SunnudagsMogginn - 23.05.2010, Blaðsíða 23

SunnudagsMogginn - 23.05.2010, Blaðsíða 23
23. maí 2010 23 „Já, ég er mikill anarkisti og verð æ meiri anarkisti með árunum. Vilmundur Gylfason kallaði mig sósíal- anarkista, hvað svo sem það er. Ég trúi í grunninn á sósíal- ískt jafnræði en um leið hef ég tröllatrú á sköpunargleði einstaklingsins. En ég verð æ minna flokkspólitískur. Mér stendur stuggur af öllu sem heitir stjórnvald og forræð- ishyggja. Pólitískur rétttrúnaður er það hættulegasta sem til er, og þá skiptir engu hvort hann er til hægri eða vinstri. Ég vona bara að næsti borgarstjóri verði ekki möppudýr, svo ég taki mér aftur í munn orð frá Vilmundi heitnum.“ Ertu tiltölulega sáttur við lífið og tilveruna? „Ég er hamingjusamur og hef átt litríkt líf. Ég á fimm ára gutta sem hefur sterka músíktaug, impróvíserar á pí- anó, er mikill dansari og er alltaf að teikna. Hann hefur bæði kúbönsku listrænu taugina og þá sem kemur úr minni fjölskyldu. Saman erum við ægilegir æringjar og ég veit ekkert yndislegra en að grallarast með honum. Við er- um sameiginlega að rækta álfa og huldufólk í steinunum hér í kring.“ Hugsarðu um dauðann? „Þegar maður eldist sækja á mann tilvistarlegar spurn- ingar. Með aldrinum aðhyllist ég æ meir það viðhorf að allt sé tímabundið. Við höfum tíma til láns frá almættinu og svo erum við farin. En ef það er til framhaldslíf og maður lifir eftir dauðann, hvernig lifir maður þá? Sjálfur er ég bú- inn að vera margar persónur. Ef það er framhaldslíf, hvaða útgáfa af mér mun þá lifa? Mun ég lifa eins og þegar ég var tvítugur? Eða eins og ég er núna? Eða mun ég lifa eins og þegar ég var að gera Hrafninn flýgur og bjó yfir mestri orku?“ Hvaða útgáfa af þér myndirðu vilja að lifði eftir dauð- ann? „Ég vona að lífinu ljúki eins og góðri bók – sé búið. Ég held að það sé einhver grimmasta refsing sem til er að fá ekki að sofna út af, heldur þurfa að halda áfram að lifa. Það er eins og að vera í partíi sem ætlar aldrei að ljúka. Allt sem verður til eyðist upp og svo hættir það að vera til. Það á líka við um mann sjálfan.“ Einu sinni kom sú tíska upp í leikhúsi að allir ættu að leikstýra öllum í grúppudínamikk – enginn einn leik- stjóri, heldur allsherjar samvinna. Niðurstaðan varð eitt versta leikhús sem sögur fara af. Þessi grúppudínamikk sannaði að sérhver leiksýning verður af hafa einn afger- andi leikstjóra. Þjóðstjórnarhugmyndir, eins og hafa komið fram hér í borginni, verða til þess að stjórnvaldið verður endanlega andlitslaust. Allir geta vísað á næsta mann og enginn ber ábyrgð. Það er hætt við að slíkt stjórnvald yrði fyrst og fremst stjórnvald forræðishyggju og flatneskju.“ Hvað ertu að gera núna? „Svíar báðu mig um að gera mynd sem átti að heita Þungur hnífur og vera mín sýn á Ísland í gegnum tíðina. Sá getnaður hefur ekki enn orðið í höfðinu á mér að ég sé tilbúinn að gera þá mynd. Ég finn enga innri þörf hjá mér til þess – ennþá! Ég er Svíum þakklátur fyrir hugmyndina og að vilja fjármagna þessa mynd. En hvort ég geri hana veit ég ekki. Það fer eftir því hvort ástríðan til að kvik- mynda vaknar. Svo hef ég verið að spekúlera í þeirri hug- mynd að opna hér vídeótek og sýna víkingamyndirnar mínar fyrir ferðamenn, og bjóða þá upp á svipaðar veit- ingar og hægt er að kaupa á Sigurjónssafni hér við hliðina á. Kannski sækir maður um veitingaleyfi, því ekki! “ Hvað gerirðu á daginn? „Ég var að bjástra við að skrifa og klippa tilrauna- kennda mynd, en svo var öllum tölvunum mínum stolið og skrifin glötuðust og klippið horfið. Ég var búinn að skrifa ansi mikla heimildarsögu um tímann þegar við Vil- mundur Gylfason vorum sem mest að bralla. Þetta voru minningar sem ég setti í hugmyndafræðilegt samhengi. Ég held að eina byltingin sem hafi ekki étið börnin sín sé rokk og ról-byltingin. Hún er eina byltingin í heiminum sem hefur pottþétt leitt gott eitt af sér.“ Ætlarðu ekki að byrja aftur á þessari bók? „Ég veit það ekki. Maður þreytir ekki stúdentspróf tvisvar. Og ég þarf að kafa ansi djúpt í sjálfan mig til að ná aftur í skottið á þessu efni. En kannski jafna ég mig.“ Ertu pólitískur? virkjaður og borgin gerð skemmtileg fyrir börn. Í líf okkar Íslendinga vantar oft gleðina yfir því að vera til og dansa svolítið. Þessi framkvæmd mín í Laugarnesinu var gleði- flipp og gerð til að skemmta og deyja ekki úr leiðindum. Það eru til borgarstjórar með skemmtilega sýn, eins og borgarstjórinn í París sem fékk þá hugmynd að búa til hvíta sólbaðsströnd við Signu fyrir neðan ráðhúsið. Það er núna einn vinsælasti staðurinn í París. Það er nauðsynlegt fyrir allar borgir að eiga skemmtilega borgarstjóra og það er kostur ef sá borgarstjóri hefur listræna taug í kroppnum og er ekki hræddur við sköpunargáfu borgarbúa. Þótt ein- hverjir borgarbúar séu slíkir sérvitringar að þeir reyni að gera umhverfi sitt skemmtilegra þá má borgarstjórinn ekki fara á taugum og senda jarðýtur á það svæði, heldur á hann að skoða málið, eða í það minnsta ræða við gleðigjaf- ann og athuga hvort ekki sé hægt að finna flöt á því. Mun- urinn á pólitíkusum og embættismönnum er sá að pólitík- usinn á að hafa sýn og móta heildarstefnu, gera sér hugmyndir um borgina og umhverfi hennar og síðan er það embættismanna að útfæra hana. Mér finnst mikilvægt að í Reykjavík sé borgarstjóri sem móti borgina og hafi sýn á hana. Morgunblaðið/Kristinn ’ Ég sakna þess að sköpunar- kraftur borgarbúa sé ekki virkj- aður og borgin gerð skemmtileg fyrir börn. Í líf okkar Íslendinga vant- ar oft gleðina yfir því að vera til og dansa svolítið. Þessi framkvæmd mín í Laugarnesinu var gleðiflipp og gerð til að skemmta og deyja ekki úr leið- indum.“ Hrafn Gunnlaugsson með Aroni syni sínum. „Saman erum við ægilegir æringjar og ég veit ekkert yndislegra en að grallarast með honum.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.