannverunum mestar sorg- ir, leiðindi og óþægindi? Hvað er það sem gerir okkur lífið leitt? Hvað er það sem drepur lífsgleð- ina? — Það emm við sjálfir. — Það er okkar eigin löngun til að vera í stöðugum feluleik við sannleikann. Það eru okkar óhugsuðu orð, okkar óútreiknuðu gjörðir. Það er hluturinn, að við lifum ekki í samræmi við okkar innri sannfæringu. Það, að við gemm ekki það sem við höldum að sé rétt, — en gemm rangt. í samtali getum við sagt eitt- hvað, sem á að vera skemmti- legt. Tilganginum er ef til vill náð, en afleiðingin? — Við ger- um eitthvað, sem getur verið vel af sér vikið, en afleiðingin? — Hana sjáum við fyrst eftir á. — Og þá hefðum við aldrei talað orðin eða gjört hlutinn, ef við hefðum hugsað um afleiðingarn- ar, — ef við hefðum aðeins séð framan í sjálfa okkur — og viðurkennt. Við höfum allir til að bera þann ágalla að skemmta okkur við ófarir annara. — Nú má eng- inn skilja mig svo, að ég álíti að nokkur reyni af ásettu ráði að gera náunganum illt. — Nei, en Mttu aðeins á sjálfan þig og taktu eftir. — Þú hittir einhvern sem spyr: Heyrðu, hefurðu heyrt? Og við verðum að einu innönd- unarfæri til að missa nú ekki af einu einasta smáatriði. — Við gleypum hvert einasta orð til þess virkilega að njóta þess. — Við gleðjumst ekki beinlínis yfir að viðkomandi söguburður fjallar um mistök og leiðindi, en við njótum þess að hlusta á það — við spyrjum- og spyrjum og reyn- um að komast til botns í sög- unni. Og við förum til þess næsta og ræðum söguna. — Við gleðj- umst yfir okkar miklu frásagnar- gáfu. — Við heyrum um einn eða annan, sem hefur lent í fjárhags- kröggum. Það kemur okkur ekki við á nokkum hátt. — Við töp- um ekki fjármunum á því. — En samt göngum við til þess næsta og spyrjum: — Hefur þú heyrt það? — Slysið, sem sagt er frá í blöðunum, hefur þú lesið um það? Ekki af því að við gleðj- umst yfir slysinu. — En hvers vegna þá? — Jú, við mennirnir erum einskonar púkar, sem meira og minna nænimst daglega á ein- hverskonar æsifregnum. — Slys- um , sorgum og leiðindum. Til eru menn sem aldrei flytja nokkra gleðifrétt, — En alltaf þetta sama. Ef þessi kenning væri ekki rétt hefðum við ekki aðstöðu til að vita eins mikið slæmt hver um annan eins og raun ber vitni. Undirferli, misskilningur, sorg- ir, slæmt skap, þögul þjáning, vonbrigði. — Hvað er það allt án árangursins og þörf hvers manns og tilhneigingu til að um- 1 Gleðileg jól! ★ • ★ Farsælt nýtt ár! I Þökkum viðskiptin á líðandi ári. | Hannyrðabúðin. “ iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii!Íi|niiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiiiiiniiiiiiiniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiinuiiiiniiiii | SJÚKRASAMLAG ÍSAFJARÐAR | óskar öllum meðlimum sínum gleðilegra jóla = og farsældar og heilbrigði á komandi ári. = iiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiiiii!iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiiiiinii “ | Gleðileg jól! ★ • ★ Farsælt nýtt ár! | = Þökk fyrir viðskiptin á líðandi ári. § | Hressingarskálinn. § llllllllllllllllllllllllllllllllllllIlllllllllllllllllllllllllilllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllÍllllllllllllllllllllllllllllllBilllll = 5 m | Gleðileg jól! ★ • ★ Farsælt nýtt ár! | Þökkum viðskiptin á líðandi ári. | “ !■ 1 Olíusamlag úrvegsmanna. | Sjóvátryggingarfélag Islands h.f. Verzlun Rögnvaldar Jónssonar. | 3 I iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiaiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuii 1111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111 | Gleðileg jól! ★ • ★ Farsælt nýtt ár! Þökk fyrir viðskiptin á líðandi ári. I | Þvottalaugin h.f. = 1111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111 ~ | Gleðileg jól! ★ • ★ Farsælt nýtt ár! j | Þökk fyrir viðskiptin á líðandi ári. | Verzlun Böðvars Sveinbjarnarsonar = '111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111 “ H.F. SMJÖRLIKISGERÐ ISAFJARÐAR óskar öllum viðskiptavinum sínum I = gleðilegra jóla og farsæls nýárs, I með þökk fyrir viðskiptin á líðandi ári. ‘ Silllllllllllilllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllll = M. BERNHARNHARÐSSON Skipasmíðastöð h.f. ‘ ? Skipabrautin, ísafirði | | óskar starfsfólki sínu og viðskiptavinum | gleðilegra jóla og góðs nýárs. ; llllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllillllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllilllllllllllillllllllllllllllllllllllllllll

x

Ísfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísfirðingur
https://timarit.is/publication/790

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.